Morgunblaðið - 23.11.2009, Side 13

Morgunblaðið - 23.11.2009, Side 13
Daglegt líf 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 J ó l a s ö f n u n Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Oft var þörf en nú er nauðsyn Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b. Íþrótta- og æskulýðsstarf er eins og annað félagsstarf, þar vill starfsemin stundum ganga í bylgjum og fer það oftast eftir áhuga þeirra sem stýra starfseminni hversu öflug hún er. Oft er um að ræða óeigingjarnt starf sjálf- boðaliða sem verður aldrei ofmetið, enda þarf unga fólkið að finna kröftum sínum og áhugamálum farveg.    Í Rangárþingi ytra og Ásahreppi fer fram fjölbreytt starfsemi sem lýtur að ýmsum áhugamálum og íþróttum ungmenna. Þar er um að ræða a.m.k. þrjú starfandi ung- mennafélög og félagsmiðstöðina Hellinn á Hellu. Þrjú önnur félög starfa á sýslugrundvelli, þau eru Hesta- mannafélagið Geysir, Golfklúbbur Hellu og Knatt- spyrnufélag Rangæinga. Öll eru þau með sérstaka starf- semi fyrir ungmenni.    Ungmennafélagið Hekla, sem varð 100 ára á síðasta ári, hefur verið í mikilli sókn með sitt starf á undanförnum mánuðum með fjölbreytni að leiðarljósi. Í vor voru skipulögð leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-14 ára, sem heppnuðust í alla staði vel, félagið sá um fram- kvæmd Friðarhlaupsins, Kvennahlaupsins svo og flugu- kastnámskeiðs.    Vetrarstarf Heklu hefur farið líflega af stað og ber þar hæst þátttöku í samfellu skólastarfs og íþrótta sem kom- ið var á í haust. Þar er félagið með samfellda íþrótta- dagskrá tvo daga í viku, fjóra tíma í senn, og eru þátttak- endur yfir 100 talsins. Félagið er með þrjá flokka í yngri flokkum á Íslandsmeistaramóti KKÍ í körfubolta. Meist- araflokkar karla og kvenna eru í gangi og taka liðin þátt í hinum ýmsu mótum og ber þar hæst þátttöku karlaliðs- ins í 2. deild. Einnig er ætlunin að reyna að koma af stað leiklistarnámskeiði fyrir börnin eftir áramót sem og fé- lagsmálanámskeiði.    Um þessar mundir er reynt á vegum Ungmennafélags- ins Heklu að auka áhuga fullorðins fólks á að hreyfa sig og koma saman, og er það gert með því að hafa opið hús í íþróttahúsinu á föstudögum. Nýlega fór í gang skokk- hópur sem hittist tvisvar í viku og búið er að koma af stað skákkvöldum einu sinni í viku. Fjáröflun til starfsins fer m.a. fram með dósasöfnun, ruslhreinsun á Töðugjöld- um og gróðursetningarferðum fyrir Hekluskóga.    Ungmennafélagið Framtíðin í Þykkvabæ var stofnað ár- ið 1920 og er því búið að vera til í áttatíu og níu ár. Þar fer fram reglulegt starf í íþróttahúsinu í Þykkvabæ, svo- kölluð boltakvöld með þjálfara, þar sem skipulagðar eru allskonar íþróttir og æfingar fyrir börn og unglinga á aldrinum tveggja til 16 ára. Mæting er þannig að allir á þessum aldri sem búa á svæðinu nýta sér það. Að auki hefur Framtíðin staðið fyrir leikjanámskeiðum á vorin.    Íþróttafélagið Garpur starfar aðallega í Holtum og Landsveit. Þar fer fram öflugt íþrótta- og æfingastarf, aðallega í tengslum við skólann og íþróttahúsið á Lauga- landi. Félagsmiðstöðin Hellirinn á Hellu hefur meðal annars það að markmiði að hafa á boðstólum úrval afþreyingar, uppákoma og viðburða í því augnamiði að auka vellíðan og ánægju, efla þroska og auka víðsýni unglinganna sem hana stunda. Stefnt er að því að starfið skipti máli fyrir einstaklinginn og samfélagið í kringum hann.    