Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 9

Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 9
Eileen Kay Vandermark. Amerísk orgeltónlist Það lætur að líkum, að í stuttri blaðagrein er ekki hægt að gefa gaum að allri amerískri orgeltónlist. Þessvegna ætla ég að athuga í greinarkorni þessu nokkra „sælgætisbita" sem ætla mætti að leiknir yrðu á dönsk orgel. Taka verður fullt tillit til þess að ég er ekki kunnug allri amerískri orgeltónlist og það takmarkar það, sem ég vel til athugunar. Persónulegur smekkur minn hlýtur einnig aðsegja til sin og setja sín takmörk. Takmarkið er að vísa til vegar innan um það sem ég hef tínt til og tel mjög áhugavert. Með tilliti til þessa væri það til hagræðis að kaupa sér hljómplötur sem til eru með þeim verkum, sem ég fjalla um, svo að menn geti dæmt af eigin reynslu. Fáa mun langa til að kynna sér verk, ef þeir vissu að þeir hefðu að lokum ekkert upp úr því nema vonbrigðin! Ef við byrjum svona h.u.b. á byrjuninni skulum við beina athyglinni að hefti, sem heitir Early American Compositions for Organ (of the 18th and 19th centuries) safnað hefur Jon Spong og er gefið út af Albingdon Press, New York (APM-749). í þessu hefti, sem hefur sögulega þýðingu er stutt orgelverk eftir James Bremner, William BiHings, Daniel Read, Benjamin Carr, James Hewitt, Richard Atwell, Lowell Mason og George Whiting, og væri hægt að nota sum þeirra við hátíðleg tækifæri t.d. brúðkaup og fermingarskrúðgöngur. Þetta er létt tónlist, bæði að heyra og spila. Fjögur athyglisverð verk eru Variations on Sunday School Tunes (nr. 1 "Corne, Ye Disconsolate", nr.2 'There's Not a Friend like the Lowly Jesus", nr. 3 „Will there be any stars in my crown?"; nr. 4 „Shall we gather at the riv- er?"), eftir Virgil Thomson (f. 1896). Thomson lærði hjá Nadia Boulanger í París og samdi þessi verk 1926 og 1927. Sameiginlegt með þeim öllum er að fyrst er kynnt sunnudagaskólalag, síðan koma sjö stutt tilbrigði og að lokum fúga. Rytmiskt frjálsræði einkennir lögin. Thomson notar taktstrik í nótunum, en aðeins á fáum stöðum hefur hann taktvísi. Þessvegna er hann frjáls að því að hafa 3, 4, 5, 6 eða 7 slög í takti, allt eftir geðþótta. í sjöunda tilbrigði af „There's Not a Friend like Lowly Jesus" eru taktslögin á þessa leið: 4-3-3-3, 4-3-3-3, 4- 3, 3-4. Þetta virðist ekkert óvenjulegt, en svo er mál með vexti að tilbrigðið er þrírödduð keðja (kanon)! Þannig koma áherslunótur á áherslulaus taktslög og áherslulausar nótur á áherslutakthluta - er það ekki alveg eftir þeirri klassisku kenningu. J~3 É cr j J n. mm. r r J r J H1 |F" r Ff Illp j IM j j l íj. IJ j HJj ORGANISTABLAÐIÐ 9

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.