Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2011, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.05.2011, Blaðsíða 27
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 27 LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannam ót Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is NÝ PR EN T Úr hreyfingunni Héraðsþing Héraðssambands Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, HSH: Hermundur Pálsson kjörinn formaður HSH 73. þing HSH var haldið á kaffistofu KG fiskverkunar á Rifi 13. apríl sl. Garðar Svansson lét af for mennsku HSH og í hans stað var kjörinn Her- mundur Pálsson. Edda Sóley Kristmanns- dóttir kom ný í stjórn. Gestir þingsins voru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFÍ. Kristján Magnússon var þingforseti. Þingið starfsamt og var m.a. samþykkt að leggja inn umsókn um að halda Ung- lingalandsmót 2013 og 2014. Einnig er áhugi á því að kanna möguleika að sækja um Landsmót UMFÍ 50+ á næsta ári. Her- mundur Pálsson þakkaði þingstarfsmönn- um og þingfulltrúum góð störf á þinginu. Veittar voru viðurkenningar fyrir íþrótta- afrek og var Þorsteinn Már Ragnarsson kjörinn knattspyrnu- og íþróttamaður HSH 2010. Aðrir, sem hlutu viðurkenningu, voru Hugrún Elísdóttir, kylfingur, Hlynur Bær- Hermundur Pálsson, nýkjörinn formaður HSH, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, for- maður UMFÍ, Garðar Svansson, fráfarandi formaður, og Sæm- undur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ. Íþróttamenn HSH sem fengu viðurkenn- ingu ásamt Íþróttamanni HSH 2010. ingsson, körfuknattleiksmaður, Sigurodd- ur Pétursson, hestaíþróttamaður, Sunna Björk Skarphéðinsdóttir, blakmaður, og María Valdimarsdóttir, sundmaður. Vinnu- þjarkar HSH voru svo útnefndir þrír dreng- ir, þeir Símon B. Hjaltalín, Andri Freyr Haf- steinsson og Þorsteinn Eyþórsson. Var viðurkenningin fyrir umsjón með heima- síðu Snæfells. Veitingar voru í boði Snæ- fellsbæjar og í umsjá foreldra og barna sem fara á Gothia Cup í Svíþjóð í sumar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.