Skinfaxi - 01.05.2011, Síða 15
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 15
á Fljótsdalshéraði
Kárahnjúkavirkjun. Möðrudalur.
Stórurð: Ein af mestu náttúruperl-
um Austurlands. Hún er vestan Dyr-
fjalla og er einstök upplifun að sjá
hana. Þar er mikilfenglegur grjótruðn-
ingur, sléttir balar og fallegar tjarnir.
Þar er vinsæl gönguleið fyrir ferða-
menn. Best er að ganga af Vatnsskarði
og til baka neðri leið. Gangan inn eftir
tekur 2,5 klst.
Miðhús: Bær við Eyvindará í
grennd við Egilsstaðabæ. Árið 1980
fannst þar silfursjóður í jörðu, sá
stærsti sem fundist hefur hér á landi.
Hann er í vörslu Þjóðminjasafns
Íslands. Á Miðhúsum er Listiðjan Eik
en þar er að finna til dæmis fallegt
handverk unnið úr íslenskri náttúru.
Eyjólfsstaðaskógur: Skógur-
inn er skemmtilegur til gönguferða.
Hann er að stórum hluta í eigu Skóg-
ræktarfélags Austurlands sem hefur
staðið þar fyrir plöntun trjáa undan-
farin ár. Í skóginum er að finna stikað-
ar gönguleiðir og fossa. Ef ekið er inn
á Velli og inn að Einarsstöðum liggur
leiðin í gegnum sumarhúsabyggðina.
Gönguferð í Eyjólfsstaðaskógi er
skemmtileg afþreying fyrir fjölskyld-
una í hlýlegu og notalegu umhverfi.
Grímsárvirkjun: Grímsárvirkjun
í Skriðdal var gangsett til rafmagns-
framleiðslu 15. júní 1958 en fram-
kvæmdum lauk í nóvemberlok
sama ár.
Sænautasel: Eyðibýli á Jökuldals-
heiði. Þar var búið í 100 ár, 1843–1943.
Á árunum 1992–1993 var torfbærinn
endurreistur og er síðan hafður til
sýnis fyrir ferðamenn. Umsjónarmenn
eru tilbúnir að leiða fólk um bæinn og
einnig er möguleiki á hressingu.
Þingmúlakirkja: Kirkjustaður-
inn Þingmúli er í Skriðdal. Þingmúla-
kirkja var byggð 1886. Yfirsmiður var
Niels Jónsson í Sauðhaga á Völlum.
Kirkjan var upphaflega klædd með
járni að utan. Árið 1980 var gert vel
við hana og hún færð til upprunalegs
horfs, járnlaus.
Útsýnisskífa á Fjarðarheiði:
Fjarðarheiði er 620 m há, milli Héraðs
og Seyðisfjarðar. Hægt er að fara út að
hringsjánni á Norðurbrún til að njóta
mikils útsýnis. Einnig er hægt að aka
upp á Gagnheiði og þaðan er mjög
víðsýnt. Á Gagnheiði er sjónvarps-
endurvarpsstöð.
Fardagafoss: Góð gönguleið að
Fardagafossi sem er u.þ.b. 5 km frá
Egilsstaðabæ, við rætur Fjarðarheiðar.
Bílastæði er á Seyðisfjarðarvegi og það-
an er gengið í um 30 mín. upp að foss-
inum. Mjög fagurt er að sjá bæði með-
fram gilinu og yfir Fljótsdalshérað.
Undir fossinum er skúti þar sem ferða-
langurinn getur óskað sér og skrifað
í gestabók.
Hallormsstaðaskógur: Skóg-
urinn er sá stærsti á landinu og liggur
meðfram Leginum. Byrjað var þar með
tilraunir á trjáplöntum árið 1903. Elsti
lerkilundurinn er frá 1938, kenndur við
Guttorm Pálsson skógarvörð og heitir
lundurinn Guttormslundur. Bæði er
hægt að tína ber og fara í sveppatínslu
þarna á haustin. Á Hallormsstað var
stofnaður húsmæðraskóli árið 1930.
Hann starfar enn í dag og heitir nú
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað.
Áður fyrr sóttu þangað aðeins konur
en nú geta bæði kynin sótt um skóla-
vist.
