Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 11
hér, því að flestir kóralarnir eru óþekktir hér í landi. En það eru önnur verk sem mundu sóma sér vel á tónleikaskrám, svo sem t.d. „Baroques Suite" sem hann samdi 1943. Einn þátturinn er sérstaklega skemmtilegur, nefnilega sá, sem nefndur er „Rhytmic Trumpet". Formið er A B A. Við flutninginn þarf að hafa trompet í byrjuninni og í lokin og ,,ekko"-(bergmáls) tungurödd (t.d. Krummhorn eða Vox humana) í miðkaflana, og þó má í stað þess síðarnefnda nota Sesquialtera eða Cornett-hljóm. Kaflinn -þaðtekur um það bil 3 mín. að leika hann - ber keim af lúðurþyt (fanfare) og er ekki flókinn en heillandi. Norman Dello Joio (f. 1 91 3), sem lærði hjá Hindemith m.a., er þekktastur fyr- ir tónverk sín fyrir hljómsveit, píanó og kór, en 1965 samdi hann orgelverk, eftir pöntun vegna vígslu á nýju orgeli. Það heitir Laudation, og tekur ca. 7-8 mín. að leika það, og er það mjög hátíðlegt. Walther Piston (1894-1976), nemandi Nadia Boulanger, hefur, eftir því sem ég best veit, samið aðeins eitt verk fyrir orgel: Cromatiac Study on the Name of Bach. Aftur á móti hefur hann samið margar kennslubækur m.a. bæði í hljómfræði og kontrapunkti, sem mikið eru notaðar mjög víða við hærri menntastofnanir í Bandaríkjunum. Orgelverkið er stutt, krómatiskt, með eftir- líkingum (imiterende), - þáttur yfir B-A-C-H, með annarri rytmiskri skiptingu temans en við eigum að venjast (t.d. hjá Liszt). ORGANISTABLAÐID 11

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.