Organistablaðið - 01.12.1977, Side 22
Söngfélagið teygði nú arma sína lengra suður á bóginn, allt suður
í Tjarna-þorp. Varð félagið nokkuð fjölmennt og átti dágóðum söng-
kröftum á að skipa. Voru æfð og sungin flest helztu lögin úr söng-
heftum Jónasar Helgasonar og allmörg lög úr erlendum bókum.
Síra Jónasi Jónassyni voru veitt Grundarþing árið 1884. Hann
var, sem kunnugt er, mikill fræðimaður og listhneigður, vildi styðja
hverja góða viðleitni og varð brátt mjög vinsæll í söfnuðum sínum.
Reyndist hann söngfélaginu haukur í horni. Hann fylgdist með starf-
semi þess og var jafnan hoðinn og búinn að þýða eða frumsemja
ljóð undir lög, er félagið tók til meðferðar. Lifa sumir þeir textar
á vörum manna enn í dag. Sjaldan söng félagið opinberlega fyrir
áheyrendur, en þó har það við. Man eg sérstaklega eftir samkomu,
sem eitt sinn var efnt til á Ongulsstöðum. Þar flutti síra Jónas
fyrirlestur „Um fegurð“, en félagið söng bæði einsöngslög og kór-
lög undir stjórn Sigtryggs.
Þegar Sigtrvggur hóf skólanám í Reykjavík, aflaði Jón Arason á
Þverá sér kunnáttu í orgelleik fyrir áeggjan hans. Jón tók síðan við
kórstjórn í Kaupangskirkju og hélt uppi um langt skeið sönglífi í
sveitinni.
(Bernskuminningar Kristins á Núpi — Menn og minjar IX. RV.1960)
2. ÚR ENDURMINNINGUM SIGURÐAR ÁRNASONAR
Rímnakveðskapur og húslestrar.
Af því, sem vanalega fór fram í baðstofunni, eru kvöldvökurnar,
með sögulestri, rímnakveðskap og húslestrum, mér minnisstæðastar.
Einn húskarlanna hafði það virðulega starf að lesa sögur og kveða
rímur fólkinu til skemmtunar.
Allir höfðu hina mestu ánægju af sögulestrinum og rímnakveð-
skapnum.
Ég held að kvöldvakan hafi verið aðal ánægjustund heimilisfólks-
ins, og sögulestur og rímnakveðskapur bæði menntandi og áreiðan-
lega hressandi skemmtun.
Alltaf var sálmur sunginn fyrir og eftir hugvekjulesturinn. Á
föstunni Passíusálmarnir. Og kæmi það fyrir, sem fátítt var, að
22 ORGANISTABLAÐIÐ