Morgunblaðið - 23.11.2009, Side 9

Morgunblaðið - 23.11.2009, Side 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 • Salatbarinn, Fákafeni. Þekktur veitingastaður með mikla sérstöðu. Sjá nánar www.salatbarinn.is • Rótgróið iðnfyrirtæki með bygginga- og viðhaldsvörur. Ársvelta 90 mkr. • Þekkt iðnfyrirtæki sem selur að stórum hluta beint til almennings. Ársvelta 350 mkr. • Lítið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með álprófíla og plexigler. Ársvelta 50 mkr. • Heildverslun með neytendavörur. Góð örugg umboð. Ársvelta 80 mkr. • Rótgróið framleiðslufyrirtæki tengt byggingariðnaði og viðhaldi. Ársvelta 260 mkr. Litlar skuldir. • Lítið framleiðslufyrirtæki með örugga viðskiptavini. Tvö stöðugildi. Ársvelta 55 mkr. EBITDA 15 mkr. • Þekkt heimilisvöruverslun. Ársvelta 120 mkr. • Rógróið iðnfyrirtæki með öruggan markað. Ársvelta 220 mkr. • Heildverslun með stórmarkaðsvörur (ekki matvæli). Ársvelta 120 mkr. • Rótgróið framleiðslu og innflutningsfyrirtæki sem selur að stórum hluta beint til neytenda. Ársvelta 160 mkr. • Lítil en rótgróin bílaleiga. Auðveld kaup. • Rótgróin heildverslun með gjafavörur. Auðveld kaup. • Lítil heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 80 mkr. Hentar vel til sameiningar. Laugarásvegur til sölu 3ja herbergja 93 fm íbúð við laugarásveg. Stórar svalir með miklu útsýni. Stutt í alla þjónustu og Laugardalurinn innan seilingar. Laus strax. Leiga kemur til greina með eða án húsgagna. Upplýsingar í síma 892 0160 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MUN fleiri hafa leitað til upplýs- ingaþjónustunnar Halló Norður- lönd! (www.hallonorden.org) á Ís- landi það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. Þar eru m.a. veitt- ar upplýsingar til þeirra sem hyggj- ast flytja til annars norræns lands til náms eða starfa. Á meðfylgjandi skýringarmynd sést fjöldi fyrirspurna sem Halló Norðurlöndum! bárust á íslensku um önnur lönd. Einnig fyrirspurnir frá öðrum löndum um Ísland. Fyr- irspurnum um Noreg hefur fjölgað meira en þrefalt á milli ára og einnig hafa fleiri spurt um Svíþjóð nú en í fyrra. Fyrirspurnum frá öðrum Norðurlöndum um Ísland hefur hins vegar fækkað milli ára. Samkvæmt norsku hagstofunni höfðu 1.300 Íslendingar flutt nýlega til Noregs og voru þeir sjötti fjöl- mennasti þjóðarhópurinn sem kom til landsins. Mikið að gera við aðstoð Séra Arna Grétarsdóttir, prestur íslenska safnaðarins í Noregi (www.kirkjan.no), hefur mikið sinnt Íslendingum sem nýlega hafa flutt þangað. Prestakall Örnu nær yfir allan Noreg og hún er með tengiliði víða í landinu. Einnig starfa nokkur Íslendingafélög í landinu. Söfnuður- inn er með upplýsingasíma fyrir Ís- lendinga búsetta í Noregi og þá sem hyggja á flutning þangað. Arna sagði að margir Íslendingar hefðu hringt í hjálparsímann. Arna sagði helst hægt að fá vinnu á vesturströnd Noregs og svo í Norður-Noregi. Hún sagði að erf- iðara væri að fá vinnu í Ósló nema fyrir fólk með fagmenntun. Margir Íslendingar hafa þó sest að í ná- grenni höfuðborgarinnar. „Það má segja að flestir séu að fara á vesturströndina, það er til Bergen og Stavanger, og svo í kring- um Ósló,“ sagði Arna. „Það fara færri norður eftir en þangað er auð- veldast að koma hvað varðar at- vinnu.“ Hún sagði dæmi um að Ís- lendingar hefðu flutt alla leið norður í Hammerfest. En hvernig gengur Íslendingunum að laga sig að lífinu í Noregi? „Það fer alveg eftir því hvort fólk hefur áður búið annars staðar á Norðurlöndum eða hér í Noregi. Sumir smella inn eins og ekkert sé,“ sagði Arna. Hún sagði að vald á tungumálinu, norskunni, skipti sköpum. Sumir sem hafi ekki áður búið á Norðurlöndum skilji t.d. ekki eyðublöð og plögg sem þarf að fylla út þótt þeir geti bjargað sér á tal- máli. Ýmist koma fjölskyldur í heilu lagi eða fyrirvinna kemur fyrst og und- irbýr flutninginn. Arna sagði að áður en skólar byrjuðu í haust hefðu kom- ið fjölskyldur fólks sem þegar