Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 10

Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 10
Eins og Charles Ives hefur Thomson sennilega orðið fyrir áhrifum af alþekkt- um sönglögum eins og þau vóru sungin í raun og veru. Við skyldum sjá hvernig ,,Alt stár i Guds faderhánd” eftir Rung (DDK 17) liti út ef það væri nóterað nákvæmlega eins og það er sungið í ýmsum söfnuðum hér í landi! Thomson hefur ekið í sömu átt en árangurinn er bara skemmtilegur. Það eina sem ég hef að athuga við að leika tilbrigði Thomsons á tónleikum hér er að flestir Danir kunna ekki lögin og fara því á mis við skemmtilegheitin (humor) hjá Thomson. Það væri kannski rétt fyrir þá, sem vilja spila lögin að athuga hvernig þau líta út í amerískum söng- eða sálmabókum. Falli mönnum tónlist Thomsons í geð er Pastorale on a Chrlstmas Plainsong vel samið verk og lætur vel í eyrum. Hann byrjar með gregorianska „Divinum mysterium og síðan eru fimm tilbrigði yfir lagið, öll, nema það síðasta tví- eða þrírödduð. I næstsíðasta tilbrigði er mikið hugmyndaflug. Hér sameinar Thomson „Divinum mysterium" í vinstri hendi, kontrapunktrödd í hægri hendi og „God rest you merry, gentlemen" (þekktan jólasálm í Englandi og Ameríku) í pedal. Cíar-y — -isim l‘ only ■ - f ^J tf ✓ b* $ J J f - y**J rj-f-.r f Ir-j J=j—U J r r lf- { - Séurn við að leita að stuttu, skemmtilegu lagi á tónleikaskrána gætum við tekið Pantomime eftir Harry Benjamin Jepson (1870-1952). Það líkist fjörlegu scherzo, og eru B-kaflarnir í spaugilegum valsstíl. 7cff,po oli V&lger ^ ^ ^ Sfeítf a t«mpo Soloflufo poco rit C y ‘'P Pp vfy Kj*! * 'H x CK. Voit -::í '-ir ■ =7- r\: Mann gæti grunað, að hann hafi þekkt m.a. „léttu" kaflana úr orgelsymfoní- um eftir Vierne. Báðir höfðu lært hjá Vidor. Til að spila Pantomime þarf að hafa a.m.k. eina Vox celesterödd og minnst eitt verk í svell. Við þörfnumst þolinmæði, það er erfitt að átta sig á hve skemmtilegt verkið er, fyrr en maður getur spilað það í nokkurnveginn réttu tempói. Seth Bingham (1882-1972) hefur samið töluvert fyrir orgel, margt af því til notkunar við guðsþjónustur. Kóral-útsetningar hans vekja ekki mikla athygli 10 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.