Saga - 1992, Side 380
378
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS
1902, sem 30 manna hópur kom saman á Hótel íslandi til þess að stofna félag
með það ætlunarverk að gefa út „heimildarrit að sögu íslands í öllum grein-
um". Meðal forvígismanna í þessum hópi voru Jón Þorkelsson landsskjala-
vörður, Benedikt Sveinsson, síðar alþingismaður, Bjarni Jónsson frá Vogi,
Jón Aðils sagnfræðingur og Þórhallur Bjarnarson lektor og síðar biskup.
Fyrsta rit Sögufélags voru svonefndir Morðbréfabæklingar Guðbrands biskups
Þorlákssonar, sem komu út í heftum á árunum 1902-1906. Sú tilhögun var
viðhöfð lengi vel, að allt var gefið út í litlum heftum, sem menn söfnuðu
saman og létu síðan binda inn, eftir að þeir höfðu fengið titilblaðið með síð-
asta heftinu. Stóð þessi skipan fram á 7. áratuginn. Vegna þessa heftafyrir-
komulags má ætla, að eitthvað hafi komið út hjá Sögufélagi á hverju ári. Gat
forseti þess, að nú væri unnið að því að safna saman öllum þessum mörgu
heftum Sögufélags og verða þau til sýnis síðar í húsi félagsins. Viðamestu
verkin eru eins og kunnugt er Alþingisbækur íslands, þ.e. gerðabækur alþingis
á árunum 1570-1800, en það verk kom út í 17 bindum á árunum 1912-90,
Landsyfirréttar- og hæstaréttardómar í íslenskum málum 1802-1874, sem út komu
í ellefu bindum á árunum 1916-87, Safn til sögu Reykjavíkur, en af því hafa
komið sex bindi og Þýdd rit síðari alda, en í þeirri syrpu eru nú þrjár bækur.
Tímarit hóf Sögufélag að gefa út 1918 og var það Blanda, sem naut lengi
mikilla vinsælda fyrir aðgengilegt efni og alþýðlega framsetningu. Hún kom
út til ársins 1948 og var að hluta til Ijósprentuð síðar. Árið 1950 hóf tímaritið
Saga göngu sína á vegum félagsins og hefur það komið út nær óslitið síðan
sem ársrit. Þetta tímarit er kjölfestan í starfsemi Sögufélags og eru ritstjórar
þess nú Sigurður Ragnarsson rektor og Gísli Ágúst Gunnlaugsson dósent.
Tímaritið Ný saga kom fyrst út 1987, en nú er óvissa um framtíð þess.
Til þess að minnast 90 ára afmælis Sögufélags kom upp sú hugmynd í
stjórninni að láta ljósprenta eitthvert fágætt ritverk, sem félagsmönnum
þætti nokkur fengur í að eignast. Varð úr að láta ljósprenta Hljóðólf, hina sér-
stæðu útgáfu Þjóðólfs frá árinu 1850. Þetta er rit, sem almennt er nefnt í yfir-
litsbókum um íslandssögu, en fáir hafa handfjatlað. Þá var hugmyndin með
útgáfu Hljóðólfs að minna menn á þá ætlan Sögufélags að láta endurútgefa
Þjóðólf frá árabilinu 1848-74, en þeirri hugmynd var fyrst hreyft á aðalfundi
fyrir þremur árum og verður hún athuguð síðar, ef fjárhagur leyfir. Rétt þótti
að láta fræðilegar skýringar fylgja með Hljóðólfi, og var dr. Aðalgeir Kristj-
ánsson fenginn til að semja þær og birtust þær sem formáli framan við texta
Hljóðólfs. Ritið hefur verið sent öllum skuldlausum félagsmönnum sem
þakklætisvottur fyrir stuðning þeirra við félagið. Það verður jafnframt selt í
afgreiðslu félagsins. Valgeir Emilsson í Repró hannaði þessa útgáfu Hljóð-
ólfs og er það mál manna að vel hafi tekist til.
Á afmælisdaginn sjálfan, 7. mars 1992, var félagið kynnt í blöðum og
útvarpi og öllum félagsmönnum var boðið að þiggja kaffi í húsi félagsins auk
þess að fá afmælisritið afhent. Hátt í hundrað manns komu við í Fischer-
sundi þennan dag. í tilefni afmælisins var félaginu gefinn kostur á kynningu
í menningarþættinum Litrófi í Sjónvarpinu. Þar var sagt frá starfsemi félags-
ins og reyndar leikinn sá sögulegi viðburður, sem kom Hljóðólfi af stað,
hneykslið í Dómkirkjunni. Má því þakka það afmæli Sögufélags, að þessi