Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2011, Qupperneq 31

Skinfaxi - 01.05.2011, Qupperneq 31
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 31 Frjálsíþróttaskóli Ungmennafélags Íslands var haldinn í fjórða sinn í sumar og voru haldin námskeið á fjórum stöðum víðs vegar um landið. Námskeiðin fóru fram á þremur stöðum dagana 20.–24. júní, en námskeiðið á Sauðárkróki var haldið 18.–22. júlí. Frjálsíþróttaskólinn var fyrst haldinn árið 2008 á þremur stöðum á landinu; í Borgarnesi, Sauðárkróki og á Egilsstöðum. Nú í ár var frjálsíþróttaskóli Ungmennafélags Íslands haldinn í Borgar- nesi, á Selfossi, Egilsstöðum og Sauðár- króki. Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður ung- mennum á aldrinum 11–18 ára. Ungmenn- in koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjáls- um íþróttum. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöld- vökur. Gjaldið fyrir vikuna árið 2011 var 15.000 kr. á ungmenni. Allt var innifalið í verðinu þ.e. kennsla, fæði og gisting. Ungmennafélag Íslands hefur yfirum- sjón með framkvæmd skólans og annast sameiginlega kynningu á starfseminni. Sambandsaðilar á því svæði þar sem skól- inn er haldinn hverju sinni sjá um að finna kennara og aðstoðarmenn til starfa við skólann. Lagt var upp með að hafa fag- menntaða kennara í kennslu á hverjum stað til að tryggja sem besta kennslu fyrir ungmennin. Námskeiðin gengu alls staðar mjög vel fyrir sig og voru ágætlega sótt. Þátttakend- ur lýstu á öllum stöðunum yfir mikilli ánægju og margir eru staðráðnir í því að mæta aftur næsta sumar. Þjálfarar við skólann í Borgarnesi voru Bjarni Traustason, Unnur Jónsdóttir, Íris Frjálsíþróttaskóli UMFÍ haldinn í fjórða sinn: Góð þátttaka víðast hvar Grönfeld og Ingimundur Ingimundarson. Um 40 krakkar sóttu námskeiðið í Borgar- nesi. Ólafur Guðmundsson og Fjóla Signý Hannesdóttir voru þjálfarar skólans á Sel- fossi en þar voru þátttakendur 15 talsins. Þjálfarar við skólann á Sauðárkróki voru Árni Geir Sigurbjörnsson og Gunnar Sig- urðsson. Lovísa Hreinsdóttir, Anna Katrín Svavarsdóttir, Elín Rán Björnsdóttir og Mekkin Guðrún Bjarnadóttir voru þjálfar- ar við skólann á Egilsstöðum. Hildur Bergs- dóttir var skólastjóri og sá um skipulagn- ingu. Þátttakendur voru tólf, víðs vegar að af Austurlandi. Frá námskeiði Frjálsíþróttaskóla UMFÍ í Borgarnesi. Frá námskeiði Frjáls- íþróttaskóla UMFÍ á Egilsstöðum. Frá námskeiði Frjálsíþróttaskóla UMFÍ á Egilsstöðum. Frá námskeiði Frjálsíþróttaskóla UMFÍ á Selfossi.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.