Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2011, Qupperneq 28

Skinfaxi - 01.05.2011, Qupperneq 28
28 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands KÖRFUBOLTI: Uppskera kvennaflokka körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var svo sann- arlega glæsileg í vetur sem leið. Flokkarnir unnu til allra Íslands- meistaratitla sem í boði voru og þá er ekki allt talið því að stúlkurnar eru einnig handhafar allra bikarmeistara- titla, utan eins, þetta sama keppnistímbil. Aðalstjórn Keflavíkur, íþrótta- og ung- mennafélags, efndi til samfagnaðar á þess- um tímamótum og var foreldrum og for- ráðamönnum stúlknanna, fyrstu Íslands- meisturum Keflavíkur í körfuknattleik kvenna í efsta flokki, Dorrit Moussaieff forsetafrú og fulltrúum Körfuknattleiks- sambands Íslands boðið til samsætis. Forsetafrúin lék á als oddi og það voru síðan fyrirliðar flokkanna sem afhentu frú Dorrit keppnistreyju Keflavíkur með nafni hennar á og númerinu 8 sem stendur fyrir fjölda Íslandsmeistaratitla. Einstæður árangur kvennaflokka Keflavíkur í körfuknattleik: Handhafar allra Íslandsmeistaratitla Fyrstu Íslandsmeistarar Keflavíkur í körfu- knattleik kvenna í efsta flokki 1988 voru heiðursgestir. Jón Kr. Gíslason, sem var þjálfari 88-liðsins, og Jón Halldór Eðvalds- son, þjálfari meistaraflokks kvenna á síð- asta tímabili, voru sæmdir heiðurssilfur- merki félagsins. Jón Halldór var fjarver- andi. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykja- nesbæjar, Hannes Þ. Jónsson, formaður KKÍ, og Gunnar Jóhannsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, ávörp- uðu samkomuna. Tríó Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lék nokkur lög. Tríóið er skipað þannig: Esther Elín Þórðardóttir á fiðlu, Karítas Lára Rafnkelsdóttir á víólu og Salka Björt Kristjánsdóttir á celló. 9. flokkur 8. flokkur 7. flokkur MB flokkur Meistaraflokkur 10. flokkur Unglingaflokkur Stúlknaflokkur

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.