Organistablaðið - 01.12.1977, Side 23

Organistablaðið - 01.12.1977, Side 23
lestur félli niður eitthvert kvöldið, var sálmurinn, sem þá átti að syngjast, sunginn kvöldið eftir, auk sálmanna, sem sungnir voru, og tilheyrðu þessa dags hugvekju, en hugvekjan frá deginum áður, látin falla niður. I endalok föstunnar, eða þegar síðasti Passíusálm- urinn var sunginn, var alltaf þríendurtekið síðasta versið ,,Dýrð, vald, virðing", o. s. frv., og var ekki lítill aukahátíðleiki, sem því fylgdi. Á jólunum var uppáhaldssálmurinn: „Heilög jól höldum í nafni Krists“, og var það vers eitthvað álíka vinsælt, og oft með farið, og nú t. d. sálmurinn: „Heims um ból“. Húslestrarnir fóru alltaf þannig fram, eftir því, sem mig bezt minnir: Fyrst var sálmur sungínn. Forsöngvari byrjaði, vmist var það sá, sem las eða einhver heimilismanna, sem var sérstaklega lagviss. AUir tóku undir. Þar næst var guðspjallið lesið, að því búnu, mælti lesarinn frá eigin brjósti: „Svo mörg eru þau heilögu orð“. Þá var hugvekjan lesin. Að því búnu hafði lesarinn yfir Faðirvorið og blessunarorðin. Næst var sálmur sunginn. Að söngnum loknum hneigðu allir sig í bæn, með hönd fyrir augum, og sátu þannig nokkra stund hljóðir, þar til lesarinn signdi sig, og sagði um leið, í hátíðlegum rómi: „Guð gefi oss öllurn góðar stundir, í Jesú nafni“. Signdu sig þá allir, og sögðu nálega í einum kór: „Þakka þér fyrir lesturinn“. Á árum mínum í Hænuvík, eða til 12 ára aldurs, var alltaf á sunnudögum lesið í Vídalínspostillu. Ég hafði nú, satt að segja, lítil not þeirra prédikana, því þær eru víst fremur þungskildar börnum, og mun þá hugurinn hafa leitað í vmsar áttir. En sálmarnir og söngurinn höfðu sérstaklega góð áhrif á mig. Eg lærði marga sálma í heild. Og þegar ég tek mér nú í hönd sálmabókina mína frá þeim tímum — sem faðir minn átti — koma þessir sálmar eins og fljúg- andi upp í fangið á mér, með fögnuði og kærum endurminningum í hverju versi. Sýslumenn og kaupmenn á Eyrum. Á Eyrurn (Vatneyri og Geirseyri) voru mestu stórmenni sveitar- innar — að minnsta kosti í orði kveðnu. — Þar voru þeir kaup- ORGANISTABLAÐIÐ 23

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.