Saga - 1992, Page 382
380
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS
lokið því að undanskildum fáeinum frágangsatriðum. Vorið 1991 var ákveð-
ið að láta prenta þýðingu dr. Jakobs og fékkst ágætt tilboð í verkið frá prent-
smiðjunni Odda. Var leitað til Gunnars F. Guðmundssonar um að hann
aðstoðaði Jakob við útgáfuna. Unnu þeir þetta verk bæði fljótt og vel og var
þeirra hlut lokið í september. Af ýmsum ástæðum kom þó bókin ekki út fyrr
en um miðjan desember, sem var auðvitað mjög slæmur tími, þar sem erfitt
reyndist að koma við eðlilegri kynningu. Enn sem komið er hefur sala á
Resen verið afar lítil og taldi forseti erfitt að sjá, hvernig þessari ritröð yrði
haldið áfram, ef ekki kæmu til umtalsverðir styrkir. Síðsumars hefði þó feng-
ist styrkur úr Þýðingarsjóði.
Næst greindi forseti frá umskiptum í húsnæðismálum Sögufélags. Allt frá
því að félagið opnaði eigin afgreiðslu árið 1975 hefur hún verið til húsa í
Garðastræti 13b - Hildibrandshúsi við Fischersund og sambyggðu húsi við
Garðastræti. Eftir að eigendaskipti urðu á Hildibrandshúsi fyrir þremur
árum varð Ijóst, að Sögufélag yrði að víkja þaðan. Vorið 1991 keypti Reykja-
víkurborg fjögur hús í Grjótaþorpi og kom á daginn um mitt sumar, að borg-
in hygðist selja þau aftur eftir nokkrar breytingar á lóðatilhögun. Áhugi
Sögufélagsmanna hafði fyrir löngu beinst að einu þessara húsa, svokölluðu
Norska bakaríi, efra húsinu Fischersund 3, en það var eitt þeirra, sem borgin
keypti. Stjórnin fékk leyfi til að skoða öll þessi hús og varð í þeirri skoðun
ljóst að Norska bakaríið kæmi ekki til greina vegna þess hversu stórt það er
og einnig vegna hins, að það var mjög illa farið, bæði að utan og innan. Hins
vegar þótti Ijóst að neðra húsið Fischersund 3 hentaði Sögufélagi mjög vel að
stærðinni til. Þó að ýmsum stjórnarmönnum óaði (eða klígjaði) við
umgengni fyrri íbúa um húsið var ákveðið á stjórnarfundi 26. ágúst að leita
eftir kaupum á því. Á borgarráðsfundi 3. september var ákveðið að selja
Sögufélagi húsið fyrir 2 millj. kr. og með hagstæðum greiðsluskilmálum. Tók
félagið síðan við húsinu um miðjan september og var þá þegar leitað eftir
smið til þess að taka til við endurbætur. Ráðinn var ungur maður, Sæmund-
ur Ásgeirsson, og hefur hann reynst afburða vel í starfi.
Eigendur Hildibrandshúss vildu helst fá sitt húsnæði til afnota um áramót
eða fljótlega eftir áramót. Því var það takmark sett að taka hluta af nýja hús-
næðinu í notkun fyrir jól. Þetta hafðist, því að morgni laugardagsins 14. des-
ember var skilti félagsins sett upp á nýja staðnum og afgreiðsla hófst þar síð-
ar um daginn.
Forseti lýsti síðan húsinu Fischersundi 3 austara húsi eins og stendur í
kaupsamningi. Þetta er í raun eitt hús, byggt í þremur áföngum. Elsti hlut-
inn er frá 1878 og þá byggt sem pakkhús fyrir Norska bakaríið ofar við göt-
una. Annar hlutinn er frá 1896 og byggður sem viðbót við bakaríið, geymsla,
brauðbúð o.fl. Undir þessum hluta er kjallari. Þriðji hlutinn er svo skúrbygg-
ing miklu yngri. Það var strax ákveðið að láta byggingarsögu koma sem best
fram við endurbæturnar og hefur það vonandi tekist. Hjörleifur Stefánsson
arkitekt mótaði aðaldrætti endurbótanna, en Júlíana Gottskálksdóttir arki-
tekt útfærði þær i smærri atriðum.
Eins og áður sagði var afgreiðsla félagsins flutt í Fischersund 3 í desember.
Eftir það var gert hlé á framkvæmdum um hríð, en aftur var hafist handa í