Morgunblaðið - 23.11.2009, Page 3

Morgunblaðið - 23.11.2009, Page 3
Nú hefur nýr banki, Arion banki, tekið til starfa þar sem áður var Nýi Kaupþing banki. Samhliða endurskipulagningu bankans hafa starfsmenn mótað nýjar áherslur og nýja framtíðarsýn. Okkur er ljóst að traust almennings á bönkum er í lágmarki og við ætlum að leggja okkur fram við að vinna aftur það traust sem hefur glatast. Við ætlum að byggja upp öflugan banka. Við ætlum að standa fyrir ábyrga verðmætasköpun, vinna með og fyrir fólkið í landinu og setja kraft í uppbygg- ingu og velferð íslensks efnahagslífs. Með fagmennsku, framsækni, ábyrgð og umhyggju að leiðarljósi setjum við viðskiptavininn í fyrsta sæti. Merkið: Merki Arion banka byggir á ævafornu munstri sem nefnist áttablaðarós og hefur lengi verið algengt í íslenskum hannyrðum. Áttablaðarósin minnir um margt á frostrós, en í rósinni felst einnig átta arma stjarna, grunnform áttavitans. Merkið bendir til íslenskrar menningar, staðhátta, náttúru og veðurfars. Nafnið: Nafnið Arion kemur úr grísku. Sagt er frá söngvaskáldinu Arion í fornum þjóðsögum frá Grikklandi. Hæfileikar hans gerðu hann ríkan og björguðu einnig lífi hans. Arion lenti í höndum sjóræningja, sem vörpuðu honum fyrir borð, en höfrungar sem höfðu heillast af tónlist hans báru hann á bakinu í heimahöfn. Arion er því afar táknríkt nafn og vísar til listfengis, þrautseigju, samvinnu og endurkomu. Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is Nýr banki lítur dagsins ljós ÍS L E N S K A S IA .I S A R I 48 16 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.