Saga - 1992, Side 379
Aðalfundur Sögufélags 1992
Fundurinn var haldinn í Skólabæ Iaugardaginn 26. september og hófst kl.
14.00. Hafði fundurinn tafist vegna flutninga félagsins og veikinda af-
greiðslustjóra.
Forseti Sögufélags, Heimir Porleifsson, setti fundinn og minntist síðan
þeirra félagsmanna, er stjórninni var kunnugt um að látist hefðu frá síðasta
aðalfundi, 28. maí 1991. Þeir voru: Árni Böðvarsson málfarsráðunautur,
Baldvin Þ. Kristjánsson erindreki, Halldór Sigfússon skattstjóri, Nanna
Ólafsdóttir magister, Jóhann Hjaltason kennari, Jón Steffensen prófessor,
Páll Líndal ráðuneytisstjóri, Sigurgeir Þorgrímsson ættfræðingur, Tryggvi
Sveinbjörnsson bókbandsmeistari og Valborg Bentsdóttir skrifstofustjóri.
Forseti minntist sérstaklega Árna Böðvarssonar, sem nýlega var Iátinn, en
hann hafði unnið að ýmsum þýðingum úr norsku fyrir Sögufélag, og Jóns
Steffensens fyrrverandi prófessors, sem Iést í júlí 1991. Sögufélag á Jóni
Steffensen mikla þökk að gjalda fyrir störf í þágu félagsins. Hann fylgdist um
árabil vel með allri starfsemi þess, kom oft í afgreiðsluna og veitti á sínum
tíma félaginu heimiid til að gefa út rit sitt Menningu og meinsemdir 1974. Hann
Iét einnig félaginu í té fjárhagslegan stuðning til þess að gefa þetta rit út.
Forseti minnti fundarmenn á minningargrein í Sögu 1991, sem Helgi Þorláks-
son skrifaði um Jón Steffensen. Að loknum þessum inngangsorðum forseta
risu fundarmenn úr sætum til að votta látnum félagsmönnum virðingu sína.
Forseti gerði tillögu um Sveinbjörn Rafnsson sem fundarstjóra og Margréti
Guðmundsdóttur sem fundarritara. Var síðan gengið til dagskrár.
Skýrsla stjórnar. Nýkjörin stjórn Sögufélags fyrir árið 1991-92 kom saman til
fyrsta fundar síns 3. júní 1991 og skipti þá með sér verkum eins og mælt er
fyrir um í 3. grein í lögum félagsins. Varð niðurstaða sú að stjórnin var eins
skipuð og á næsta starfsári á undan, þ.e. Heimir Þorleifsson var kosinn for-
seti, Sveinbjörn Rafnsson ritari og Loftur Guttormsson gjaldkeri. Aðrir í
aðalstjórn á starfsárinu voru Anna Agnarsdóttir og Björn Bjarnason, en í
varastjórn Gísli Ágúst Gunnlaugsson og Magnús Þorkelsson.
Formlegir stjórnarfundir á þessu starfsári voru ellefu auk funda, sem ein-
stakir stjórnarmenn áttu með aðilum utan stjórnar vegna sérstakra verkefna.
Einkum var nokkuð annasamt í kringum húsakaup félagsins og endurbygg-
ingu hússins í Fischersundi 3. Þá hafa fjármál vegna íslandssögu og brunatjón
sem félagið varð fyrir orðið annasöm. Sem fyrr sóttu varamenn alla stjórnar-
fundi og einnig ritstjórar Sögu.
Forseti gat því næst þess áfanga, er náðist 7. mars 1992, en þá varð Sögu-
félag 90 ára og rifjaði upp nokkur atriði í sögu félagsins. Það var 7. mars árið