Organistablaðið - 01.10.1980, Qupperneq 6

Organistablaðið - 01.10.1980, Qupperneq 6
Þorkell Sigurbjörnsson Enn um "Viðbætinn" Mikill fengur var grein Dr. Hallgríms Helgasonar í seinasta Organistablaði, "Kóralbók eða prentvillu-paradís". Undirritaður tekur heils hugar undir þá athugasemd, að mjög hafi skort "á efnislega greinargerð fyrir útgáfum" í blaðinu hingað til. Vonandi markar grein Dr. Hallgríms þáttaskil ( þessum efnum nú. Rúmur hálfur áratugur er liðinn, síðan það kom í minn hlut að fylgja Viðbæti sálmasöngbókar úr hlaði með nokkrum formálsorðum. Með því aðgaumgæfa þau orð, hygg ég, að skýring á niðurröðun laga og lagavalinu sjálfu fáist. Nefndarmönnum fannst m.a. ekki "sjálfsagt" að raða lögum eftir tilgangi ( eins og Dr. Hallgrímur mælir með), heldur eftir númeraröð Sálmabókarinnar 1972, svo dæmi sé tekiö. Skoðanir nefndarmanna á einstaka „tímaskökkum" lögum eða s.k. "kristilegum dægurlögum" voru léttvægar gagnvart þeirri staðreynd, að þessi "forkastanlegu" lög eru notuð og þurfa því að vera til á nótum. Þaö var m.ö.o. ekki hlutverk útgáfunefndarinnar að dæma smekk safnaða, kóra, presta, organista, sálmaskálda eða þýðenda. Það er svo auðvitað síkvikt umhugsunarefni, langt út fyrir þennan ramma, hvað ræður lagavali yfirleitt - og þá ekki síst í kirkjum landsins. Dr. Hallgrímur er mjög afdráttarlaus í dómum sínum um hljómsetningar fjölda laga í þessum Viðbæti. Þar stendur hann mjög traustum fótum með alvæpni fræðanna - og þau fræði eru e.k. samkomulag um rétt og rangt, gott og illt í meðferð radda og samhljóma. Margar þær villur, sem Dr. Hallgrímur bendir á, eru gamlir kunningjar, sem fylgt hafa ýmsum lögum frá því er nefndarmenn kynntust þeim fyrst. Aðrar voru okkur nýjar, og enn aðrar voru beinlínis af okkar völdum. Ekki treysti ég mér til að svara fyrir aðra lagasmiði eða raddsetjara, en ég get ekki umgengist lög sem hljómfræðidæmi. Fræðimennska og skáldskapur stangast oft á; barnið og foreldrið í okkur öllum. Ég man í svipinn ekki eftir geinu skáldverki, þar sem "allt er í lagi". Meir að segja dagsannar og réttar fréttir eru ekki til, nema eitthvað sé úrskeiðis. Hlutlægur dómur um listaverk fjallar því ekki um það, að "villan" sé til staðar, heldur, hver tilgangur hennar sé, hvaðan hún komi, hvert hún leiði, hvort mótvægi sé gegn henni o.þ.u.l. Ég er ekki sammála Dr. Hallgrími í því að úthrópa afdráttarlaust fallvalta fersexundarhljóma eða birgsla mönnum um kunnáttuleysi, þegar þeir velja samstígar 5-undir eða 8-undir, tvíræða mishljóma, krómatík eða önnur óþægindi. Sumt af þessu eru, frá mínum bæjardyrum, sérkennileg eða hrífandi litbrigði. Leikreglur hefðbundinnar hljómfræði og raddfærslu eru hér ekki svo sjálfsagðar í umfjöllun nýsmíða frekar en í umfjöllun smíða frá t.d. 14. öld. Nærtækt dæmi úr eigin smiðju læt ég nægja hér. Það er við orðin "þó allar heimsins raddirsyngi villt" (bls. 18). Þarfannst mér - íall hefðbundnu samhengi - skólabókardæmið um samstígar 5-undir milli alt og bassa eiga viö. Aðrir lagasmiðir hafa svo á sinn hátt haft ástæður fyrir bæði hljómvali og raddfærslu. 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.