Morgunblaðið - 23.11.2009, Side 16

Morgunblaðið - 23.11.2009, Side 16
16 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 Í ÖLLUM þessum hræðsluáróðri hefur þessu embætti tekist vel til við að hræða fólk í bólusetningu, menn koma orðið hræddir, taugaveikl- aðir og með aukinn hjartslátt í bólusetn- ingu. Reyndar hafa fjölmiðlar algjörlega farið eftir þessum sérstöku áróð- ursleiðbeiningum, líklegast beint í samráði við embættið, þ.e.a.s. allt- af einhverjar stórar fyrirsagnir með stórum tölum, alltaf mynd þar sem verið er að sprauta o.s.frv., eða sprautu sem að- alsvarið við þessari flensu. Þetta embætti passar sig sérstaklega á því að minnast ekki á D-vítamín í þessari áróðursherferð. Aðal- atriðið virtist vera að koma með stórar tölur, eða, um 50 þúsund manns eru sýktir, það má greini- lega ekki benda þessu sýkta fólki á D-vítamín, eða á D-vítamín sem fyrirbyggjandi ráðstöfun gegn svínaflensu. En það er eitthvað sem margir erlendir umhyggju- samir læknar benda fólki á. Læknar eins og t.d. John Cannell, Thomas O’Bryan, Joe Prenderg- ast hafa gert í mörgum erlendum fjölmiðlum og fræðigreinum. Eins og áður segir hefur hræðsluáróðurinn einkennst af því að ýkja tölur heldur betur. Allt frá byrjun í Mexíkó þar sem blóð- sýni voru síðar meir ekki tekin og allt fyrirfram dæmt sem svína- flensa. Í Bandaríkjunum ýktu menn tölur sýktra stórlega þannig að í Alaska var talið að um 722 manns væru með þessa flensu en síðan reyndust ekki vera nema 1% af 722 sýkt og 5% með aðra flensu en svínaflensu og 93% af 722 ekki með flensu. Í Georgíu var talað um að 3.117 væru sýktir, en af þessum 3.117 reyndust ekki nema 2% sýkt, 1% með aðra flensu og 97% af þessum 3.117 manns ekki með flensu. Frá Úkraínu er mað- ur að heyra að það sé einhver óþekkt veiki að breiðast út, er hefur verið nefnd Baxter-plágan (Bioweapon), en 22 eru hins vegar skráðir með svínaflensu. Síðan eru menn fljótir að notfæra sér tilvik þegar fólk hef- ur látist vegna margra ólíkra alvar- legra sjúkdóma og fyrir áróðurssakir nefna þeir bara svínaflensu eins og dæmin sanna. Eins og dr. G. Buchvald segir: „bólusetning eru viðskipti byggð á hræðslu“. Lítið um gögn og upplýsingar Margir læknar eins og Laurence J. Murphy eru á því flest fólk nái sér ágætlega eftir svínaflensuna, en Laurence segir þetta bóluefni ekki hafa verið prófað nógu oft. Fólk sem farið hefur í þessa bólusetningu hér- lendis fær ekki neinar upplýs- ingar af viti, hvað þá gögn í sam- bandi við aukaverkanir og sjúkdóma er geta komið upp eftir bólusetningu? Aðalatriðið virtist vera að fá fólk til að trúa því að bóluefnið sé allt í lagi, skrá fólkið og sprauta strax. Það er ekki heldur hægt að fá þarna nein gögn um að þetta bóluefni hafi verið prófað eða rannsakað hér, hvað þá gögn sem segja eitthvað til um innihaldið? Sennilega vegna þess að menn eru hræddir um að fólk myndi hætta við bólu- setninguna strax ef það sæi þessi nöfn, styrkleika og magn, eins og t.d. 10,69 mg af Squalene, 11,86 mg af topheherol og 4,86 mg af Polysorbate 80 eða nöfn eins og aluminum adjuvant, Daronrix, formaldehyde og thimerosol (kvikasilfur). Sjúkdómar sem ekkert er sagt frá Almenningi er ekkert sagt frá þessum beinu tengslum á milli squalene-hákarlalýsisins í bólu- efninu og hinar svonefndu persa- flóa-hermannaveiki (Gulf War syndrome) er læknar eins og t.d. Viera Scheibner, Rima Laibow, Joseph Mercola, Ilya Sandra Perlingieri og