Morgunblaðið - 23.11.2009, Page 14

Morgunblaðið - 23.11.2009, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 Margt erreynt ogmikið á sig lagt til að fá Al- þingi til að sam- þykkja ríkis- ábyrgð vegna Icesave. Eitt hið ótrúlegasta sem stjórnvöld hafa tekið upp á til að koma þessum klyfjum á þjóðina er að halda því fram að þær breytingar sem nú er reynt að ná fram á fyrirvörum Alþingis séu til bóta. Því er haldið fram að Bretar og Hol- lendingar hafi knúið í gegn breytingar á fyrirvörunum sem séu til bóta fyrir Íslend- inga og þar með gegn eigin hagsmunum. Slíkar fullyrðingar væru undir eðlilegum kringum- stæðum of fjarstæðukenndar til að þeim væri svarað. Þegar þeim er haldið fram af fulltrú- um íslenskra stjórnvalda og þær eru liður í ráðabruggi til að koma Icesave-klafanum á Íslendinga, verður þó ekki hjá því komist að fara yfir efnis- atriði málsins. Í fréttaskýringu um þetta mál, sem birt var í Morgun- blaðinu á laugardag, má sjá að ríkisstjórn Íslands hefur leyft Bretum og Hollendingum að gera nokkrar veigamiklar breytingar frá því Alþingi setti fyrirvara sína í byrjun sept- ember síðastliðins. Þessar eru meðal helstu breytinga: Í fyrsta lagi var með fyrir- vörum Alþingis kveðið á um að ríkisábyrgðin væri tímabundin og félli úr gildi hinn 5. júní 2024. Nú eru engin tímamörk og Íslendingar geta lent í því að greiða þessar skuldir út í hið óendanlega. Í öðru lagi var áður kveðið á um þak á heildargreiðslur ís- lenska ríkisins upp á 6% af hagvexti. Nú er aðeins gert ráð fyrir þaki á greiðslur afborg- ana, en vextir verða ávallt greiddir að fullu. Ætla má að vaxta- greiðslur nemi tugum milljarða króna á ári. Í þriðja lagi var fallið frá því sem nefnt hefur verið Ragnars Hall- fyrirvari, en hann fól í sér að með úthlutun eigna Lands- bankans skyldi fara sam- kvæmt íslenskum lögum. Ein- hverjum hefði þótt slíkur fyrirvari svo sjálfsagður að varla hefði þurft að hafa orð á honum. Svo er þó alls ekki, því að ríkisstjórn Íslands hefur fallist á að íslensk lög gildi ekki um þetta atriði nema ráð- gefandi álit EFTA-dómstóls- ins, eða eftir atvikum for- úrskurður Evrópudómstólsins, verði samhljóða niðurstöðum íslenskra dómstóla, þar með talið Hæstaréttar Íslands. Í fjórða lagi var æðsta dóms- vald Íslands einnig flutt úr landi með því að breyta fyrir- varanum um að viðræður við Breta og Hollendinga yrðu teknar upp aftur kæmi í ljós að íslenska ríkinu bæri ekki að taka á sig þessa ábyrgð. Nú hefur því skilyrði verið bætt við að EFTA-dómstóllinn gefi álit samhljóða dómi Hæsta- réttar og Evrópudómstóllinn komist eftir atvikum að sömu niðurstöðu. Með breytingum á efnahags- legu fyrirvörunum og með því að varpa Ragnars Hall- ákvæðinu fyrir róða, hefur rík- isstjórnin fallist á að Íslend- ingar taki á sig gríðarlega auknar byrðar. Þar er senni- lega um hundruð milljarða króna að tefla. Því til viðbótar er í meira lagi vafasamt að stjórnar- skráin heimili löggjafanum að fara að ráðum ríkisstjórn- arinnar um að flytja æðsta dómsvald landsins út fyrir landsteinana. Það er rangt sem haldið hefur verið fram, að breytingar á Icesave-fyrirvörum veiki þá ekki } Ósannindi um breyting- ar á Icesave-fyrirvörum Ekki fór mjögmiklum sög- um af því hvað gerðist á „Þjóð- fundinum“ í Laug- ardalshöll á dögunum. Það er þó vafalítið að þarna var um gott framtak að ræða og for- svarsmenn þess gerðu sér grein fyrir ríkri þörf á að gefa fólki tækifæri til að horfa fram á við. Heiti fundarins var hugsanlega fulltilkomumikið og einstakir sjálfskipaðir talsmenn fram- taksins voru ekki heppilegir og hafa tekið sig betur út við önn- ur tækifæri, eins og sést hefur. En allur þorrinn var kominn á stað- inn í jákvæðum og göfugum tilgangi. Engar beinharðar tillögur hafa verið kynntar en hugmyndir þær sem helst hafa verið viðraðar voru fordóma- lausar og framsæknar. Því er vafalítið margt gott þangað að sækja. Því eru fréttir af mót- tökum ríkisstjórnar landsins á afrakstri fjöldans ekki uppörv- andi, því