Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 5
Þetta orti Jón Thoroddsen á sínum tíma um dvöl íslenzkra námsmanna úti þar. Og nú lendir vélin á Kastrup-flugvelli, en þar er skipt um vél. Þurfum viðaðbíða þarna í nokkra klukkutíma, en meðan við bíðum, erfariðað æfa lög, sem við erum með á nótum. Stjórna organistar söngnum til skiptis, karlar og konur. Þettastyttir biðina. Loks kemur að brottför og er núfariðeftir löngumgangi. Þarna þurftum við að sýna skilríki okkar, gefa upp hvað við hefðum mikla peninga meðferðis. Fáum þar til gert eyðublað, sem viðáttum aðgeyma, til aðsetjaá hvaðviðeyddum miklu í því landi, er við vorum aðfara til, og geta sýnt það við brottför, ef krafist yrði. Far- angurinn, sem við höldum á, er gegnumlýstur’, farið utaní okkur með leitartæki, og það tekur að góla utaní mér. Mér sýndist vörðurinn verða ófrýnn á svip. ,,Þú verður að opna töskuna þína," segir einhver nærstaddur. Þaðgeri ég. „Þetta eru bara gleraugun mín," segi ég á íslenzku, þríf þau upp og sýni verðinum, en hann brosir, og ég fæ að halda áfram. Við höldum þarna gegnum löng göng, þau lengstu er ég hefi í komið. („Hvar í heimi skyldi maður koma upp þegar þetta er á enda," varð mér að orði). En loks enda göngin og við tekur stór flugvél, sem flýgur með okkur áfram til Austur- Berlínar. Það er skýjað loft, við sjáum ekki til jarðar. Er til Berlínar kemur, bíður okkar heilmikil skriffinnska, við verðum að afhenda vegabréfin okkar, fáum í staðinn eyðublöð ítvíriti, sem viðeigum að útfylla, en allar lesningareru á þýsku. Við sem kunnum hana ekki erum'/heilt vitleys", eins og Færeyingar myndu kalla það. En þeir sem þýskuna kunna s.s. Haukur, Jónas Ingimundarson, sem er honum til aðstoðar og María Eðvarðsdóttir frá Hrísadal, (en hún er þýsk að uppruna) og dóttir hennar, sem er með í ferðinni o.fl.,sem kunna málið, hjálpa okkur. Svö förum við inn í gráan, þröngan gang. Þar er það sem við höldum á gegn- umlýst og farið með leitartæki utaní okkur. Á endanum komast allir í gegn og þarna afhendum við annað eintakið af eyðublaðinu sem við útfylltum. Við verð- um fegin, er þessu er lokið. Er við komum þarna, kom kona til móts við okkur frá ferðaskrifstofu rikisins í A.-Þýzkalandi. Hún var leiðsögumaður okkar, alla vik- una, sem viðdvöldum í A.-Þýzkalandi. Ingiborg heitir hún, geðþekk kona, veit eigi hennar ættar- eða föðurnafn. Hún er þýsk, en Haukur og María túlkuðu. Nú var haldið inn ástórt hótel, þarsem viðfengum matervar bæði mikill oggóð- ur. Þar næst var stigið upp í stóra rútu, (sem við komumst reyndar öll íþóekki væri sæti fyrir nema 45 manns), og nú lá leiðin til Leipzig. Þetta er 3 klst. ferð. Það er orðið dimmt (þarna eru vorkvöldin ekki björt, eins og heima). Þótt farið sé að dimma, sjáum við að þarna er sumariðkomið, blóm ogtré ífullum skrúða. Þarna eru víða stórar trjáþyrpingar og liggur vegurinn gegum þétt trjágöng, en landið þarna er fremur slétt. Það er kátt og fjörugt í bílnum, mikið sungið og gert að gamni sínu. Komum til Leipzig seint um kvöldið. Enn þurftum við að útfylla eyðublöð, allar lesningar á þýzku, voru sumir búnir aðfá nóg af þessu, en loks tók þetta enda og komumst við smátt og smátt til herbergja okkar. Hótelið okkar heitir Interhotel Astoria, gríðar- stórt, á mörgum hæðum og förum við í lyftum til og frá herbergjum okkar. Vargott að komast í gott rúm eftir langa ferð. Við erum tvær saman á herbergi þarna. — Þarna eru langir gangar, maður þarf að passa sig að villast ekki. ORGANISTABLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.