Trjásafnið á Hallormsstað:
Það er í Mörkinni á Hallormsstað. Þetta
er mjög fjölskylduvænt safn og þarna
er hægt að skoða um 70 tegundir trjáa.
Gönguferðir eru vinsælar og göngu-
leiðir merktar. Einnig er hægt að fá
greinargott kort hjá Skógrækt ríkisins.
Þórisárkumlið: Árið 1995 fannst
kuml í landi Eyrarteigs í Skriðdal. Fund-
arstaður var um 40 metrum frá bökk-
um Þórisár að sunnanverðu og rúma
150 metra frá þjóðvegi 1. Beinin voru
varðveitt til að byrja með á Minjasafni
Austurlands en síðan voru þau flutt
á Þjóðminjasafn Íslands. Talið er að
maðurinn hafi verið 35 ára þegar
hann dó og um 1,69 cm á hæð.
Útsýni af Hellisheiði: Hellis-
heiði er 655 m hár fjallvegur milli
Jökulsárhlíðar og Vopnafjarðar. Vegur-
inn er frekar hlikkjóttur en fær öllum
bílum. Stórkostlegt útsýni er yfir Hér-
aðsflóa og yfir á Vatnsskarð. Einnig
blasir Bjarnarey við.
Húsey: Bær í Hróarstungu milli fljóta
við Héraðsflóann. Þar er rekin ferða-
þjónusta og hægt er að nálgast ein-
stakt fuglalíf. Hægt er að fá að fara á
hestbak og skoða seli með leyfi hjón-
anna þar.
Kirkjubær: Kirkjustaður, fyrrum
prestsetur, í Hróarstungu. Þarna er
einstaklega falleg og gömul kirkja,
byggð 1851.
Geirsstaðir: Lítil torfkirkja er risin
að Geirsstöðum í landi Litla-Bakka í
Hróarstungu en kirkjan er eftirgerð
bændakirkju sem stóð þar fyrir um
1000 árum.
Lagarfossvirkjun: Lagarfoss
var virkjaður á áttunda áratugnum og
virkjunin tekin í notkun 1975. Síðar var
hún stækkuð til muna eða úr 8 MW í
21 MW, árið 2007.
Útsýnisskífa á Kaupfélags-
hömrum: Gengið upp Fénaðar-
klöpp frá miðbæ Egilsstaða upp á
Hamra ofan sláturhússins. Þaðan er
mjög gott útsýni yfir Fljótsdalshérað.
Galtastaðir fram: Bær í Hróars-
tungu. Á Galtastöðum fram er lítill torf-
bær frá 19. öld, af svokallaðri Galta-
staðagerð. Hér er um dæmigerðan
alþýðubæ að ræða þar sem fjósið var
undir baðstofunni. Bærinn er í vörslu
Þjóðminjasafns Íslands frá 1976. Ferða-
mönnum er heimilt að skoða hann.
Kárahnjúkastífla og Háls-
lón: Kárahnjúkar eru móbergshnjúk-
ar austan við Jökulsá á Brú. Jökulsá
eða Jökla fellur í miklu gljúfri, Hafra-
hvammagljúfri, sem er eitt dýpsta og
hrikalegasta gljúfur landsins. Kára-
hnjúkastífla er 198 m há og 700 m
breið og meðal stærstu slíkra mann-
virkja í heimi. Hálslón, ofan stíflunnar,
er 57 km2 að stærð. Virkjunin hefur ver-
ið umdeild en hún sér Fjarðaáli, álveri
Alcoa í Reyðarfirði, fyrir orku. Margur
ferðamaðurinn lagði leið sína upp að
Kárahnjúkum til þess að taka þátt í
þjóðmálaumræðunni meðan fram-
kvæmdirnar stóðu yfir.
Útivistarsvæðið í Selskógi:
Útivistarsvæði í landi Egilsstaðabæjar.
Þarna er birkiskógur með einu og einu
reynitré á stangli. Víða vaxa ber og
margs konar gróður. Hægt er taka
stefnu þangað frá Eyvindarárbrú og
þaðan liggja mislangir göngustígar.
Sá lengsti er 3,2 km. Hjá Vémörk, sem
er gamall samkomustaður, eru leik-