honum hefur verið vís- að til „stýrihóps um sókn- aráætlun fyrir Ísland“. Þar fór það. Þjóðfundarstarfi sturtað í saltpækil}Þar fór það M arkmiðið var göfugt þegar Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum var komið á fót og áherslan lögð á að stuðla að stöðugleika í gjaldeyrismálum, en síðan hef- ur eðli sjóðsins breyst og stórþjóðirnar eru farnar að beita honum til að tryggja einkahags- muni sína. Því er fleygt að hlutverk hans sé fyrst og fremst að sjá til þess, að erlendir kröfuhafar fái kröfur sínar greiddar, hvort sem er frá rík- issjóði eða einkageiranum. Sjóðurinn tryggir þjóðarbúinu erlendan gjaldeyri, sem hefur þó aldrei viðkomu í landinu. Hann fer beint til er- lendra kröfuhafa. Og skuldir einkageirans breytast smám sam- an í skuldir ríkissjóðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur staðið í vegi fyrir því að skuldir heimilanna séu afskrifaðar að hluta og hindrað að hægt sé að gera upp við eigendur jöklabréfa með hag- kvæmum hætti fyrir þjóðarbúið. Þá hefur sjóðurinn beitt stjórnvöld þrýstingi, svo jaðrar við fjárkúgun, að skrifa undir Icesave-skuldbindingarnar. Þjóðinni var ekki gefið nokkurt færi á að fara með málið fyrir dómstóla. Starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins viðurkenna það í öðru orðinu, sem þeir neita í hinu. En öllum má ljós vera afstaða sjóðsins, enda rann áætlunin í gegn um leið og ríkisstjórnin hafði tryggt sér þingmeirihluta fyrir málinu. Bresk og hollensk stjórnvöld eru síðan svo ósvífin að láta sem þau hafi ekkert með drátt- inn að gera. Og allt í einu verður réttlætið af- stætt í samskiptum ríkja. Það er eins og allir verði á eitt sáttir, íslensk stjórnvöld, bresk og hollensk, um að réttlæti sé málinu óvið- komandi. Þetta snúist bara um hagsmuni. Aftur og aftur heyrist að við getum ekki beð- ið lengur – eftir því að vera beitt órétti! Og Íslendingar beygja sig undir hið erlenda vald. Það er af sem áður var. Af hverju standa Íslendingar ekki við sannfæringu sína? Getur verið að kynslóð- irnar, sem stóðu á Þingvöllum í rigningunni 17. júní 1944, hafi borið meiri virðingu fyrir sjálfstæði þjóðarinnar? Eða hvarflar að mönnum að lífsgæðin, sem eru afrakst- ur þrotlausrar baráttu eldri kynslóða við erfið skilyrði á norðurhjara veraldar, séu náttúrulögmál? Á meðan forstjórar sjúkrahúsanna berjast við að spara milljón hér og milljón þar, þá nemur gengistapið af Ice- save-samningnum eitt og sér tugum þúsunda milljóna. Þá er sjálft Icesave-lánið eftir, stóra kúlulánið og vext- irnir af því. Og ekki farið að huga að því enn að afla nýrra gjaldeyristekna til að mæta skuldbindingum í kjölfar bankahrunsins. En þetta er nýja Ísland. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Nýja Ísland II FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is M yndin skýrist æ bet- ur af því hvernig kreppan leikur al- mennt launafólk á Íslandi. Í glænýrri Gallupkönnun meðal félagsmanna stéttarfélaganna Eflingar, Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, svonefndra Flóa- bandalagsfélaga, er að finna ítarleg- ar upplýsingar um kjör og hagi stórs hluta launþega. Innan vé- banda þessara félaga eru hátt í 30 þúsund launþegar á suðvesturhorni landsins. Félögin hafa staðið að sambærilegum könnunum á umliðn- um árum og því er hægt að bera saman áhrif kreppunnar á kjör verkafólks á umliðnum árum. Háværar viðvaranir um að fólk muni flýja land í stríðum straumum fá ekki hljómgrunn í þessari könn- un. Yfir 70% svarenda sem misst hafa vinnuna segjast vera að leita sér að vinnu hér á landi en einungis 4,5% hyggjast leita fyrir sér erlend- is. Þá stefna um 17% þeirra á að fara í nám. