Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 8
Organistablaðið Nýja barrok-orgelið í Örgryte Nya Kyrka Eins og áður sagði voru tónleikar á hverju kvöldi, yfirleitt ekki af verri endanum. Við sáum okkur því miður ekki fært að sækja þá alla en fórum þó á fjölmarga tónleika í Örgryte Nya Kyrka sem státaði af glæsilegu barrokorg- eli, sem var vígt meðan á námskeiðinu stóð, og einnig tónleika í skólanum sjálfum. Nýja org- elið er fjögurra borða hljóðfæri, ku hafa kost- að hátt í 400 milljónir íslenskra króna, smíðað frá grunni með sömu aðferðum og eftir sömu grunnhugmyndum og Schnitger orgelin sem víða má finna í Norður-Evrópu. Það er stillt í „quarter-comma meantone” stillingu og lét, til að byrja með, undarlega í eyrum íslenskra ungmeyja sem einungis hafa heyrt tempraða stillingu í uppvexti sínum. Meantone stillingin kom þó ekki í veg fyrir að Hans-Ola Ericsson transponeraði upp um hálftón í hverju erindi sálmsins „Mikli Drottinn dýrð sé þér”, alls níu erindi. Meðal eftirminnilegustu tón- leikanna er einmitt frumflutn- ingur Hans-Ola á messu sem hann samdi fyrir orgelið í Örgryte Nya Kyrka og segulband. Fyrir tónleikana veltum við því mikið fyrir okkur hvaða hljóð væru á segulbandinu en urðum alls ekki fyrir vonbrigðum þegar við komumst að því að það hafði að geyma upptökur af fleiri orgel- um, nánar tiltekið fimm Schnit- ger orgelum, sem hafa verið end- urgerð á okkar dögum. Of langt mál væri að segja frá öllum tónleikunum sem við sótt- um og ætlum við því aðeins að nefna flutning á Buxtehude kan- tötum í Örgryte Nya Kyrka, en fór þar saman stórgóð strengjasveit, vopnuð upprunalegum hljóðfær- um, frábærir barroksöngvarar og að sjálfsögðu orgelið góða. Einnig verðum við að minnast á tónleika sem við fórum ekki á, en þar kom fram rokkamman Tina Turner á Ullevi leikvanginum. Það var greinilegt að mikið var lagt í allt sem gerðist á þessu námskeiði. Skipulag var gott og fjölmargir þekktir listamenn komu fram og kenndu. Þarna gafst kostur á að hitta orgel- nema og orgelleikara frá öllum heimshornum og einnig að kynnast orgelum frá mismunandi tímabilum. Það hefur reyndar verið stefna í Gautaborg um nokkurt skeið að byggja sem flestar nákvæmar eftirmyndir af orgelum frá ýmsum tímabilum og löndum og ætti borgin því að vera áhugaverður kostur til orgelskoð- unarferða í framtíðinni. Okkur fannst allavega gaman. Lára Bryndís Eggertsdóttir Sigrún Magna Þórsleinsdóttir 8

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.