Saga - 1992, Side 381
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS
379
viðburður hefur e.t.v. tekið á sig ákveðnari mynd í hugum margra en verið
hefur til þessa.
Að lokinni umfjöllun um afmælið kom forseti að hinum föstu þáttum í
útgáfu starfsársins, þ.e. tímaritunum. Ný saga var af ýmsum ástæðum ekki
tilbúin til dreifingar fyrr en í nóvember. Meðal efnis í Nýrri sögu þetta
fimmta ár hennar voru greinar eftir Má Jónsson, Hjalta Hugason, Margréti
Guðmundsdóttur, Jón Thor Haraldsson, Agnesi Arnórsdóttur, Gísla Ágúst
Gunnlaugsson og Kristínu Ástgeirsdóttur. Þá var í ritinu viðtal við Margréti
Hallgrímsdóttur, sem nefnt var „Hráskinnsleikur, friðuð hús og fornleifar",
og umræða um túlkun sagnfræði í sjónvarpi. Efni Nýrrar sögu þetta árið
mæltist vel fyrir og varð töluverð umræða um það í fjölmiðlum, einkum um
kenningar Gísla Ágústs um stjórn húsbænda á birtu í baðstofum og um
myrkrið og einkalífið. Ritstjórar Nýrrar sögu voru Gunnar Þór Bjarnason og
Eiríkur Kolbeinn Björnsson.
Vegna seinkunarinnar á Nýrri sögu og reyndar líka vegna flutnings félags-
ins í nýja afgreiðslu í desember var ákveðið að leggja ekki áherslu á að Saga
kæmi út fyrir jól. Kom hún ekki úr prentun fyrr en 10. janúar og dreifing í
pósti hófst 14. febrúar. Taldi forseti mjög miður að þurfa að greina frá öllum
þessum töfum.
Aðalefni Sögu 1991 var fólgið í tveimur löngum ritgerðum. Nefndist önnur
þeirra: „Aðdragandi að aðskilnaði Alþýðuflokks og Alþýðusambands
Islands árið 1942" eftir Huldu Sigurborgu Sigtryggsdóttur, en hin „Leiðin frá
hlutleysi 1945-1949" eftir dr. Þór Whitehead. Var hér í báðum tilvikum um
að ræða þekkt og umdeild atriði í stjórnmála- og utanríkismálasögu íslands
á 20. öld. Nefndi forseti að ætla hefði mátt, að bæði þessi efni hefðu skírskot-
un til nokkurs hóps af fólki, sem ekki væri á lista fastra áskrifenda Sögu og
væri hér um að ræða stóran hóp stjórnmálamanna og vaxandi flokk stjórn-
málafræðinga á landi hér. Ekki varð þess þó vart, að þetta skilaði sér í sölu,
þó að Saga fengi jafnvel ágæta kynningu á baksíðu Morgunblaðsins.
Auk tímaritanna gaf félagið út eitt rit á árinu. Það var íslandslýsing Danans
Resens frá 17. öld. Þetta er þriðja ritið í ritröðinni Safn Sögufélags: Þýdd rit
síðari alda um ísland og íslendinga. Um það segir svo aftan á kápu:
Peder Hansen Resen (1625-1688) tók saman mikið rit um Danmörku
(Atlas Danicus) í 39 bindum í arkarbroti. Það er nú glatað en varð-
veist hefur útdráttur Johans Brunsmands í sjö bindum, sem hann
gerði á árunum 1684-87. Islandslýsing Resens, sem hér birtist á
prenti, er hluti af því verki. Dr. Jakob Benediktsson hefur þýtt text-
ann úr latínu og ritað inngang og skýringar. í inngangi segir Jakob
um fslandslýsingu Resens að hún sé „að því leyti gjörólík öðrum
skrifum erlendra manna um Island frá hans tímum, að hann sækir
mestan hlut efnisins til íslenskra heimilda, prentaðra og óprentaðra.
Sumt er fengið úr ritum sem síðan hafa glatast með öllu, og að því
marki hefur lýsingin stöðugt heimildargildi.
Forseti sagði, að íslandslýsing Resens hefði verið til umræðu sem útgáfuverk
í áðurnefndri ritröð allt frá því að fyrsta ritið kom út 1983. Mælst var til þess
við dr. Jakob Benediktsson, að hann þýddi verkið og hafði hann fyrir nokkru