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar nánar kemur þó í ljós að yngsta fólkið, á aldrinum 16-24 ára, sker sig nokkuð úr. Aðeins rúmur helmingur þeirra, eða 53%, sagðist vera að leita sér að vinnu á Íslandi. Innan verkalýðshreyfingarinnar finnst mönnum hvað merkast hversu mikil samheldni er meðal launafólks um áherslu á hækkun lægri launa. Níu af hverjum tíu eru sammála þessu, jafnvel þótt það þýði að hækkun lægstu launa yrði á kostnað þeirra sem hafa hærri laun. Þá vekur sérstaka athygli að könnunin leiðir í ljós að um helm- ingur þeirra sem ganga atvinnu- lausir er látinn afskiptalaus. Um helmingur hópsins segist hafa feng- ið aðstoð, tilboð um vinnu eða nám en hinn helmingurinn telur sig ekki hafa fengið neitt af þessu. „Mér finnst mjög mikið áhyggjuefni að sjá hversu slæm niðurstaðan er gagnvart Vinnumálastofnun því tæplega 50% þeirra sem svara telja sig ekki hafa fengið neina þjónustu af hálfu Vinnumálastofnunar. En hitt er jákvætt fyrir stofnunina að af þeim sem fengu þjónustu töldu yfir 80% sig hafa fengið góða þjón- ustu. Það er verk að vinna,“ segir Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar. Samdráttur í atvinnulífinu hefur leitt til þess að fjórir af hverjum tíu hafa orðið fyrir einhvers konar launa- eða kjaraskerðinguu á und- anförnum 12 mánuðum vegna sam- dráttar. Rúmur helmingur þeirra sem segja kjör sín hafa verið skert segir að það hafi verið gert með yf- irvinnubanni, síðan kemur lækkað starfshlutfall og lægri bónusar. Nær fimmti hver launþegi sem hef- ur orðið fyrir skerðingu hefur orðið fyrir beinni launalækkun. Langmest hefur hún orðið í bygginga- og mannvirkjagerð þar sem 73% svar- enda sögðust hafa orðið fyrir launa- eða starfskjaraskerðingu á seinustu 12 mánuðum. 53% iðnaðarmanna og 55% bílstjóra og tækjamanna hafa mátt þola skerðingu á launum og 54% verkstjóra og flokksstjóra. Hlutfallið er lægst meðal þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks eða 27%. Könnunin var gerð meðal 3.000 félagsmanna í september og októ- ber. Endanlegt úrtak var 2.100 manns og svarhlutfallið 48%. 40% hafa mátt þola skerðingu á kjörum Breytt kjör Sp.: Ert þú að leita þér að vinnu á Íslandi eða erlendis eða stefnir þú að því að fara í nám? Sp.: Hafa launa- og starfskjör þín verið skert á undanförnum 12 mánuðum vegna samdráttar? Nei 60,4% Já 39,6% Er að leita að vinnu á Íslandi 73,5% Stefni að því að fara í nám 15,1% Er að leita að vinnu erlendis 3,7% Annað 7,7% Sp.: Hefur þú dregið úr útgjöldum til einhverra neðangreindra þátta vegna verri fjárhagsstöðu eða hækkandi verðs á sl. 12 mánuðum? Sp.: Hvernig hafa launa- eða starfskjör þín verið skert? Já, til ferðalaga Til húsgagna, tækja, farartækja Til tómst., skemmt., fjölmiðla Til matarinnkaupa Til eldsneytiskaupa Til heilbrigðisþjónustu Nei 71,6% 63,2% 62,6% 55,6% 50,7% 19,3% 12,2% He im ild :C ap ac en tG al lu p Yfirvinnubann Skert starfshlutfall Skerðing á aukagr./bónus Lækkun launa Aukin vinna án launah. Skerðing á hlunnindum Með öðrum hætti 49,6% 26,8% 18,9% 18,8% 15,4% 12,6% 7,5% Ítarleg könnun meðal 30 þúsund launamanna í Flóafélögunum varpar ljósi á áhrif kreppunnar. Þar má sjá að helmingur atvinnu- lausra hefur enga aðstoð fengið eða tilboð um vinnu eða nám. Um 53% launamanna innan Flóa- bandalagsins hafa mjög miklar eða frekar miklar áhyggjur af fjárhagslegri stöðu sinni sam- kvæmt könnun Gallup. Þeir sem hafa frekar litlar, mjög litlar eða engar áhyggjur eru um fjórð- ungur þátttakenda. Þá telja 57,1% þeirra sem eru á vinnu- markaði líklegt að þeir verði í sama starfi og þeir eru í núna eftir þrjú ár. Rúm 28% telja það hins vegar ólíklegt. Fólk hefur greinilega mestar áhyggjur af verðbólgu og háum vöxtum en lág laun voru í öðru sæti þegar spurt var hverjar væru helstu ástæður þess að fólk hefur áhyggjur af stöðu sinni. Um fimmti hver aðspurðra hef- ur leitað fjárhagslegrar aðstoðar en um 80% hafa ekki gert það. Flestir leita aðstoðar hjá við- skiptabanka sínum en margir segjast líka hafa leitað til vina og kunningja. Stærstu hóparnir sem leita sér aðstoðar eru þeir sem eru án atvinnu eða á uppsagn- arfresti svo og aldurshópurinn 25 til 44 ára. Ríflega 40% segjast hafa tek- ið út séreignarsparnað sinn. 20% leita fjárhagsaðstoðar Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.