Morgunblaðið - 23.11.2009, Side 15

Morgunblaðið - 23.11.2009, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 Skuldahali Icesave-skuldbindingunni var mótmælt fyrir framan Stjórnarráðið í fyrradag og auk þess að veifa skiltum drógu mótmælendur skuldahala, gerðan úr reikningum, upp að byggingunni. Árni Sæberg ÞAÐ er aðkallandi fyrir ís- lenska þjóð, sem nú er í meiri vanda stödd en þekkst hefur fyrr á lýðveldistímanum, að hún gangi um náttúruauðlindir sínar af var- kárni, kunnáttu og ábyrgð. Sjálf- bær nýting auðlinda hafsins hlýt- ur að vera einn af hornsteinum hins nýja Íslands sem við viljum sjá rísa eftir áföllin miklu. Til- lögur um auknar þorskveiðiheim- ildir með skammtímahag að leið- arljósi eru því varhugaverðar. Langtímanýtingarstefna er lykilorð í sjálf- bærri fiskveiðistefnu, ekki síst þegar um er að ræða langlífar fisktegundir eins og þorsk. Í kjöl- far ályktana á alþjóðavettvangi um sjálfbæra þróun hafa alþjóðastofnanir á sviði auðlinda- stjórnunar og vísindastofnanir þeim tengdar unnið að þróun aðferðafræði sem stuðlar að ár- angri á þessu sviði. Tillögur sérfræðinga Al- þjóðahafrannsóknaráðsins byggja nú í meg- inatriðum á því að tryggja að stofn haldist innan ákveðinna fyrirfram skilgreindra viðmið- unarmarka og því marki sé náð með skil- greindri nýtingarstefnu, svo sem með tilliti til ákveðins hæfilegs fiskveiðidauða. Það var á slíkum grunni sem fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ákvað árið 2007 að breyta aflareglu fyrir þorsk og færa nýtingarhlutfall í 20% af viðmiðunarstofni svo stuðla mætti að betri nýliðun og meiri veiði á komandi árum. Styrking hrygningarstofns var talin nauðsynleg, en stærð hans hefur um nokkurt skeið verið nálægt sögulegri lægð. Jafnframt var talið að aldurssamsetning hrygn- ingarstofns væri önnur aðalskýring á lélegri ný- liðun í þorskstofni undanfarin ár, en um skeið voru aðeins 3% hrygningarstofns 10 ára og eldri þorskur samanborið við 16% þegar nýliðun var betri fyrr á árum. Þessa aflareglu hafa stjórnvöld nú fest í sessi til næstu fimm ára og farið þess á leit við Al- þjóðahafrannsóknaráðið að gerðar verði á henni prófanir til að fá staðfest að hér á landi séu stundaðar sjálfbærar og ábyrgar þorskveiðar. Þess er vænst að niðurstaða liggi fyrir í næsta mánuði sem væntanlega mun setja nýtingu þorskstofnsins við Ísland í jákvætt ljós ef litið er til nýtingarstigs og sjálfbærni. Aflareglan verð- ur svo til endurskoðunar að þessu tímabili loknu, þar sem árangur verður metinn og hugs- anlega verður talið skynsamlegt og án áhættu að breyta veiðihlutfallinu. Umræða um mikla fiskgengd þessa dagana kemur vel heim og saman við að viðbrögð þorskstofnsins við minnkandi veiðiálagi leiði til þess að fleiri fiskar séu á mið- unum. Einnig eru frásagnir af vænum fiski í góðu samræmi við það að við aflasamdráttinn fær hærra hlutfall árganga nú að lifa lengur og bæta við sig þyngd. Þessu til staðfestingar liggja nú fyrir mælingar í nýlokinni stofn- mælingu botnfiska, sem gefa til kynna að hrygningarstofn þorsks sé að styrkjast, að vart sé nú auk- ins hlutfalls stærri og eldri þorsks, en það er einmitt talið ein af forsendum fyrir betri nýliðun. Meginástæða niðurskurðar þorskaflaheimilda fyrir tveimur árum var að þorskárgangar