Skinfaxi - 01.05.2011, Blaðsíða 30
30 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Úr hreyfingunni
Hafðu samband við okkur í síma 444 7000, á arionbanki.is
eða komdu í næsta útibú. Við tökum vel á móti þér.
Það skiptir máli að þekkja landið sitt.
Þess vegna erum við hjá Arion banka stolt
af nýja kortinu sem Arion banki gefur út í
samstarfi við Skógræktarfélag Íslands.
Kortið heitir „Rjóður í kynnum“ og er gefið
út í tilefni af því að árið 2011 er alþjóðlegt
ár skóga.
Á kortinu er að finna upplýsingar um 50
útivistarskóga um land allt, meðal annars
GPS-hnit, lýsingu á hverjum skógarreit auk
upplýsinga um aðstöðu og þjónustu. Með
kortinu getum við kynnst landinu okkar
betur og notið þess enn frekar að vera á
Íslandi.
Þú getur nálgast þitt eintak af kortinu
endurgjaldslaust í útibúum Arion banka, á
upplýsingamiðstöðvum ferðamála,
garðplöntusölum og víðar.
Gleðilegt
ferðasumar
Ársþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka, HHF:
Lilja Sigurðardóttir nýr formaður Hrafna-Flóka
Ársþing Héraðssam-
bandsins Hrafna-Flóka
var haldið í félagsheim-
ilinu á Patreksfirði 19.
apríl sl. Þingforseti var
Hróðný Kristjánsdóttir,
en hún er einnig formaður HHF.
Í skýrslu formanns kom fram að starf-
semi sambandsins var hefðbundin á síð-
asta ári. Tekið var þátt í öldungamóti í
blaki, haldin sparkvallarmót í knattspyrnu
fyrir börn og unglinga og tekið þátt þátt í
verkefninu Fjölskyldan á fjallið, en gengið
var á Geirseyrarmúla.
Héraðsmót var haldið á Bíldudal og 19
börn og unglingar og fjölskyldur þeirra
tóku þátt í Unglingalandsmótinu í Borgar-
nesi í fyrrasumar.
KSÍ hélt námskeið í knattþrautum og
leikjum á svæðinu um mitt síðasta sumar.
Farið var í keppnisferð í knattspyrnu til
Bolungarvíkur og endað á að taka þátt í
drulluboltamóti barna á Ísafirði þar sem
lið HHF fór með sigur af hólmi.
Niðurstaða reikninga sambandsins var
góð og eiginfjárstaða sambandsins er sterk.
Formenn deilda fóru yfir starfsskýrslur
sinna deilda og er öflugt starf í gangi á
svæðinu fyrir börn og fullorðna. Helstu
íþróttagreinar eru frjálsar íþróttir, körfu-
bolti og knattspyrna. Haldnir voru fjöl-
skyldudagar, göngudagur, grillveislur o.fl.
Sameiginleg mót voru haldin á svæðinu
fyrir börn og unglinga en einnig var farið í
keppnisferðir til annarra svæða á landinu.
Nýtt félag fékk aðild
Nýtt félag, Körfuknattleiksliðið Patrekur,
fékk aðild að HHF á þinginu.
Á þinginu var kosin ný stjórn og á auka-
þingi þann 9. maí var Lilja Sigurðardóttir
kjörin formaður í stað Hróðnýjar Kristjáns-
dóttur sem gaf ekki kost á sér til endur-
kjörs.
Gestir þingsins voru Helga G. Guðjóns-
dóttir, formaður UMFÍ, og Sæmundur
Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ.
„Þetta er búinn að vera fínn og lærdóms-
ríkur tími. Ég hafði ekki tök á því að sinna
starfinu sem skyldi og því er gott að finna
nýjan formann sem hefur góðan tíma til
að taka þetta starf að sér. Ég er búin að
læra mikið í formennskunni og kynnast
mörgu góðu fólki,“ sagði Hróðný Kristjáns-
dóttir, fráfarandi formaður.
Lilja Sigurðar-
dóttir, nýr formað-
ur Hrafna-Flóka.