Organistablaðið - 01.12.1977, Síða 3

Organistablaðið - 01.12.1977, Síða 3
heftin voru prentuð oftar en einu sinni og þá með breyting- um. 1883 Leiðarvísir um notkun á raddfærum mannsins. Inngangur til almennrar söngfræði. 1885 Kirkiusöngsbók með fjórum röddum og 1889 Viðbætir við hana. Guðmundur Gamalíelsson gaf út 2. útgáfu af Kirkjusöngs- bókinni 1906 endurskoðaða af Sigfúsi Einarssyni. 1873 Andvarp. Þetta er sönglag, sarnið 1872, gefið út einraddað, ljóðið er eftir Árna Gíslason en Einar Þórðarson prentaði, og skal þess þá einnig getið að Einar prentari Þórðarson prentaði fyrstu söngrit Jónasar en hin síðari eru prentuð ýmist í Isafoldarprentsmiðju, Aldarprentsmiðju eða Guten- berg. Loks er rétt að geta um einblöðung sem í skrá Landsbóka- safnsins er kallaður ,,Um nótnastreng“. Þetta virðist ekki vera úrtak eða sérprentun úr bók, en geta mætti sér þess til að þessi fáu atriði, sem á blaðinu eru, (1. Um nótna- streng, nótnanöfn og nótnalykla; 2. Um aukastrik; 3. Um gildi nótna og þagnarmerkja; 4. Um tengiboga og punkta; 5. Um tríólur; 6. Um tónflutningsmerki; 7. Um framburðar- tákn; 8. Lestraræfing) hafi verið notuð eða ætluð til notk- unar á söngæfingum. Jónas samdi nokkur falleg sönglög og munu flest þeirra vera prentuð í söngheftum hans. Urðu mörg þeirra mjög vinsæl og sum þeirra halda velli enn þann dag í dag. P.H. ORGANISTABLAÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.