Organistablaðið - 01.12.1977, Side 29
Brot af laginu ,,America“ kemur í kanon milli vinstri og hægri
handar, en hljómfræðilega séð virðist pedalröddin hvergi eiga heima,
þó að hún sé í sömu tóntegund og vinstri handar raddir. Annars er
millispilið eitt af þeim köflum sem faðir Ives fyrirbauð honum að
leika á tónleikum í New York, því að það væri ekki hæft til flutn-
ings í kirkju: drengir mundu hlæja að því og vera með hávaða!
I 3. tilbrigði fer Ives fyrst reglulega að skemmta sér, þá kemur
hann með laglínuna í, eins og einn gagnrýnandi sagði einu sinni „en
höstgilde hop-sa-sa!“ (eins og í réttunum? þýð.). 4. nótnadæmi. Lag-
Var. III Allegro
ifr&H í ^ nj m V. *
* t ii>h —tí-J—!—1 ——1—&
4. dæmi.
línan kemur tvisvar í 3. tilb., í 2. sinn eru sextándupartahlaup í undir-
spilinu. En það er nú ekki allt gamanið búið með því! Fjórða til-
brigði, sem Ives kallar polanaise líkist meira spænskum dansi, það
vantar bara kastaníetturnar! Hér kemur lagið í heild og síðan seinni
hlutinn endurtekinn (IV2), og þá með fuglskvaki. 5 nótnadæmi.
'VW fe/J ilj ].■■ ■ h- iÉ. . J '(-■ - ■■ — MM 1 K -1
WtffffT Hlll Í l S
5. dæmi
Aftur millileikur í tveim tóntegundum samtímis, þar er notaður
efniviður úr seinni hlutanum af „Ameríka“ og leitt út í 5. og síð-
asta tilbrigði.
Fimmta tilbrigði gerir mestar kröfur til pedaltækni organleikarans
ORGANISTABLAÐIÖ 29