eftir aldamót, að 2008-árgangi undanskildum, eru flestir slakir. Auknar veiðar nú, umfram það sem núgildandi aflaregla gerir ráð fyrir, væru því einvörðungu til að draga úr líkum á eða gera að engu væntingar um árang- ur. Mikilvægt er að hafa hugfast, að virk fisk- veiðistjórnun er til að takmarka afla svo tryggja megi sjálfbærni veiðanna. Því er óskynsamlegt að efna nú til umræðu um eftirgjöf þegar við greinum jákvæð áhrif aðgerða. Tillögur um að breyta út af mótaðri langtímanýtingarstefnu eru fyrst og fremst til þess fallnar að stefna í hættu árangri þeirra aðgerða sem efnt var til af illri nauðsyn árið 2007. Það er líka ljóst að geti aðilar í sjávarútvegi sýnt fram á að afurðir þeirra komi úr sjálf- bærum fiskveiðum, þá hefur það verulegt markaðslegt gildi. Því er ekki að leyna að við á Hafrannsóknastofnuninni fáum í vaxandi mæli fyrirspurnir frá markaðsaðilum um hvort stofnunin geti staðfest að veiðar á þorski og öðrum fiski á Íslandsmiðum séu í samræmi við ströngustu kröfur um sjálfbærni og ábyrgar fiskveiðar. Því er mikilvægt að geta sýnt fram á að gengið sé fram af skynsemi og ábyrgð við nýtingu auðlindarinnar. Að hvika frá markaðri nýtingarstefnu í þorski kann til skamms tíma að gefa fjárhagslegan ávinning en getur hæg- lega dregið úr trúverðugleika fiskveiða Íslend- inga. Til langs tíma litið er þó mikilvægast að þetta myndi grafa undan uppbyggingu þorsk- stofnsins, sem alltof lengi þurfti að þola of miklar veiðar. Eftir Jóhann Sigurjónsson » Tillögur um auknar þorsk- veiðiheimildir með skamm- tímahag að leiðarljósi eru afar varhugaverðar. Jóhann Sigurjónsson Höfundur er forstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar Ábyrg nýtingarstefna fyrir þorskveiðar ÉG SÁ í viðtali í vikunni að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanrík- isráðherra, er ekki ánægð með Icesave-samningana og frammistöðu samninga- nefndar Íslands í viðræðum við Breta og Hollendinga. Hún segir að „… við komum fram eins og hinn seki … göngum til samninganna eins og sakamaðurinn, en hins veg- ar séu bresk stjórnvöld laus allra mála…“. Hún telur sig greinilega vera í stöðu til þess að gagnrýna þetta og vanda um við brunaliðið, sem kunni ekki til verka við slökkvistörfin, án tillits til þáttar sjálfrar sín í íkveikjunni svo notuð sé samlíking úr safni Davíðs Oddssonar. Það skyldi þó ekki vera að viðunandi samningar séu að einhverju leyti torsóttir vegna þess að „sakamenn“ hafi gert samningsstöðu Íslands erfiða. Það er erfitt að skilja þá stöðu sem upp er komin í samskiptum okkar við aðrar þjóðir öðruvísi en svo að íslensk stjórnvöld séu ekki talin trúverðug. Það er væntanlega vegna þess að þau hafa orðið uppvís að ósannindum og margs konar annarri ósæmilegri framkomu gagnvart nágrannaþjóðunum sem ekki er hægt að kalla annað en samsæri gegn almenningi og stjórnvöldum í þessum löndum. Þar er hlutur utanríkisráðuneytis, sem glutrar niður sam- skiptamöguleikum við nágrannaþjóðir á ögur- stundu, ekki lítill. Eitt er að einkafyrirtæki gangi út á ystu nöf í viðleitni til þess að gæta hagsmuna eigenda sinna. Annað og verra er ef stjórnvöld ganga fram fyrir skjöldu í hálfgerðum stríðsrekstri einkafyrirtækja á hendur almenningi í ná- grannalöndunum. Sama gildir um misbeitingu opinberra