Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 15

Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 15
Organistablaðið heyra Chaconnu eftir Bernhard Christensen frá 1977 iyrir orgel og básúnu í flutningi þeirra Kari Jussila á orgel og Teppo Alestalo á básúnu. Þá var komið að kórframlagi Finna og fyrst steig fram Tapiolakórinn frægi sem skipaður er unglingsstúlkum og einnig leyndist einn drengur í hópnum. Nokkrir félgar kórsins höfðu svo lítið bar á dreift sér um kirkjuna, en hin börnin settust á söngpallana í kór kirkj- unnar. Upphófst nú verkið Ikikaiku eftir Olli Kor- tekangs frá 1999. Þetta er einskonar leikrænt spunaverk og var auðséð að börnin fengu mikla útrás við flutningin og gleðin skein úr hverju andliti enda voru þau mikið á ferðinni og breyttu oft um uppstillingar. Eins og fyrr segir höfðu nokkrir kórfélagar stungið sér niður hingað og þangað um kirkjuna og tónverkið spilaði á hinn góða hljómburð þar sem börnin gáfu frá sér allavega hljóð og tóna víðsvegar um húsið og upp í kórnum í síðari hluta verks- ins fóru börnin og sungu fyrir tóna og fengu kirkjugesti til að taka þátt og endurtaka það sem þau höfðu gert, fyrst var þetta gert í hægu tempói þar sem hverjum hópi kirkjugesta var gefið sitt stef og síðan æstist leikurinn og áður en varði voru öll stefin komin í syngjandi keðju og leik allra viðstaddra og nutu greinilega allir stundarinnar. Því næst söng kórinn verkið Hosanna eftir Knut Nysted frá 1981 og að lokum Kyrie, Glor- íu, Agnus Dei úr Barnamessu eftir Eiojuhani Rautavaara frá 1973. Stjórnandi kórsins var Kari Ala-Pöllánen. Þá lék prófessor Kari Jussila á Marcussen orgel dómkirkjunnar verkið Hommage á Marc Chagall eftir Erkki Jokinen frá 1985. Þá var komið að Jubilate kórnum undir stjórn Astrid Riska. þessi kór var stofnaður af stjórnandanum fyrir 30 árum og þá sem barna- kór. í dag er Jubilate kammerkór sem hefur undir handleiðslu söngstjóra síns fest sig í sessi sem einn af fremstu kórum Finnlands. Kórinn hefur ferðast víða um heim og sungið inn á fjölmarga diska og plötur. Kórinn flutti okkur verk eftir Lars Karlsson Psalm98 (Davíðssálmur 98) sem er úr safninu „Þrjár mótettur” frá árinu 1999. í raun er verk- ið byggt utan um sálmalagið „Nú kemur heið- inna hjálparráð” eins og það er að finna í ís- lenska sálmasöngsbókar viðbætinum frá 1976 (Gormu) nr. 469. Þar næst söng kórinn verkið Symbolum Nicaenum eftir Trond Kverno frá 1996 og að lokum söng kórinn Alleluja eftir Per Gunnar Petersson frá 1999. Það fór ekkert á milli mála að þessir tveir kórar eru á heimsmælikvarða og vel agaðir og þjálfaðir og hafði einhver á orði „...Ég var alveg búin að gleyma hvernig alvöru kór hljómar...”. Verkefni kóranna voru ekki af léttara taginu og má segja að flest þeirra hafi verið tæknilega mjög krefjandi og krafist mikils af kórfélögum. Þessir upphafstónleikar mótsins enduðu síð- an á að Kari Jussila lék á orgel dómkirkjunnar íslenkst verk þ.e. Toccötu sem Jón Nordal samdi 1985 til minningar um Pál Isólfsson. I öllum þeim verkum sem Jussila flutti fór það ekkert á milli mála að hér var á ferð virkilega frambærilegur organisti, enda maðurinn orgel- prófessor við Sibeliusar Akademiuna í Helsinki. Að loknum þessum frábæru tónleikum var gengið yfir í Ráðhús borgarinnar þar sem fór fram opinber móttaka að hálfu borgarinnar. 15

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.