Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið) Mið 25/11 kl. 19:00 aukas Lau 5/12 kl. 19:00 13.k Fös 18/12 kl. 19:00 aukas Fim 26/11 kl. 19:00 11.K Sun 6/12 kl. 19:00 aukas Lau 19/12 kl. 19:00 Fös 27/11 kl. 19:00 12.K Fim 10/12 kl. 19:00 aukas Þri 29/12 kl. 19:00 Sun 29/11 kl. 19:00 aukas Fös 11/12 kl. 19:00 14.K Mið 30/12 kl. 19:00 Fim 3/12 kl. 19:00 aukas Sun 13/12 kl. 19:00 Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Hlé eftir 1. og 2. þátt. Söngvaseiður (Stóra sviðið) Lau 28/11 kl. 14:00 aukas Lau 5/12 kl. 14:00 Sun 27/12 kl. 14:00 Sun 29/11 kl. 14:00 aukas Sun 13/12 kl. 14:00 Sun 27/12 kl. 19:00 Nýjar aukasýningar í sölu. Tryggðu þér miða strax Harry og Heimir (Litla sviðið) Fim 26/11 kl. 20:00 40.K Fös 18/12 kl. 22:00 50.K Fim 21/1 kl. 20:00 Fös 27/11 kl. 19:00 41.K Lau 19/12 kl. 16:00 Fös 22/1 kl. 20:00 Fös 27/11 kl. 22:00 42.K Sun 27/12 kl. 22:00 Lau 23/1 kl. 19:00 Þri 1/12 kl. 20:00 43.K Mán 28/12 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 22:00 Fös 4/12 kl. 19:00 44.K Fös 8/1 kl. 19:00 Sun 24/1 kl. 20:00 Fös 4/12 kl. 22:00 45.K Fös 8/1 kl. 22:00 Fös 29/1 kl. 19:00 Lau 12/12 kl. 19:00 46.K Fös 15/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Lau 12/12 kl. 22:00 47.K Lau 16/1 kl. 19:00 Sun 31/1 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00 48.K Lau 16/1 kl. 22:00 Fös 18/12 kl. 19:00 49.K Sun 17/1 kl. 20:00 Sala hafin á sýningar í janúar Jesús litli (Litla svið) Lau 28/11 kl. 20:00 2.K Lau 5/12 kl. 20:00 5.K Fim 17/12 kl. 20:00 8.K Sun 29/11 kl. 16:00 3.K Mið 9/12 kl. 20:00 6.K Lau 19/12 kl. 21:00 9.K Sun 29/11 kl. 20:00 Aukas Fim 10/12 kl. 20:00 Aukas Lau 5/12 kl. 16:00 4.K Fös 11/12 kl. 19:00 7.K Forsala í fullum gangi. Rautt brennur fyrir (Nýja svið) Sun 29/11 kl. 20:00 4.K Lau 5/12 kl. 20:00 5.K Ekki við hæfi barna. Snarpur sýningartími. Dauðasyndirnar (Litla sviðið) Mið 2/12 kl. 20:00 Sun 6/12 kl. 16:00 Aukas Þri 8/12 kl. 20:00 Aukas Fim 3/12 kl. 20:00 Sun 6/12 kl. 20:00 Aukas Síðustu sýningar. 20% afsláttur til Vísa kreditkorthafa Djúpið (Litla svið/Nýja svið) Þri 24/11 kl. 20:00 Aukas Mið 25/11 kl. 19:00 Aukas Mið 25/11 kl. 21:00 Síðustu sýningar! Sýningartími: 1 klst, ekkert hlé. Við borgum ekki (Stóra svið) Lau 28/11 kl. 19:00 aukas Fös 4/12 kl. 19:00 aukas Uppsetning Nýja Íslands. Bláa gullið (Litla svið) Lau 28/11 kl. 15:00 Uppsetning Opið út í samstarfi við Borgarleikhúsið. Sannleikurinn (Stóra sviðið) Fös 4/12 kl. 22:30 Aukas. Lau 12/12 kl. 19:00 Aukas. Lau 12/12 kl. 22:00 Aukas. ATH ! SÍÐUSTU SÝNINGAR Jesús litli – frábær skemmtun ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Kardemommubærinn (Stóra sviðið) Sun 29/11 kl. 17:00 Sun 29/11 kl. 20:00 Aukas. Allra síðasta sýning 29. nóvember kl. 20:00! Brennuvargarnir (Stóra sviðið) Fös 27/11 kl. 20:00 Lau 5/12 kl. 20:00 Fös 15/1 kl. 