Á viðburðadagatali Hellisins má sjá að fyrir utan reglu- legan opnunartíma og starfið í félagsmiðstöðinni sjálfri er farið í sundferðir, bíóferðir, haldin vídeókvöld, „pool“- keppni o.fl. Hellirinn hefur að auki á síðustu tveimur ár- um staðið fyrir glæsilegum tónleikum, Tvennunni, þar sem öllum félagsmiðstöðvum á Suðurlandi er boðið að koma og njóta. Þar hafa verið fengnar heimsfrægar hljómsveitir á Íslandi til að spila; Á móti sól lék á þeim fyrri og Ingó og Veðurguðirnir á þeim síðari. Að auki voru í boði skemmtiatriði frá félagsmiðstöðvum á Suður- landi.    Einn þáttur í starfsemi Hellisins er að taka þátt í söngva- keppni Samfés, sem er orðin stór atburður á vegum allra félagsmiðstöðva á landinu. Fyrst þarf að fara fram keppni heima fyrir um hvaða söngatriði á að senda áfram, síðan er farið í undankeppni sem nefnist Samsuð og að lokum í lokakeppnina síðar í vetur.    Fulltrúar Hellisins í lokakeppninni í ár verða þær Fríða Hansen og Ragnheiður Ósk Svansdóttir. Fríða syngur og Ragnheiður spilar undir, en þær komust áfram í und- ankeppni Samsuðs sem fram fór í Garðabæ fyrir skömmu.    Af viðburðum í héraði á næstunni má nefna kynningu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010 til 2022, sem fram fer á vegum sveitarstjórnar á mánudagskvöldið í íþrótta- húsinu á Hellu, og laugardaginn 28. nóvember verður að- ventuhátíð kvenfélagsins Einingar á Laugalandi, sem er árlegur menningarviðburður með handverksmarkaði, bókaupplestri, tónlistaratriðum o.fl. HELLA Óli Már Aronsson fréttaritari Morgunblaðið/Óli Már Á tónleikun Á Tvennunni í nóvember var undirleikari Fríðu Hansen ekki með í för og hljóp þá Ingó í skarðið og spilaði undir hjá henni við góðar undirtektir áhorfenda. Íhaust voru settar reglur semgera skylt að gefa upplýs-ingar um upprunalandferskra matjurta sem dreift er til neytenda, veitingahúsa og mötuneyta. Breyting var þá gerð á reglugerð nr. 503/2005 um merk- ingu matvæla þannig að nú þarf að merkja upprunaland á umbúðir fersks grænmetis og annarra ferskra matjurta, þó ekki ávaxta. Þegar ferskum matjurtum er dreift án umbúða eða seljandi pakkar þeim á sölustað eiga upplýsingar um upprunaland að vera sýnilegar þar sem varan er í boði. Framleið- andi sem dreifir ferskum mat- jurtum milliliðalaust til neytenda þarf ekki að merkja þær með upp- runalandi. Almennar reglur um upp- runamerkingar matvæla eru í fyrr- nefndri reglugerð um merkingu matvæla. Sú reglugerð gildir um öll matvæli og er í samræmi við reglur á Evrópska efnahagssvæðinu. Sam- kvæmt henni er eingöngu skylt að merkja uppruna eða framleiðslu- land ef það gæti verið villandi fyrir neytendur að hafa ekki þær upplýs- ingar. Krafan um upprunamerk- ingu ferskra matjurta er því ít- arlegri en almennt gildir um matvæli. Það má hins vegar merkja öll matvæli með upprunalandi eða héraði. Mikilvægt er að upp- runamerking sé ekki villandi, t.d. þegar vinnsla eða pökkun fer fram í öðru landi en hráefni eru upprunnin í. Það hefur sýnt sig að neytendur vilja fá upplýsingar um uppruna við val á matvælum. Margar ástæður liggja að baki, s.s. einkenni vöru, bragð, dýravelferðarsjónarmið, um- hverfissjónarmið vegna flutninga og stuðningur eða andstaða við ákveðin ríki eða svæði. Einnig telja neyt- endur að það geti skipt máli vegna öryggis matvælanna. Auknar kröfur verða á næstunni gerðar um rekjanleika matvæla. Matvælafyrirtæki þurfa þá, auk þess að merkja vörur með ábyrgð- araðila