Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 12

Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 12
Organlstablaðið Tapiola kórinn á opnunartónleikunum í Dómkirkjunni í Helsinki. Miðvikudagsmorgunniiui 13. september hélt glaður og eftirvæntingafullur hópur utan með flugi til Stokkhólms. Við komuna þangað þurfti að hafa hraðan á til að finna hliðið sem flugvél- in til Helsingfors færi frá. Sem betur fer var það á sama palli (terminal) og bara nokkrum hliðum frá íslensku vélinni svo við komum mátulega til að ganga um borð, þakklát fyrir að báðar vélarnar væru á réttum tíma. Það er ekki hægt að segja annað en að höfuðborg Finn- lands hafi tekið vel á móti okkur. Þar var sól- skin og hiti um 18°. Hópnum var skipt niður á tvö hótel í miðborginni og hélt hver til síns hót- els þar sem við kynntust fyrst frábæru skipu- lagi því allt var á hreinu og allir fengu umyrða- laust sinn lykil. Það fyrsta sem allir þurftu síð- an að gera var að mæta á skrifstofu mótsins og fá afhent mótsgögn og aðgöngumiða á þá fyrir- lestra og tónleika sem hver og einn hafði skráð sig fyrirfram ásamt farmiða til Tallin fyrir þá sem voru skráðir í þá ferð. Einnig fékk hver og einn nafnspjald til að hengja á sig, sérútbúna axlatösku merkta mótinu í bak og fyrir og í henni voru allar þær praktísku upplýsingar sem menn þurftu í formi bókar upp á 112 síður um mótið, tónleika og fyrirlestra ásamt upplýs- ingum um alla flytjendur tónlistarinnar og öll tónskáldin. Þar var einnig að finna heimilis- föng allra hótela sem þáttakendur gistu á. Þeg- ar fólk hafði sótt þessi gögn og fengið ýmsar upplýsingar var frjáls tími það sem eftir lifði dags og virðist sem ýmsir ef ekki flestir hafi notað tímann til að athuga verslanir af ýmsu tagi. Undirritaður fór ásamt fleirum í nótna- verslun Fazers, en það er tónlistarbúð upp á nokkrar hæðir. Þar var mikið úrval af nótum og hljóðfærum og fengu sumir nótur sem þeir höfðu leitað að í áraraðir en hvergi fengið og fannst eins og ferðin væri þegar búin að borga sig. Flestir íslendinganna munu hafa gengið snemma til náðar (um kvöldmatarleytið að ísl. tíma) enda vaknað snemma um morguninn og þurftu að vakna enn fyrr næsta morgunn. Fimmtudaginn 14. september gátu menn valið um dagsferð til Tallin, höfuðborgar Eist- lands, eða orgelskoðunarferð í Helsingfors og nágrenni með tileyrandi orgeltónleikum. Allir fslendingarnir 34 höfðu valið Tallin ferðina og þurftu að vera mætt kl. 7.15 (4.15 ísl. tíma). 12

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.