20:00 Lau 28/11 kl. 20:00 Fös 8/1 kl. 20:00 Nýjar sýningar komnar í sölu! Utan gátta (Kassinn) Fim 26/11 kl. 20:00 Aukas. Fim 3/12 kl. 20:00 Aukas. Aukasýningar komnar í sölu! Oliver! (Stóra sviðið) Lau 26/12 kl. 20:00 Frums. Sun 3/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 16/1 kl. 15:00 Sun 27/12 kl. 16:00 Aukas. Sun 3/1 kl. 20:00 6. K Lau 16/1 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 20:00 2. K Lau 9/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 23/1 kl. 15:00 Þri 29/12 kl. 20:00 3. K Lau 9/1 kl. 20:00 7. K Fös 29/1 kl. 19:00 Mið 30/12 kl. 20:00 4. K Sun 10/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 30/1 kl. 15:00 Lau 2/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 10/1 kl. 20:00 8. K Lau 30/1 kl. 19:00 Lau 2/1 kl. 20:00 5. K Fim 14/1 kl. 19:00 Miðasala hafin! Sindri silfurfiskur (Kúlan) Fös 27/11 kl. 13:30 Sun 13/12 kl. 13:30 Sun 27/12 kl. 15:00 Fös 27/11 kl. 15:00 Sun 13/12 kl. 15:00 Þri 29/12 kl. 15:00 Lau 28/11 kl. 13:30 Lau 19/12 kl. 15:00 Mið 30/12 kl. 15:00 Lau 28/11 kl. 15:00 Sun 20/12 kl. 15:00 Miðaverð aðeins 1500 kr. Leitin að jólunum (Leikhúsloftið) Lau 28/11 kl. 14:30 100.sýn. Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 14:30 Sun 29/11 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 14:30 Lau 19/12 kl. 11:00 Sun 29/11 kl. 14:30 Lau 12/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 13:00 Lau 5/12 kl. 11:00 Lau 12/12 kl. 13:00 Lau 19/12 kl. 14:30 Lau 5/12 kl. 13:00 Lau 12/12 kl. 14:30 Sun 20/12 kl. 11:00 Lau 5/12 kl. 14:30 Sun 13/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 11:00 Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 14:30 Miðasala hafin - tryggið ykkur sæti! Maríuhænan (Kúlan) Mið 2/12 kl. 10:00 Fös 4/12 kl. 10:00 Sun 6/12 kl. 13:30 Mið 2/12 kl. 17:00 Fös 4/12 kl. 17:00 Sun 6/12 kl. 15:00 Fim 3/12 kl. 10:00 Lau 5/12 kl. 13:30 Fim 3/12 kl. 17:00 Lau 5/12 kl. 15:00 Danssýning fyrir þau allra minnstu - gestasýning frá Noregi Listdansskóli Íslands - nemendasýning framhaldsdeildar (Stóra sviðið) Mán 30/11 kl. 20:00 Miðaverð 1500 kr. - frítt fyrir 12 ára og yngri Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is Lykillinn að jólunum (Rýmið) Fim 26/11 kl. 17:00 fors. Sun 29/11 kl. 15:00 3. k Sun 6/12 kl. 13:00 Fös 27/11 kl. 17:00 frums. Lau 5/12 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 15:00 Lau 28/11 kl. 13:00 2. k Lau 5/12 kl. 15:00 Forsala er hafin K=Kort Aukas.= Ný sýning Fors.=Forsýning Frums.