stofnana í svipuðum tilgangi sem líta verður svo á að séu á vegum stjórnvalda. Um- mæli fyrrverandi forsætis-, utanríkis- og við- skiptaráðherra og annarra valdamanna á blaðamannafundum og öðrum vettvangi í ná- grannalöndunum í aðdraganda bankahrunsins er erfitt að túlka öðruvísi en sem ófyrirleitna hagsmunagæslu án nokkurrar fyrirhyggju gagnvart þeim afleiðingum sem bitnað gætu á almenningi í þessum löndum og nú eru fram komnar. Íslensk stjórnvöld virðast eiga fáa vini eða stuðningsaðila meðal nágrannaþjóðanna í þeirri erfiðu stöðu sem nú þarf að spila úr í samskiptum okkar við aðrar þjóðir. Því þarf að fara mjög varlega með þær „innistæður“ sem við eigum þegar kemur að samstarfi og samn- ingum á alþjóðavettvangi. Ég hef orðið var við það hjá kunningjum mínum á Norðurlöndum og víðar, sem þurft hafa að horfa upp á viðtöl við fyrrverandi íslenska valdamenn í erlendum fjölmiðlum, að þeir eru nánast orðlausir yfir afstöðu þess- ara manna til efnahagshamfaranna sem gengið hafa yfir íslenska þjóð. Þar virðist afneitun á eigin ábyrgð vera lykilskilaboð sem menn vilja koma á framfæri við innlend og er- lend fórnarlömb íslenska efnahags- undursins. Ég frábið mér að sú litla inni- stæða, sem íslensk utanríkisþjón- usta hefur úr að spila í samskiptum við erlendar þjóðir á erfiðum tím- um, sé notuð til þess að koma fólki, sem lítil ástæða er til að flíka á alþjóðavett- vangi, í áberandi stöður þar. Slíkt kemur út sem forherðing og skortur á hógværð hjá fólki sem alls ekki er óeðilegt að líta á sem „saka- menn“ eins og nú háttar til. Fram hefur komið að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sækist nú eftir slíkri stöðu. Ekki er unnt að líta framhjá þeim möguleika að óþægilegt kastljós beinist að for- ustufólki fyrrverandi ríkisstjórnar þegar skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið kemur út snemma á næsta ári. Væntanlega er ekki sóst eftir slíku þegar ráðið er í stöðu forstöðumanna alþjóðlegra stofnana sem æskilegra er að efli virðingu viðkomandi stofnana fremur en dragi úr henni. Ég geri ráð fyrir að Íslendingar eigi möguleika á því að efla baráttu gegn mansali með því að leggja al- þjóðlegri stofnun á því sviði til starfsfólk sem reynslu hefur af starfi fyrir kvennaathvarf, við löggæslu eða á öðrum tiltölulega óumdeildum vettvangi. Það bendir ekki til mikillar einlægni í stuðningi við baráttu gegn mansali að sækjast eftir því að draga hana inn í óskylt þras um af- drifarík mistök við stjórn efnahagsmála og ábyrgð stjórnmálamanna sem viðbúið er að Ingibjörg Sólrún sitji uppi með næstu miss- erin. Núverandi stjórnvöld eru í nógu erfiðri stöðu þó þau þurfi ekki að kljást við aftur- göngur framliðinna stjórnmálamanna til við- bótar við aðra erfiðleika sem blasa við. Er til of mikils mælst að fólk sem stóð vaktina þegar hrunið reið yfir haldi sér til hlés og valdi ekki frekari erfiðleikum þangað til skýrsla rann- sóknarnefndar Alþingis er komin fram? Draugagangur Eftir Tómas Jóhannesson Tómas Jóhannesson »Er viðeigandi að forustu- fólk hrunsríkisstjórn- arinnar sækist eftir virðulegu embætti á alþjóðavettvangi með stuðningi íslenska utan- ríkisráðuneytisins? Höfundur er jarðeðlisfræðingur og fyrrverandi kjósandi Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.