Saga - 1992, Síða 384
382
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS
öld. Til eru í skjalasafni stiftamtmanns um 2100 bls. í arkarbroti af dómum
yfirréttarins. Leitað var til alþingis um stuðning við væntanlega útgáfu þess-
ara dómskjala. Var því vel tekið og hefur nú verið sett fram áætlun um þessa
útgáfu, sem alþingi hefur til athugunar. Standa vonir til, að Gunnar Sveins-
son skjalavörður geti hafið störf við þessa útgáfu á næsta ári.
Samstarf alþingis og Sögufélags er einnig til umræðu á öðru sviði, en það
er um útgáfu á riti eftir dr. Aðalgeir Kristjánsson um sögu sjálfstæðisbaráttu
íslendinga 1815-51. Alþingi fékk Aðalgeir til að skrifa þetta rit í tilefni þess,
að á næsta ári, 8. mars, verða 150 ár liðin frá því að gefin var út tilskipun um
endurreisn alþingis. Handrit að þessu verki er fullbúið og verður það tekið til
prentvinnslu á næstunni. Tekst vonandi að gera það sem best úr garði.
Eins og oft hefur verið nefnt á aðalfundum, hefur félagið haft í hyggju að
ljúka við útgáfu Sýslu- og sóknalýsinga, sem kenndar eru við Bókmenntafélag-
ið. Er þar einkum um að ræða lýsingar úr Skaftafells- og Múlasýslum. Þar
sem ekki fékkst umbeðinn styrkur til þessa verks er óljóst hvort tekst að
hrinda því af stað í bráð, en það mál verður þó athugað.
Um Landsnefndarskjölin sagði forseti að vegna anna á árinu hefði Helgi
Skúli Kjartansson ekki neitt að ráði getað sinnt útgáfu þeirra, en því verki
miðaði þó nokkuð áfram.
Vegna þeirra tafa, sem urðu á útgáfu tímarita félagsins á síðasta ári, var
ákveðið að gefa eingöngu Sögu út á þessu ári, 1992. Kemur hún út í lok októ-
ber eða byrjun nóvember. En til þess að meta stöðu tímaritaútgáfu félagsins
voru þeir Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Magnús Þorkelsson og Gunnar Þór
Bjarnason settir í nefnd. Sú nefnd hefur nú farið yfir málin og sett fram marg-
ar athyglisverðar hugmyndir, sem verða ræddar nánar á stjórnarfundum eft-
ir aðalfund. Er þess að vænta, að unnt verði að koma á festu í þessum mikil-
væga þætti í starfsemi félagsins.
Undir lok umfjöllunar sinnar um útgáfumál lét forseti þess getið, að í lok
ágúst 1992 var samþykkt á stjórnarfundi í Þjóðvinafélaginu að fara þess á leit
við Sögufélag að það tæki við afgreiðslu á Almanaki Þjóðvinafélagsins og And-
vara. Taldi forseti horfur á að Sögufélag tæki þessi rit að sér, a.m.k. þetta
árið.
Á síðasta aðalfundi var þess getið, að æskilegt væri að losna við dýrt leigu-
húsnæði, sem Sögufélag hafði í húsum Stálsmiðjunnar við Mýrargötu. Eftir
að Ijóst varð um húsakaupin í Fischersundi var húsnæði þessu sagt upp og
það rýmt í marslok. Fjöldi bóka var þó geymdur til bráðabirgða á brettum í
skúr við Mýrargötu. Aðfaranótt 13. júní 1992 var kveikt í þessum bókalager.
Hefur eldur sjálfsagt verið lengi að krauma í bókunum, áður en upp komst.
Varð þarna verulegt tjón og eyðilögðust 3-4 þús. eintök af bókum félagsins,
Alþingisbækur, Landsyfirréttardómar, farðabók Árna og Páls og fleira. Lagerinn
var vátryggður en sem búast mátti við allt of lágt, a.m.k. ef miða á við fram-
leiðsluverð bókanna.
Heimir Þorleifsson, forseti Sögufélags, lauk skýrslu sinni með því að
þakka stjórnarmönnum, ritstjórum Sögu og öðru samstarfsfólki fyrir ágætt
samstarf. Sérstaklega þakkaði hann þeim stjómarmönnum, sem nú hyrfu úr
stjórn að eign ósk, en það væm Anna Agnarsdóttir, Sveinbjöm Rafnsson og