= Frumsýning Íslensk ljósmyndun á sér lengrisamfellda sögu en íslenskmyndlist. Hefð er fyrir aðmiða upphaf þeirrar síð- arnefndu við aldamótin 1900. Mynd- listarsagan hefur verið skráð kerf- isbundið hér á landi og henni skipað í stofnanalegt stigveldi, eða svokallað hefðarveldi. Margt hefur áunnist í skrásetningu ljósmyndasögunnar, ekki síst hin síðari ár, en ýmislegt er þó enn ógert. Einar Falur Ingólfs- son hefur nú riðið á vaðið og sett saman sýningu og bók undir yf- irskriftinni „Úrvalið. Íslenskar ljós- myndir 1866-2009“ með úrvali ís- lenskrar ljósmyndunar og má segja að hann leggi þar línurnar í sköpun hefðarveldis ljósmyndasögunnar. Tilgangurinn er öðrum þræði að opna augu landsmanna fyrir gildi þessara menningarverðmæta – sem eru auðvitað hluti af íslenskri lista- sögu. Þrettán ljósmyndarar eiga verk á sýningunni á efri hæð Hafn- arborgar, þar af tvær konur; Sigríð- ur Zöega og Nicoline Waywadt. Uppsetning og frágangur mynd- anna, sem flestar eru fengnar úr Þjóðminjasafninu og Ljós- myndasafni Reykjavíkur, er allur hinn vandaðasti; nýtt silfurprent og stafrænt C-prent hefur verið unnið af sérfræðingum. Í sumum tilvikum er um að ræða frumprent, m.a. af verkum Sigfúsar Eymundssonar, sem var fyrstur Íslendinga til að gera ljósmyndun að ævistarfi. Val sýningarstjóra takmarkast við at- vinnufólk og ljósmyndara fædda fyr- ir 1960. Flestir þekkja nöfn yngstu ljósmyndaranna: Sigurgeirs Sig- urjónssonar, Ragnars Axelssonar (RAX), Guðmundar Ingólfssonar og Páls Stefánssonar, en þeir tveir síð- astnefndu sýna myndir teknar á lit- filmu. Margir þekkja einnig lands- lagsmyndir Magnúsar Ólafssonar, fréttamyndir Ólafs K. Magnússonar og „íkonískar“ portrettmyndir Jóns Kaldals auk þess sem myndir eftir Ólaf Magnússon, Pétur Brynjólfsson og Vigfús Sigurgeirsson eru mörg- um kunnar, enda hefur verið efnt til sýninga og útgáfu á verkum flestra ef ekki allra þessara ljósmyndara. Eins og ávallt þegar úrval er sett saman má benda á gloppur í valinu. Vafalaust mætti nefna nokkra þekkta ljósmyndara sem ekki eru á sýningunni en sjálfri kemur mér sér- staklega í hug Andrés Kolbeinsson. Heimildagildi ljósmyndanna kveikir forvitni og jafnvel nostalgíu meðal sýningargesta, og þær búa jafnframt yfir fagurfræðilegu að- dráttarafli. Blaðamynd Ólafs K. af mótmælum á Austurvelli árið 1949 höfðar beint til samtímans, og sveitastemning fyrri tíma lifnar við á „tækifærismynd“ eftir Magnús þar sem glaðvær stúlka leikur á fiðlu fyrir húsdýrin á bæjarhlaðinu. Á flestum myndanna, sem ýmist eru teknar úti við eða á ljósmyndastofu, sést fólk í manngerðu umhverfi eða landslagi. Af portrettum má t.d. nefna listræna og meitlaða mynd Kaldals af Ástu Sigurðardóttur eða öllu innilegri mynd af óþekktri konu með ömmubarnið í fanginu eftir Ni- coline Waywadt, en útimyndir Nicol- ine bera vitni um gott auga fyrir óvenjulegri myndbyggingu. Önnur portrett endurspegla borgaralega lifnaðarhætti eða lífsbaráttu í harð- býlu landi; margar myndanna lýsa tíðaranda eða sögulegum viðburðum en aðrar hafa tímalaust yfirbragð, svo sem myndir Kaldals og RAX. Landslag og náttúra hafa verið áberandi viðfangsefni í íslenskri ljós- myndun, rétt