Organistablaðið - 01.12.1977, Side 43

Organistablaðið - 01.12.1977, Side 43
þulur, Iver Holter, fram á völlinn og var honum tekið með miklum fögnuði af söngmönnum og áheyrendum. Staðnæmdist hann fyrir framan „herinn“ — við hliðina á söngstjórapallinum, því að honum mun ekki hafa litizt á að ráðast þar til uppgöngu, enda var pallur- inn hár nokkuð. Hentu menn gaman að, en þó græskulaust. „Hern- um“ stjórnaði hann síðan röggsamlega, eins og ungur væri.“ — (Helstu tónverk I.H.: Sinfonía í F-dúr; Donna Júlía, opera; Götz v. Berlichingen, leikhústónverk; strokkvartett í G-dúr; fiðlukonsert; fiðlurómansa; karlakórslög; kantötur). Per Steenberg (1870—1947) þessi stórlærði maður í kontra- púnkti og kirkjusöng varð læri- faðir margra norskra organleik- ara í þeim fræðum. Kóralbók P. S. kom út 1947, hafði hann nýlokið við handritið er hann lést. Asbjörn Hernes prestur, Rolf Karlsen, sem þá var organ- leikari við Róa-kirkju, en er nú dómkirkjuorganleikari í Osló, og dómkirkjuorganleikararnir Lud- vig Nielsen og Arild Sandvold sáu um útgáfuna en bókin er gefin út af Harald Lycke & Co. í Drammen og er sú útgáfa fög- ur. (Helstu tónverk P.S.: Kirkjukantata; kantata við kirkjuvígslu; 4 kirkekor f. gudstjenesten; Fúga yfir sálmalagið „Vakna, Síons verð- ir kalla"; Fedrelandshymne; Adagio religioso; prelúdíur, fúgur o. fl. f. orgel). P. H. ORGANISTABLAÐIÐ 43

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.