fleiri læknar hafa varað við og sagt, að ef þessu lýsi (squalene) er sprautað inn í fólk, má það reikna með að fá þessa al- varlegu persaflóa-hermannaveiki þ.e.a.s. gigt, höfuðverk, minn- isleysi, svima, þunglyndi, útbrot og svefntruflanir svo eitthvað nefnt. Það verður að segjast eins og er að margir læknar bæði í Sviss og á Írlandi mótmæltu þessu bóluefni frá GlaxoSmit- hKline og vildu ekki sjá þetta bóluefni með squalene-lýsi, en við íslenska þjóðin keyptum þetta sennilega vegna þess að það var mun ódýrara og/eða vegna þess að sóttvarnarlæknir sjálfur var svo að segja einn um ákvörðun á þessu bóluefni. Á sínum tíma í Bandaríkjunum var squalene-lýsið tekið út af lyfjaskrá og mátti ekki nota það af fyrrgreindum ástæðum. Það sem ég hef heyrt menn óttast mest við þetta bóluefni og svína- flensuna er Cytokine-stormur er getur fengið líkaman til að ráðast á sjálfan sig við að reyna losa sig við vírusinn – þannig að hann eyðileggur eigin lungu innyfli og sjúklingurinn kastar upp blóði, eða eins og átti sér stað hjá þess- um hermönnum er höfðu verið bólusettir áður en spánska veikin (H1N1) kom árið 1918.( http:// www.pandemic-flu-guide.com ) Mönnum er heldur ekki sagt neitt frá guillain-barré syndrome taugaveikisjúkdómi er gæti kom- ið upp hjá fólki, þó að þetta hafi eitthvað verið í umræðunni ætti að vera skylda að skýra frá þessu. Árið 1976 létust 25 manns eftir bólusetningu gegn svína- flensunni eða mun fleiri en af flensunni sjálfri, en um 4.000 mál komu upp varðandi Guillian- Barré taugaveikisjúkdóminn gegn bóluefnafyrirtækjum, en nú eru mörg þessara bóluefnafyr- irtækja búin að látið semja sér- stök lög fyrir sig, þannig að ekki er lengur hægt að lögsækja og/ eða krefjast skaðabóta ef eitthvað kemur upp. Það sem Landlæknis- embættið segir ekki frá Eftir Þorstein Sch. Thorsteinsson » Síðan eru menn fljót- ir að notfæra sér til- vik þegar fólk hefur lát- ist vegna margra ólíkra alvarlegra sjúkdóma og fyrir áróðurssakir nefna þeir bara svínaflensu eins og dæmin sanna. Þorsteinn Sch. Thorsteinsson Höfundur er formaður Samstarfs- nefndar trúfélaga fyrir heimsfriði. KVENNASÁTT- MÁLI Sameinuðu þjóðanna (samningur um afnám allrar mis- mununar gegn konum) var samþykktur af alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir þrjátíu árum. Sáttmálinn skuldbindur aðildarríki SÞ til að vinna gegn hvers kyns mismunun gegn konum, hvort sem er af pólitísk- um, félagslegum, efnahagslegum eða menningarlegum toga. Aðildarríkjum er þannig gert að tryggja konum jafnrétti með lögum, auk þess að taka á hinum undirliggjandi félagslega og pólitíska ójöfnuði sem viðheldur mis- rétti milli kynjanna. Kvennasáttmálinn átti sér langan aðdraganda en til þess að gera langa sögu stutta þá var fyrsta kvennaráð- stefna SÞ haldin í Mexíkó sumarið 1975. Á ráðstefnunni varð ljóst að konur um allan heim mættu misrétti; að móðurhlutverk kvenna og fé- lagslegar aðstæður sköpuðu hindr- anir og því þyrfti að tryggja sér- staklega réttindi kvenna. Í kjölfar ráðstefnunnar var ákveðið að áratug- urinn 1976-1985 yrði helgaður mál- efnum kvenna og að hafin yrði vinna við að semja sérstakan réttindasátt- mála kvenna. Sáttmálinn var tilbúinn 1979 og er í honum að finna allt það sem var til umfjöllunar í Mexíkó ásamt ýmsu fleiru. Íslendingar undirrituðu sáttmál- ann á annarri kvennaráðstefnu SÞ í Kaupmannahöfn sumarið 1980 en hann var ekki staðfestur af Alþingi fyrr en 