Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 5
Organistablaðlð laus, en fagmannleg í meira lagi. Flutningur hans á velþekktri Ciaconnu Pachelbels í f-moll var opinberun mörgum viðstöddum. I hádegi næsta dag tók Per Fridtjov Bonsak- sen, dómorganisti í Nidarósdómkirkju, sér sæti við nótnaborð Klais-orgelsins. Efnisskrá tón- leika hans samanstóð af Preludiu og fúgu Bachs í G-dúr sem ramma utan um tvö verk eft- ir fyrirrennara hans við dómkirkjuna í Niðarósi. Laugardagskvöldið flutti Hans-Ola Ericsson, prófessor í Piteá, Messiaens magnus opus fyrir orgel, Livre du Saint-Sacrament. Það eru mikil forréttindi og fagnaðarefni fyrir orgelunnendur að hafa haft tækifæri á að hlusta tvisvar á þetta verk í lifandi flutningi í Hallgrímskirkju, í fyrra skipti með Almut Röfáler á Kirkjulistahátíð 1993 og svo aftur nú í flutningi prófessors Ericsson. Það var eftirsjá af Kaj-Erik Gustafsson, lektor við Sibelius Akademíuna í Helsinki sem ætlaði að koma, kenna og spila. Því miður þurfti hann sökum veikinda að afboða komu sína rétt fyrir brottför. Við fengum Uif Norberg frá Sollefteá með mjög stuttum fyrirvara til að fylla í skarðið og spila á hádegistónleikunum. Hann spilaði við það tækifæri Premiére Suite de Phantasie eftir Vierne. Títtnefndur Peter Sykes, sem staddur var hér á landi í tengslum við vígslur Noack org- elanna tveggja, tók að sér að leiðbeina í staðinn fyrir Kaj-Erik. Meðal annars kynnti hann með tóndæmum sína eigin umritun fyrir konsertorg- el á hljómsveitaverki Gustavs Holsts, Plánetum- ar. Vakti kynningin mikla athygli hjá viðstödd- um. Verkleg kcnnslu Nokkurs konar meistaranám fór fram fyrir og eftir hádegi föstudag og laugardag. Anders Bondeman og Hans-Ola Ericsson leiðbeindu virkum þátttakendum í túlkun valinkunnra org- elverka svo og grundvallaratriði í spunagerð í lit- úrgísku samhengi. Kynningar og fyrirlestrar Fyrir utan orgelkynningar og umræður sem fóru fram á fyrsta degi mótsins - eiginlega áður en mótið var formlega sett - voru einnig haldnir tveir fyrirlestrar. Per Fridtjov Bonsaksen sagði frá tón- listarlífi í Niðarósdómi í gegnum aldirnar og Hans-Ola Ericsson kynnti með tóndæmum orgel- verk Messiaens, Livre du SaintSacranwnt. Lokaatriði mótsins var hátíðarmessa í Hall- grímskirkju sunnudaginn 19. september. Af því tilefni kom fram í messunni sálmatónlist frá Finn- landi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Þátttakendur mótsins skipuðu kirkjukór og nokkrir organistar, sem allir voru þátttakendur á mótinu, tóku virkan þátt í tónlistarflutningnum. Félagslegir þættir áttu líka sinn stað á dagskrá mótsins. í upphafi var efnt til móttöku í boði Dóms- og kirkjumálaráðherra í salarkynnum rík- isstjórnarinnar í Borgartúni 6. í lok mótsins var kveðjuathöfn í safnaðarsal Hallgrímskirkju. Mjög margir aðilar lögðu hönd á plóg við undir- búning og framkvæmd mótsins. Sérstaklega ber að geta vinnu Erlu Elínar Hansdóttur við gerð veglegrar og ítarlegrar mótsskrár. Fjármál, sfyrkturaðilar Rétt er að geta að nokkrir opinberir aðilar styrktu mótið. Sóknarnefndir Digraneskirkju og Neskirkju og sér í lagi sóknarnefnd Hallgríms- kirkju studdu mótshaldið á myndarlegan hátt beint og óbeint. Menntamálaráðuneytið, norska sendiráðið, Héraðssjóðir Reykjavíkurprófasts- dæmanna og embætti Söngmálastjóra Þjóðkirkj- unnar styrktu öll mótið með beinum hætti. Félag fslenskra Organleikara og Listvinafélag Hall- grímskirkju styrktu einnig mótshald. Allir þessir aðilar eiga einlægar þakkir skildar fyrir þeirra framlag sem gerðu kleift að halda þetta vel heppnaða mót, sem var sérstaklega gagnlegur lið- ur í símenntun metnaðarfullra íslenskra kirkju- organista. Douglas Brotchie 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.