Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 16

Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 16
Organisladlaðið Björn Steinar undirbýr tónleika á Ákerman & Lund orgelið í Barghallskyrkan. Klukkan 13.00 var síðan komið að kórfram- lagi Norðmanna og var því haldið í Gömlu kirkjuna. Ekki var það framlag af lakara tag- inu. Sex manna kór „Vokalensemblet Nordic Voice” söng þarna rúmlega klukkustundar prógram. Óhætt er að segja að þessar þrjár stúlkur og ungu mennirnir þrír hafi sungið sig inn í hjörtu áheyrenda. Sönghópur þessi var stofnaður 1996. Félagarnir eru öil ungt tónlist- arfólk, en samt með ólíkan bakgrunn úr æðri tónlistarstofnunum Noregs. Ýmist með mennt- un í söng, kennslufræði, kirkjutónlist, tón- smíðum eða kórstjórn. Meðlimirnir hafa einnig mikla reynslu af starfi í litlum tónlistarhópum og kórsöng, og mörg þeirra hafa einnig komið fram sem sólistar bæði heima fyrir og í útlönd- um. Þrátt fyrir ungan aldur hópsins hefur hann þegar komið fram f ýmsum löndum í Evrópu og í Suður-Afríku og er efnisvalið mjög fjölbreytt. Þessi sönghópur kom sem bjargvættur Norð- manna á síðustu stundu þar sem Norski ein- söngvarakórinn „Den Norske Solistkor” sem vera átti fulltrúi landsins forfallaðist á síðustu stundu og átti hann meðal annars að taka þátt í að hylla norska tónskáldið Knut Nysted, en Nordic Voices björguðu heiðri frænda okkar og það með miklum sóma. Nordic Voices flutti eingöngu norska kórtón- list og spannaði hún frá ca. 1200 til nýskrifaðra verka. Alls voru 12 verk á efnisskrá kórsins og sum þeirra vægast sagt krefjandi og voru fagn- aðarlætin mikil í lok tónleikanna. í lok tónleik- anna var norska tónskáldið Knut Nysted hyllt- ur af tónleikagestum og veitt heiðursverðlaun Norræna kirkjutónlistarráðsins. Og þá var að drífa sig í Dómkirkjuna þar sem sænsku kórtónleikarnir hófust kl. 14.30. Fulltrúar Svía voru „Erik Westberg vokalens- emble” undir stjórn Eriks Westberg og drengjakór Katarínukirkjunnar í Stokkhólmi undir stjórn Lars-Ewe Nilsson. Þeim til að- stoðar var Mattias Wager, orgel ásamt blásur- um og slagverksleikurum og einnig var með .jojkarinn” Johan Márak. Erik Westberg kór- inn er stofnaður 1993 og samanstendur af 16 söngvurum sem eru starfandi sem einsöngvar- ar, kirkjutónlistarfólk eða tónlistarkennarar í Norrbotten og Vesterbotten. Kórinn hefur frumflutt yfir 20 verk eftir ýmis sænsk sam- tímatónskáld. Kórinn hefur farið í tónleika- ferðir víða um Evrópu og til Japan. Hann vann 1. verðlaun í alþjóðlegur kammerkórakeppn- inni í Takarazuka í Japan 1996, bæði í keppni blandaðra kóra og í deildinni fyrir bestu kór- ana samanlagt. Drengjakórinn hefur sungið undir stjórn Nilsons í 30 ár og sungið tónleika víða í Evrópu og í Stokkhólmi og tekið þátt í sjónvarpsupptökum. Kórarnir sungu bæði saman eða hvor íyrir sig í kórdyrum, einnig fór drengjakórinn upp á hið veglega orgel/söngloft kirkjunnar og sung- 16

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.