vörunnar og framleiðslulotu og dagsetningu, að halda skrár um næsta lið á undan (birgja) og næsta lið á eftir (kaupanda) í þeirra keðju matvælafyrirtækja sem matvæli fara um frá frumframleiðslu til neytenda. Þetta er öryggisatriði og nauðsynlegt þegar rekja þarf dreif- ingu ákveðinna matvæla vegna galla eða ef innkalla þarf matvæli. Þetta er ótengt því hvaða upplýsingar eru gefnar til neytenda um uppruna. Fjallað verður um upprunamerk- ingar matvæla á opnum fræðslu- fundi Matvælastofnunar þriðjudag- inn 24. nóvember, kl. 15-16, í umdæmisskrifstofu stofnunarinnar að Stórhöfða 23, Reykjavík. Sjá www.mast.is. Jónína Þ. Stefánsdóttir, matvælafræðingur hjá Matvælastofnun. Örugg matvæli – allra hagur! Kartöflur Skylt er að merkja upprunaland á umbúðir fersks grænmetis. Upprunamerk- ingar matvæla Karlinn af Laugaveginumer fastagestur í Vísna- horninu, hefur gaman af limr- um og á það til að yrkja um at- burði líðandi stundar: Að ná lágu verði er nostur, og nokkuð dýr þykir mér ostur. Hið sama er um annað sem ég hef kannað því er Sullenberger minn kostur. Eða þessi: „Það er óþarfi að hika eða hukla,“ sagði hefðarfrú, „ég er með lukla, (hún skríkir og hlær og skellir á lær), meðan einhver vill á mér þukla.“ En þessi er af öðru tagi: Hvort það var hann eða hinn sem hitti ég snöggvast um sinn? Eða fráhverf kona sagði si-sona: „Minn sonur er eingetinn!“ VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af nostri og þukli Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „TEPPIN eru eins og strigi mál- arans – hver og ein okkar vinnur á sínum forsendum þannig að teppin eru mjög ólík. Teppið sjálft er vélprjónað en síðan tekur handverk okkar við þar sem við heklum, þæfum, prjónum í þau og saumum eins og við á. Hvert teppi er í raun einstakt listaverk,“ segir Gunnella Jónsdóttir. Ekkert til spillis Þrjár konur í Kópavogi, Sigrún Rósa Bergsteinsdóttir og syst- urnar Gunnella og Unnur Arna Jónsdóttir, hanna og vinna úr íslenskri ull undir nafninu „Rolla“. Þær halda úti síðu undir því merki á Fésbókinni þar sem safnast inn stöðugt fleiri vinir og heimsóknum fjölgar. Á fésbókarsíðunni er sömuleiðis að finna myndir af öllum vörunum og upplýsingar um hvar og hvenær er hægt að kíkja við hjá stelpunum. „Hugmyndin að Rollu fæddist á vordögum og eftir miklar pælingar og samn- ingaviðræður fannst prjónaverksmiðja, Glófi í Kópavogi, sem var reiðubúin til samstarfs,“ segir Gunnella. „Unnin eru teppi í sófa eða á rúm, barnateppi, ofnhanskar, treflar, púðar og fleira. Treflarnir byggja á þeirri hugmynd að það sé ekki margt sem endar eins og það byrjar! Treflarnir eru því ekki eins á báðum endum. Efni sem fellur til við teppavinnsluna er nýtt í trefla, púða og ofnhanska, það fer því ekkert til spillis.“ Rolla hefur, að sögn Gunnellu, fengið gríðarlega góðar viðtökur en engin sam- bærileg vara er á markaði. Útlendingar hafa verið mjög hrifnir af vörunum enda eru þær léttar og meðfærilegar og því auðvelt að pakka þeim í töskur. Enn sem komið er heldur Rolla opið hús til að selja vörurnar en ofnhanskarnir eru einnig fáanlegir hjá Jóa Fel í Garðabæ og Holtagörðum. Stelpurnar verða líka á jóla- markaðnum við Elliðavatn fyrsta sunnudag í aðventu og síðustu helgina fyrir jól. Hekla, þæfa og prjóna Ullarvinnslan Rolla Unnur Arna, Sigrún Rósa og Gunnella með sýnishorn af því sem þær gera um hálsa sína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.