Skinfaxi - 01.05.2011, Page 35
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 35
Úr hreyfingunni
Aðalfundur Ungmennafélags Njarðvíkur, UMFN:
Hilmar Hafsteinsson sæmdur gullmerki UMFN
Aðalfundur UMFN var
haldinn 11. maí sl. og var
vel mætt á fundinum
sem haldinn var í Íþrótta-
miðstöðinni í Njarðvík.
Stefán Thordersen formaður flutti skýrslu
stjórnar og Ágústa Guðmarsdóttir gjald-
keri lagði fram reikninga félagsins sem
voru samþykktir. Helga Guðrún Guðjóns-
dóttir, formaður UMFÍ, og Björg Jakobs-
dóttir, varaformaður UMFÍ, sátu þingið.
Æðsta heiðursmerki UMFN, gullmerki
með lárviðarsveig, hlaut Hilmar Hafsteins-
son fyrir fótbolta, handbolta, körfubolta
og stjórnarstörf. Gullmerki UMFN fengu
Jón Bjarni Helgason fyrir sund, körfubolta
og stjórnarstörf, Hermann Jakobsson fyrir
körfubolta, kraftlyftingar og stjórnarstörf,
Ólafur Thordersen fyrir handbolta, fótbolta
og stjórnarstörf. Þá var Stefán Sturla
Svavarsson lyftingamaður kjörinn íþrótta-
maður UMFN 2010. Nýja stjórn UMFN
skipa eftirtaldir: Stefán Thordersen, for-
maður, Þórunn Friðriksdóttir, varaformað-
ur, Anna Andrésdóttir, ritari, Ágústa
Guðmarsdóttir, gjaldkeri, og Hermann
Jakobsson, meðstjórnandi. Varastjórn
skipa Ólafur Eyjólfsson og Sigríður H.
Ragnarsdóttir.
Frá aðalfundi UMFN
sem haldinn var í
íþróttamiðstöðinni í
Njarðvík.
Sannkallaður tímamótasamningur var
gerður milli Strandabyggðar og Héraðs-
sambands Strandamanna á dögunum.
Samningurinn er til eins árs og snýst um
að tómstundafulltrúi Strandabyggðar,
Arnar Snæberg Jónsson, taki að sér fram-
kvæmdastjórn sambandsins til 1. apríl
2012. Arnar er tómstunda- og félags-
málafræðingur frá Háskóla Íslands en
hann mun sinna starfinu í 10% stöðu á
ársgrundvelli ásamt öðrum störfum tóm-
stundafulltrúa. Mörg undanfarin ár hafa
framkvæmdastjórar Héraðssambandsins
starfað í þrjá mánuði yfir sumarið, oftast
í 50% starfi, en nýja samkomulagið gerir
sambandinu kleift að efla starfið utan
Tímamótasamningur milli HSS og Strandabyggðar
Arnar Snæberg Jónsson, framkvæmdastjóri HSS.
sumarsins. Sérstaklega er litið til þess að
efla upplýsingagjöf, kynningu, samskipti
og aðstoð við aðildarfélög HSS, UMFÍ og
ÍSÍ auk þess sem framkvæmdastjórinn
sinnir skipulagningu fyrir mót og kynn-
ingu á úrslitum eftir þau.
„Við erum mjög ánægð með þennan
samning en hann eflir bara starfið og
bætir upplýsingaflæðið. Á þinginu var
rætt um sameiginlegt sundmót með
Reykhólasveitinni í sumar og eins að opna
héraðsmótin í frjálsum. Þá geta nágrann-
ar okkar tekið þátt í mótinu sem fullgildir
þátttakendur. Samgöngur hafa batnað
mikið og þær ýta undir öflugra starf,“
sagði Vignir Örn Pálsson, formaður HSS.
Elín Sigurborg Harðar-
dóttir tók við starfi
framkvæmdastjóra HSÞ
þann 1. apríl sl. Hún tók
við af Sveini Aðalsteins-
syni sem gegnt hafði
starfinu sl. tvö og hálft ár. Elín Sigurborg
er Bolvíkingur en flutti norður fyrir um 6
árum síðan.
Spennandi verkefni
„Þetta er spennandi verkefni og frábært
að geta tengt vinnu og áhugamál, sem
er íþróttir, svona saman. Forvarnir eiga
Elín Sigurborg nýr framkvæmdastjóri HSÞ
líka hug minn allan en ég er einnig í
hlutastarfi sem næringarráðgjafi hjá
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.“
Elín Sigurborg býr í um 14 km fjar-
lægð frá Húsavík og hjólar til og frá
vinnu þegar veður leyfir. Ómar Bragi
Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ, var í
heimsókn hjá Þingeyingum fyrir stuttu
og fór yfir ýmis mál með heimamönn-
um sem eru stórhuga að vanda.
Elín Sigurborg Harðardóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri HSÞ, ásamt
Sveini Aðalsteinssyni, fráfarandi framkvæmdastjóra.