var komið var til starfa í landinu. Arna sagðist enn heyra af fyrirvinnum sem koma einar til Noregs og fjöl- skyldur þeirra ætli að koma seinna. Noregur nýtur mestra vinsælda  Flestir Íslendingar sem flytja til Noregs fara til Bergen og Stavanger  Fyrirspurnum um Svíþjóð hefur einnig fjölgað Halló Norðurlönd DK FI IS NO SE 1. jan. - 20.nóv. 2008 1. jan. - 20.nóv. 2009 30 5 30 1 16 15 11 5 80 10 8 34 7 19 9 25 7 „Í HUGUM allra hlaut að koma að þessu, því þetta er sameinað sveit- arfélag og það hefur alltaf legið fyr- ir að það myndi verða ein stjórn- stöð,“ segir Guðmundur Þor- grímsson, formaður bæjarráðs Fjarðarbyggðar. Frá og með áramótum stendur til að bæjarskrifstofum í Neskaupstað verði lokað og starfsemin flutt á Reyðarfjörð. Þetta leggst illa í marga bæjarbúa því þrátt fyrir að flutningarnir hafi verið í kortunum á næstu árum hefur grunnforsenda verið talin bættar samgöngur til Eskifjarðar, en vegurinn um Odds- skarð hefur lengi sætt gagnrýni. Ástæðan fyrir því að bæjarskrif- stofunni er lokað nú er sú að miklir gallar eru á húsnæðinu sem skrif- stofan er í, m.a. vegna leka, og er ekki hægt að ætlast til þess að starfsfólk vinni lengur við slíkar að- stæður að sögn Guðmundar. Á skrifstofum Neskaupstaðar starfar á annan tug manna og munu starfsmennirnir halda vinnu sinni, en þurfa að sækja hana til Reyð- arfjarðar. Guðmundur segir að komið verði til móts við þá um sam- göngur til að byrja með. Um ára- mót verður svo opnuð þjónustugátt fyrir íbúa á bókasafni bæjarins. Fluttir þrátt fyrir slæmar samgöngur Bæjarstarfsmenn í Neskaupstað fluttir til Reyðarfjarðar Starfsmenn Jóna Árný Þórðardóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Berglind Þorbergsdóttir vinna á skrifstofunni og segjast ósáttar við flutninginn. „Mönnum finnst þeir hafa ver- ið sviknir,“ segir Elma Guð- mundsdóttir, bæjarbúi í Nes- kaupstað, sem hafið hefur undirskriftasöfnun gegn flutn- ingum bæjarskrifstofunnar. Íbúar séu uggandi yfir að þjónusta muni skerðast auk þess sem staðan sé ómannleg gagnvart því starfsfólki sem er t.d. með börn á leikskóla í Neskaupstað en þarf nú skyndilega að sækja vinnu á Reyðarfjörð. „Samgöngur eru langt frá því að vera í eðlilegu horfi, hér er fólk sem fer ekki yfir Oddsskarð því það vill ekki fara í þessi göng.“ Undirskrift- irnar verða afhentar bæj- arstýru eða formanni bæj- arráðs. Svik við bæjarbúa Eftir Kristínu Ágústsdóttur Neskaupstaður | Mikil þátttaka var í svokölluðu smábátanámi sem hald- ið var í Verkmenntaskóla Austur- lands nú í október og nóvember. Námið veitir réttindi á smábáta sem eru 12 metrar eða styttri og kemur í stað gamla pungaprófsins sem veitti réttindi á smábáta sem voru 30 brúttórúmlestir. Með verk- námi til viðbótar geta þátttakendur fengið réttindi á 24 m skútu. Alls voru það um 30 karlmenn á aldr- inum 18 ára til sextugs hvaðanæva af Austurlandi og víðar sem sátu námskeiðið. Kennarar og prófdóm- arar voru gamalreyndir skipstjórar til margra ára, þeir Magni Krist- jánsson sem lengi var skipstjóri á Berki NK hjá Síldarvinnslunni og Þorsteinn Kristjánsson sem lengi var skipstjóri á Hólmaborginni SU hjá Eskju. Magni segir að þessi mikla þátttaka hafi komið sér á óvart, enda hafi verið mjög fjöl- mennt á síðasta pungaprófsnám- skeiðinu, sem haldið var með gamla laginu haustið 2007. Pungaprófið nýja afar eftirsótt LÖGREGLAN um landið allt hafði í nógu að snúast aðfaranótt sunnu- dagsins. Tveir voru teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna á Akureyri, tvö umferðaróhöpp urðu nálægt Borgarnesi og var maður í Þorlákshöfn handtekinn í heima- húsi eftir deilur við kærustu sína. Hafði hann verið að ota hnífi að konunni og ógna henni með teygju- byssu. Þá gekk maður einnig ber- serksgang á Hótel Hlíð í Ölfusi. Ógnaði kærustunni með teygjubyssu Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan Hafði í nógu að snúast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.