Organistablaðið - 01.12.1977, Page 4
BJORN JAKOBSSON
Minningarorð.
Björn Jakobsson var fæddur á
Varmalæk í Borgarfirði 5. júní
1894. Hann var yngstur fimm
barna hjónanna Jakobs Jónsson-
ar og Herdísar Sigurðardóttur,
sem þar bjuggu.
Hann ólst upp hjá foreldrum
sínum á Varmalæk, var vetrar-
tíma við nám í Reykjavík og í
eldri deild Hvítárbakkaskóla vet-
urinn 1911—’12. Var heima til
vorsins 1920 er hann réðst að
Hvítárbakkaskóla sem ráðsmaður
við bú skólans og jafnframt
kennari í eitt ár. Lét þá af ráðs-
mennskunni, en var áfram kenn-
ari til vorsins 1926. Ári síðar kvæntist hann Guðnýju Kristleifs-
dóttur frá Stóra-Kroppi. Flutti hann þangað og átti þar heima til
ársins 1952, er hann flytur aítur heim að Varmalæk.
Konu sína missti Björn árið 1932.
Hann gerist kennari við Reykholtsskóla og gegnir því starfi til
sjötugsaldurs. Vann þá oftast við búskap á sumrin.
Flutti í Borgarnes árið 1964 og tók þá að sér útgáfu á riti f. h.
Kaupfélags Borgfirðinga, „Kaupfélagsritinu”, og gegndi því starfi
til æviloka. Síðustu ár sín var Björn á Dvalarheimili aldraðra í
Borgarnesi. Hann andaðist 17. ágúst 1977.
Björn var fremur lágur vexti, grannur og léttur í hrevfingum.
Hann var bráðgreindur og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum. Hann var góðum hæfileikum búinn, hafði ríka tónlistar-
gáfu, prýðisvel ritfær, bráðhagur í höndum og kappið og ákafinn
við þau verk sem hann vann var einstakt.
Skólaganga Björns varð ekki löng miðað við hvað nú tíðkast. Skóli
hans var fyrst og fremst uppeldi í hópi systkina hjá foreldrum sín-
um, sem bæði voru af hinum merkustu ættum úr sveitum Borgar-
4 ORGANISTABLAÐIÐ