Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 20

Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 20
Organisiablaðið vicensis undir stjórn Harðar Áskelssonar sem var fulltrúi íslands. Með kórnum sungu ein- söngvararnir Jónína G. Kristinsdóttir, sópran, Marta G. Halldórsdóttir, sópran, og Gísli Magnason, tenór og Matej Sarc lék með á óbó. Ekki var laust við að maður hefði smá fiðring í maganum eftir að hafa hlustað á þessa frábæru kóra frá Finnum, Dönum og Norðmönnum, einnig var maður svolítið kvíðinn fyrir aðsókn- inni, þar sem auðséð var að fólk var farið að þreytast. En allar áhyggjur voru óþarfar. Kirkj- an var full af fóiki og kórinn og aðrir flytjendur fóru á kostum. Kórinn notfærði sér hljómgun hússins og notaði ýmsar uppraðanir sem gáfu góða raun og hver þumlungur kirkjuskipsins hljómaði með. Kórinn hóf tónleikana með lagi Þorkels Sigurbjörnssonar Heyr himna smiður þar næst kom verk eftir Oliver Kentish Tum The Unto Me (Davíðss. 25: 16-20), þá kom Requiem Jóns Leifs, síðan söng kórinn verkið Tignið Drottin eftir Jón Hlöðver Áskelsson með texta úr Davíðssálmum, og þá var komið að Maríuversi Atla Heimis Sveinssonar og tón- leikunum lauk síðan með verki Johns A. Speight Sam’s Mass. í þessu verki blandar John saman latneskum messutexta við þrjú ljóð eftir William Blake (1757-1827). Þegar tónleikunum lauk ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna og þurfti kórinn að syngja auka- lag og var það einsdæmi á þessu móti, þetta var eini kórinn sem var krafinn um aukalag. Haft var á orði að þessi kór syngi frá hjartanu og sönggleðin hefði hrifið fólkið með. Víst er það að maður fann strax í upphafi tónleikanna að kórinn hafði hrifið alla með og að heyra þakk- irnar og klappið hjá þessum ca 700 áheyrend- um yljaði íslendingunum um hjartarætur og voru þeir stoltir af þessu framlagi FÍO. Að þessum tónleikum loknum hófst 3. fyrir- lestraröðin. Þar flutti Kjartan Sigurjónsson er- indi í flokknum sem fjallaði um hvað skeður ef söngurinn þagnar. Þarna fluttu fulltrúar frænda okkar einnig erindi um safnaðarsöng- inn í heimalöndum sínum og greinilega voru ýmsir hræddir um að fólk væri að hætta að syngja á meðan aðrir töldu að almennur söng- ur væri að eflast í sínu landi. Kynntar voru að- ferðir sem höfðu verið prófaðar í ýmsum söfn- uðum til að fá fólk til að syngja með. Menn töldu ýmsar ástæður íyrir hnignandi söng og sýndist sitt hverjum. Þarna skiptust menn á skoðunum og tók salurinn einnig þátt í umræð- unum. Annað forvitnilegt efni var fundur með Knut Nysted sem var veitt heiðursverðlaun á þessu móti. Nysted er fæddur 1915 og hefur hlotið ýmsan heiður á ævinni og verið útnefndur heiðursdoktor við fjölda háskóla í ýmsum heimsálfum fyrir framlag sitt til norskrar og Norrænnar tónlistar, bæði sem tónskáld og stjórnandi. Hann er einn af fáum Norrænum tónskáldum sem eiga verk sem stöðugt eru flutt um víða veröld. Samtímis fyrirlestraröðinni fóru fram tón- leikar í Klettakirkjunni þar sem flutt var verk- ið New Hope Jass Mass frá 1978 eftir Heikki Sarmanto. Flytjendur voru Klemetti-Opiston kamarikuoro, stjórnandi Matti Hyökki, Heikki Sarmanto Ensemble, Maija Hapuoja, sópran, Juhani Asltonen, flauta og tenórsaxafónn, Heikki Sarmanto, píanó, Pekka Sarmanto, kontrabassi og Matti Koskiala, trommur. Klukkan 18.00 var enn safnast saman í Dóm- kirkjunni og nú voru það orgeltónleikar. Orgel kirkjunnar er smíðað af dönsku orgel- smiðunum hjá Marcussen & Son 1966. Orgelið hefur fjögur hljómborð og fótspil og samtals 57 raddir, og 1024 kombinasjónir, mekaniskan 20

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.