Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 16

Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 16
í þessu verki kemur ,,háa g” í pedalnum tvisvar fyrir, en auðvelt er aðspila það áttund neðar eða á aðalverkið. I manúal kemur og ges'" g’” nokkrum sinnum fyrir, en á mörgum stöðum eru hlaup, sem fara alla leið upp á b'” og h'”. Þau má líka spila áttund neðar án þess að verkið líði til muna við það. Ross Lee Finney • <f. 1906), lærði hjá Alban Berg, Roger Session og Nadia Boulanger. Hann hefur samið konserta, sinfóníur, sónötur og ýms verk fyrir kammerorkester og aðra hljóðfæraflokka (t.d. ,,The Remorseless Rush of Time” fyrir amplified voice (ýkta rödd) S.A.T.B. og 1 3 hljóðfæri). Árið 1 957, fór Finney að skrifa fyrir orgel. Árangurinn kom í Ijós smátt og smátt - Five Fantasies for Organ, sem eru gefnar út sérprentaðar 1970 af C.F. Peters. Heiti þessara fimm tónverka (nr. 1 ,,So long as the mind keeps silentnr. 2 „There are summits without abysses", nr. 3 „Advice which the hours of darkness give" nr. 4 „The leaves on the trees spoke", nr. 5 „Each answer hides future questions") eru ekki á neinn hátt lýsing á efni þeirra og innihaldi. En hugmyndaflugið eiga menn að finna þegar þeir íhuga nöfnin. Finney fylgir að mestu algengum reglum um nótnaskrift, frávik er aðeins að hann notar engin taktstrik (með undantekningu í nr. 5). Þegar um mjög langa tóna er að ræða táknar hann það með láréttum strikum. Finney notar tólftónatæki, þó þannig að hann gefur tónalitetiðtil kynna um leið. „So long as the mind keeps silent...." byrjar með tólftónatækni. . J = ». /f- r 'j*~r ) X K n o- o - a-ca»l‘ f 4• aasiip m /\r* 7 \ *'. “(j Z', m\lt, Tr»»r<tV'(no/4') sem endurspeglast stílhreint í lokin: 16 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.