Skinfaxi - 01.05.2011, Qupperneq 46
46 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Úr hreyfingunni
Ársþing Ungmennasambandsins Úlfljóts, USÚ:
Matthildur Ásmundardóttir kjörin formaður
Ársþing Ungmennasam-
bandsins Úlfljóts, USÚ, var
haldið á Höfn í Hornafirði
14. apríl sl. Ragnhildur
Einarsdóttir lét af for-
mennsku og í hennar stað
var Matthildur Ásmundardóttir kjörinn for-
maður. Aðrir í stjórn voru kosin þau Ólöf
Þórhalla Magnúsdóttir, ritari, og Sigurður
Óskar Jónsson, gjaldkeri.
Sæmundur Runólfsson, framkvæmda-
stjóri UMFÍ, sat þingið og veitti þeim Ólöfu
Þórhöllu Magnúsdóttur og Valdemari
Einarssyni starfsmerki UMFÍ. Á þinginu var
samþykkt forvarnastefna USÚ og einnig
var samþykkt að sækja um Unglingalands-
mót UMFÍ sem haldin verða 2013 og 2014.
Sveinbjörgu Zophoníasdóttur, sem
keppir undir merkjum USÚ og er ein efni-
legasta frjálsíþróttakona landsins, var
veittur styrkur að upphæð 500 þúsund
krónur til æfinga og keppni.
Frá vinstri: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, Ólöf Þórhalla
Magnúsdóttir, Valdemar Einarsson og Ragnhildur Einarsdóttir, fráfarandi
formaður USÚ.
Velkomin
á Selfoss
verslunarmannahelgina
3.–5. ágúst 2012
Á mótinu verður m.a. keppt í: Dansi, frjálsum íþróttum, golfi,
glímu, hestaíþróttum, íþróttum fatlaðra, knattspyrnu, körfu-
bolta, mótokross, skák, sundi og taekwondo.
Ragnheiður Einarsdóttir, fráfarandi formaður,
(t.v.) og Matthildur Ásmundardóttir, nýkjörinn
formaður USÚ (t.h.).