Skinfaxi - 01.05.2011, Síða 32
32 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Úr hreyfingunni
Aðalfundur Ungmennafélagsins Fjölnis:
Við erum stolt af því að tengjast UMFÍ
Niðurstöður stefnumót-
unarvinnu fyrir Ung-
mennafélagið Fjölni voru
kynntar á aðalfundi
félagsins í Dalhúsum þann
14. apríl sl. Þar kom fram
skýr vilji félagsins til að
skilgreina sig áfram sem
ungmennafélag og tengjast UMFÍ. Stjórn
félagsins var endurkjörin á fundinum.
Grunngildi hinnar nýju stefnumótunar
eru: „Virðing, heilbrigði, stolt, samkennd,
metnaður og gaman.“ Í máli Jóns Karls
Ólafssonar formanns kom fram að við
stefnumótunarvinnuna hefði komið skýrt
fram að félagsmenn væru stoltir af því að
skilgreina sig sem ungmennafélag og
tengjast UMFÍ. Þannig yrði það áfram.
Jón Karl var einn í framboði til formanns
og var endurkjörinn. Sömu sögu er að
segja af hinum sex aðalmönnunum í stjórn.
Þungt hefur verið í ári í rekstri félagsins frá
efnahagshruninu 2008. Töluvert tap var á
rekstrinum á seinasta ári og leitað er leiða
til að snúa honum á rétta braut. Vegna
niðurskurðar hjá Reykjavíkurborg var hætt
við byggingu nýrrar íþróttaaðstöðu við
Spöngina en ýmsar hugmyndir eru uppi
um aðstöðu til að tryggja öllum flokkum
Fjölnis sína æfingatíma.
Gunnar Gunnarsson, varamaður í stjórn
UMFÍ, sat aðalfundinn og afhenti Kristjáni
Gauki Kristjánssyni starfsmerki hreyfingar-
innar. Kristján Gaukur hefur starfað fyrir
karatedeild félagsins frá árinu 2004. Hann
situr enn í stjórn deildarinnar og tók ný-
verið sæti í stjórn handknattleiksdeildar-
innar. Árum saman hefur hann unnið
mjög óeigingjarnt starf fyrir félagið og er
ávallt boðinn og búinn til starfa.
Á aðalfundi félagsins voru veitt gull- og
silfurmerki fyrir vel unnin störf. Ragnar
Þórir Guðgeirsson, fyrrum formaður
Fjölnis, var sæmdur gullmerki og silfur-
merki fengu Kristján Gaukur Kristjánsson,
karate, Stefán Jóhannsson, frjálsar íþróttir,
Óskar Hlynsson, frjálsar íþróttir, Karola M.
Frank, tennis, og Anna Podolskia, tennis.
Gunnar Gunnarsson
í varastjórn UMFÍ
(t.h.) afhenti Kristjáni
Gauki Kristjánssyni
(t.v.) starfsmerki
UMFÍ.
Aðalfundur Ungmennafélagsins Skipaskaga, USK:
Anna Bjarnadóttir endurkjörin formaður
Aðalfundur Ungmenna-
félagsins Skipaskaga var
haldinn 31. mars sl. á
Jaðarsbökkum á Akranesi.
Helga Guðrún Guðjóns-
dóttir, formaður UMFÍ, og
Sæmundur Runólfsson, framkvæmda-
stjóri UMFÍ, sátu fundinn. Að sögn Önnu
Bjarnadóttur, sem var endurkjörinn for-
maður á aðalfundinum, var farið yfir starf-
semina sem tókst vel á síðasta starfsári,
auk annarra mála sem lágu fyrir fundin-
um. Með Önnu í stjórn eru Skafti Stein-
ólfsson, gjaldkeri, og Gunnar Högnason,
ritari.
Á aðalfundinum voru veittir styrkir og
fengu þá línudanshópurinn Silfurstjarnan,
íþróttahópurinn Feban, sem skipaður er
eldri borgurum, og Jófríður Ísdís Skafta-
dóttir frjálsíþróttakona.
Frá aðalfundi Skipaskaga á Akranesi. Frá vinstri Skafti Steinólfsson, gjaldkeri, Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri
UMFÍ, Gunnar Högnason, ritari, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Anna Bjarnadóttir, formaður Umf. Skipaskaga.