1985, eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum. Þau vildu ekki senda íslenska sendinefnd á þriðju kvennaráðstefnu SÞ í Naíróbí í Kenía, undir lok kvennaáratugar SÞ, án þess að sáttmálinn hefði öðlast gildi á Íslandi. En hver er staðan í dag þegar þrjá- tíu ár eru liðin frá samþykkt kvenna- sáttmálans? Sáttmálinn hefur verið staðfestur af 186 ríkjum heims en framkvæmd hans er víða áfátt. Í nær öllum ríkjum og svæðum heims má þó merkja að skref hafa verið stigin í átt að jafnrétti kynjanna. Enn er á brattann að sækja því þessi árangur hefur ver- ið ójafn og kynja- mismunun er enn út- breitt fyrirbæri þó svo að munur sé á stigi og birtingarmynd kynja- misréttis eftir heims- svæðum. Konur um all- an heim hafa ekki sama rétt og aðgengi og karl- menn að auðlindum, tækifærum og pólitísk- um völdum. Milljónir kvenna þjást vegna fá- tæktar og kynbundins ofbeldis. Það sem vekur ekki síst athygli við að skoða kvennasáttmálann nú 30 árum síðar er hvernig sumir málaflokkar virðast hafa staðið í stað eða jafnvel farið aftur eins og t.d. mansal og vændi sem virðist aldrei hafa verið meira en einmitt í dag. Til þess að ná viðvarandi árangri og umbótum og til þess að tryggja að skuldbindingar sem gerðar hafa verið gagnvart konum þessa heims nái fram að ganga þarf ekki aðeins póli- tíska skuldbindingu heldur einnig fjármagn og samvinnu ólíkra aðila. Þrátt fyrir að 30 ár séu liðin frá gerð kvennasáttmálans er enn brotið á grundvallarmannréttindum kvenna á degi hverjum víða um heim. Kvenna- sáttmáli SÞ er eitt helsta verkfæri UNIFEM – Kvennasjóðs SÞ í vinnu sinni að bættri stöðu og réttindum kvenna um heim allan. Sú skuldbind- ing sem felst í undirritun sáttmálans af hálfu stjórnvalda hvers ríkis er að- göngumiði UNIFEM auk fjölda fé- lagasamtaka innlendra og erlendra að starfi í viðkomandi landi. Þess vegna er kvennasáttmálinn öflugt og mikilvægt tæki í baráttunni fyrir jafnrétti karla og kvenna. Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna í 30 ár Eftir Margréti Rósu Jochumsdóttur Margrét Rósa Jochumsdóttir » Þrátt fyrir að 30 ár séu liðin frá gerð kvennasáttmálans er enn brotið á grundvall- armannréttindum kvenna á degi hverjum víða um heim. Höfundur er þróunarfræðingur og félagi í UNIFEM á Íslandi. MAÐUR verður næstum klökkur við lestur svargreinar formanns bæjarráðs Reykjanesbæjar, Böðvars Jónssonar, til oddvita minnihlut- ans í bænum um fjár- mál bæjarins. Böðvar lítur á svar oddvitans sem „tilræði við bæj- arstjórann Árna Sig- fússon“. Heldur finnst mér formaðurinn nota stór og þung orð, og áburður af þessu tagi hreint er ekki sæmandi manni í hans stöðu. Þetta myndu margir kalla að leiða umræðuna út í öfgar. Formaður bæjarráðsins kallar eftir málefnalegri umræðu í lok greinar sinnar, þó lítið hafi nú far- ið fyrir henni í fyrrihlutanum. Til- efni þeirrar greinar sem bæj- arráðsformaðurinn nú svarar, er áður birt grein bæjarstjórans í Morgunblaðinu sem hann nefndi „Tvöföld skilaboð“ og var svar- grein til Ólafs Thordersen bæj- arfullrúa, sem upphaflega í þessu greinaflóði öllu hafði dirfst að koma inn á fjármál sveitarfé- lagsins og marg- umrætt bréf sem sveit- arfélaginu hefur borist frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfé- laga. Ólafur hafði verið svo ónærgætinn að fá birta grein sína á tveimur stöðum á svip- uðum tíma, þ.e. í Morgunblaðinu og staðarblaðinu Víkurf- réttum. Þarna þótti bæjarstjóranum