Skinfaxi - 01.05.2011, Síða 12
12 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
„Mótið leggst feiknar-
lega vel í mig og ég
hef orðið þess
áskynja að fólk frá
UÍA, sveitarfélaginu
og UMFÍ hefur verið
að vinna mjög
skipulega að öllum
undirbúningi
undanfarna mánuði.
Hér eru allar aðstæður eins og best verður á
kosið og ég er ennfremur sannfærður um
að við verðum hérna í rjómablíðu á þessum
tíma. Gamall veðurspekingur er búinn að spá
því. Mér dettur ekki til huga að draga það í
efa og þá er ekki ónýtt að bjóða fólki til svona
hátíðarhalda hér,“ sagði Björn Ingimarsson,
bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, í spjalli við
Skinfaxa.
Björn sagði þetta verkefni mjög spenn-
andi fyrir sveitarfélagið en auðvitað yrðu
menn að sníða sér stakk eftir vexti. Hér hefðu
verið byggð upp myndarleg íþróttamann-
virki en verið væri að gera ákveðnar viðbæt-
ur og mæta þar með þeim kröfum sem gerð-
ar hefðu verið. Björn sagði að það yrðu hlutir
sem myndu nýtast sveitarfélaginu inn í fram-
tíðina og þeirri fjárfestingu væri vel varið.
„Við þurfum að tjalda öllu til þessa þrjá
daga sem mótið stendur og líka dagana fyrir
og eftir til að sinna keppendum og gestum
almennilega. Það er ákveðin viðurkenning
fólgin í því að fá að halda þetta mót. Það er
viðurkenning á því að hér sé fólki treyst til að
standa að slíku verkefni. Mótið hefur í mínum
huga almennt mjög góð áhrif til íþróttaiðk-
ana á unglingana sem hér eru. Kannanir, sem
gerðar hafa verið hér á meðal unglinga,
benda til þess að hér sé íþróttaiðkun almenn
og jafnvel meira um hana en annars staðar á
landinu. Það er merki um að við eigum ein-
hvers góðs að vænta frá þessum krökkum.
ALLT Í KRINGUM MÓTIN ER
Á JÁKVÆÐUM NÓTUM
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs
Íþróttahefð hefur verið mikil á þessu svæði í
gegnum árin. Oft eru menn að gagnrýna að
sett sé fjármagn í þennan geira en auðvitað
verða menn svo að passa sig á því hvernig
farið er með þessa fjármuni. Yfirleitt eru þetta
fjármunir sem skila sér með öðrum hætti
þegar til lengri tíma lætur. Það er reynsla
manns,“ sagði Björn.
– Það er almennt álit fólks að Unglingalands-
mótin hafi skapað sér góða ímynd. Ertu ekki
sammála því?
„Jú, svo sannarlega. Í undirbúningi okkar
höfum við verið í góðu sambandi við Borg-
firðinga sem héldu mótið í fyrra og ég sé
ekki annað en að við stöndum frammi fyrir
jafngóðu móti hér. Ég get ekki neitað því að
ég er fullur tilhlökkunar og hlakka mikið til
mótsins.“
– Hvað eru Unglingalandsmótin í huga þínum?
„Í huga mínum eru þau fyrst og fremst
vettvangur fjölskyldunnar. Þetta er í raun
fjölskyldusamkoma og vettvangur fyrir ung-
lingana til að spreyta sig við jafnaldra sína.
Það var hárrétt ákvörðun að setja mótið á
verslunarmannahelgina og við skulum ekki
heldur gleyma því forvarnagildi sem þessi
mót hafa. Allt í kringum mótin er á jákvæð-
um nótum.“
Björn Ingimarsson,
bæjarstjóri Fljóts-
dalshéraðs.