Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2011, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.05.2011, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Jóhann Björn Sigurbjörnsson í Ungmenna- sambandi Skagafjarðar hefur tekið þátt í fjórum Unglingalandsmótum. Hann hefur aðallega keppt í frjálsum íþróttum og svo verður einnig á mótinu á Egilsstöðum. „Það er alveg frábært að taka þátt í Ung- lingalandsmóti en þetta er ekki bara keppni heldur hittir maður helling af krökk- um og ég hef kynnst mörgum á mótun- um í gegnum tíðina. Ég var 11 ára gamall þegar ég tók þátt í mínu fyrsta móti og eftir það varð ekki aftur snúið. Ég hef síðan Jóhann Björn Sigurbjörnsson í UMSS: Hvet alla til að koma og taka þátt í Unglingalandsmótinu æft frjálsar íþróttir og stefni að því að halda áfram að æfa í framtíðinni,“ sagði Jóhann Björn Sigurbjörnsson, frjáls- íþróttakappi úr Ungmennasambandi Skagafjarðar, í samtali við Skinfaxa. „Ég hef notið þess að taka þátt í Ung- lingalandsmótum og á góðar minn- ingar frá þeim. Þessi mót hafa svo sannarlega hitt í mark enda stemningin frábær. Ég vil hvetja alla þá sem eru að íhuga að taka þátt í mótinu á Egilsstöðum að mæta og láta til sín taka.“ Unglingalandsmót UMFÍ – Egilsstöðum Vinnum saman Græðum Ísland Landgræðslufræ Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt eigum við fræið handa þér. Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður. Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hellu Sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is, www.land.is Göngum um Ísland Fjölskyldan á fjallið www.ganga.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.