Ólafur vera að senda tvöföld skilboð. Er furða að erfitt sé að eiga í málefnalegri um- ræðu við slíka menn? Sú nefnd sem fjallar um fjármál sveitarfélaga hefur hingað til ekki haft það til siðs að senda út bréf til þeirra er vel hafa staðið sig og hrósa þeim sérstaklega, heldur tal- ið ástæðu til að senda þeim bréf sem í verri málum eru. Og í því sambandi litið til þeirra reikninga sem bæjarfélögin sjálf hafa lagt fram. Og litið þá sérstaklega til A- hluta bæjarsjóðs sem velflest sveitarfélög hafa haft sem metn- aðarmál að halda innnan ramma fjárlaga sveitarfélaganna. Böðvar dregur upp í grein sinni að síðast- liðið ár sé ekki að marka, þá hafi kreppan riðið yfir og önnur áföll eins og taprekstur á Hitaveitu Suðurnesja spilað stóra rullu í uppgjörinu. Það er rétt hjá honum. En hann gætir þess líka vandlega að nefna ekki, að nánast und- antekningarlítið hefur meirihluti sá sem bæjarstjórinn hefur farið fyrir frá upphafi ferils síns í bænum ekki náð að skila hallalausum bæjarsjóði. Eina undantekningin er árið 2005 þegar hagnaður bæj- arsjóðs að teknu tilliti til fjár- magnsliða var heilar 87 milljónir króna. Enda naut bærinn þá ennþá arðs af Hitaveitu Suðurnesja, sem meirihlutinn hefur nú selt í burtu. Þrátt fyrir einbeittan vilja flestra til að líta jákvætt á þá stöðu bæjarsjóðs sem við blasir, er það því miður ekki auðvelt. Enda sjá það flestir sem á annað borð vilja sjá að fjárhagsstaða bæjarins er ekki góð. Tekjur bæjarins til næstu ára hafa verið veðsettar fyr- ir lánum, m.a. til hafnarinnar, sem varla fær lán lengur til að standa undir afborgunum af þeim lánum sem á henni hvíla. Það er rétt hjá formanni bæjarrráðs Reykjanes- bæjar að skemmtilegra væri að fjalla stöðugt um alla þá góðu hluti sem eiga sér stað í bænum okkar, um menningu og listir og mannlífið almennt. Því þrátt fyrir allt finnst okkur flestum sem hér búum vænt um bæinn okkar og erum tilbúin til að leggja talsvert á okkur fyrir hann. Og við viljum öll sjá hér blómlegt mannlíf dafna til fram- tíðar. En til þess að svo geti orðið verða undirstöðurnar að vera traustar. Það þarf hins vegar ekki að líta á alla umræðu um málefni bæjarins sem „tilræði við bæj- arstjórann“, sem flestir vilja vel, heldur kannski frekar sem vinsam- legar ábendingar. Því vinur er sá er til vamms segir. Vinur er sá er til vamms segir Eftir Hannes Friðriksson » Það þarf hins vegar ekki að líta á alla umræðu um málefni bæjarins sem „tilræði við bæjarstjórann“ Hannes Friðriksson Höfundur er innanhússarkitekt. MÉR FANNST ég fá frekar kald- ar kveðjur frá hæstvirtum heil- brigðisráðherra í velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur 14. nóv- ember þegar hún ætlar að fara að taka Grænlendinga í aðgerðir á lið- um. Ég er nú búin að bíða í fleiri mánuði, sárkvalin og kemst ekki út úr húsi, eftir slíkri aðgerð. Svörin sem ég fæ eru að engar aðgerðir séu í gangi. Hvernig væri nú að hæstvirtur heilbrigðisráðherra fengi hæstvirt- an fjármálaráðherra til að opna ofurlitla smugu á kassanum svo ég og fleiri verðum ekki að bíða mán- uðum saman eftir aðgerðum áður en farið er að hjálpa upp á Græn- lendinga? En kassinn sá arna er sennilega harðlæstur nema þegar fara á í viðræður til að koma okkur inn í ESB eða borga Icesave. SVANBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, húsmóðir. Kaldar kveðjur Frá Svanbjörgu Sigurðardóttur BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.