eins og í myndlistinni. Sigfús Eymundsson ljósmyndaði landslag á klassískan hátt og seldi erlendum ferðamönnum myndirnar áratugum áður en „frumherjarnir“ í landslagsmálun komu til sögunnar – og lagði þannig jafnframt sitt af mörkum til mótunar sjálfsmyndar þjóðarinnar. Frumprent af þessum einstæðu myndum (og öðrum tekn- um í Reykjavík) eru á sýningunni, sem og panóramískar landslags- myndir (víðmyndir) Ólafs Magn- ússonar sem sótti á sínum tíma inn á listaverkamarkaðinn með handlituð frumprent – raunar nokkurs konar blendingsform af málverki og ljós- mynd. Í því samhengi er vert að nefna að undanfarið hefur gætt vax- andi áhuga á að kanna ljósmynda- söguna í listsögulegu samhengi. Má þar nefna að landslagsljósmyndir Vigfúsar Sigurgeirssonar, teknar á þriðja áratug síðustu aldar, voru ný- lega sýndar á viðamikilli sýningu á Kjarvalsstöðum sem fjallaði um ægi- fegurð og íslenska samtímalist. Þá eru glæný dæmi um myndlist- armenn af yngri kynslóð sem unnið hafa á athyglisverðan hátt með ljós- myndasöfn (þ.e. höfundarverk ann- arra) og sýnt þau í nýju merkingar- samhengi, m.a. á yfirstandandi sýningu á neðri hæð Hafnarborgar. „Úrvalið“ er falleg og vönduð sýn- ing, og um leið metnaðarfullt fram- lag til samþættingar ljósmyndaarfs- ins við menningarvitund þjóðarinnar. Að mynda hefð Hafnarborg – Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar Úrvalið – Íslenskar ljósmyndir 1866-2009 Til 3. janúar 2010. Opið kl. 11-17 alla daga, fimmtud. til kl. 21. Lokað á þriðju- dögum. Aðgangur ókeypis. Sýning- arstjóri: Einar Falur Ingólfsson. ANNA JÓA MYNDLIST Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Magnús Ólafsson Úrvalið Ljósmynd af sýningunni eftir Magnús Ólafsson. Ívar Bjarklind, fyrrum söngv-ari hljómsveitarinnar MÍR,sendi nýskeð frá sér sóló-plötu númer tvö. Þessi er líkt og sú fyrri unnin í nánu sam- starfi við Orra Harðarson sem stýrir upptökum, útsetur og leikur á flestöll hljóð- færi. Kliðmjúkt popp er sú skil- greining sem ég sættist á eftir talsverð heila- brot um hvernig bæri að lýsa tónlist Ívars. Höf- undur og hans meðreiðarsveinn, Orri, hafa lagt mikla vinnu í að slípa og snurfusa þá afurð sem hér er á borð borin og mega vera sátt- ir við útkomuna. Ef draga ætti Ív- ar í dilk innan íslenskrar poppk- reðsu þá væri helst hægt að setja hann með jöfrunum í Sálinni hans Jóns míns. Að sama skapi fannst mér ég merkja áhrif Stefáns Hilm- arssonar í textagerðinni. Mikið er lagt upp úr rími og stuðlum og stundum fulllangt gengið til að við- halda því, sbr: „Króar jú kynstrin öll, knús og hlátrasköll við kjarri vaxin fjöll“. Það getur orðið pínlegt þegar baráttan við að viðhalda forminu verður til þess að innihaldið líður fyrir. Inntakið í textagerðinni er annars mjög persónulegt og geng- ur bara vel með tónlistinni. Það sem einum þykir væmið myndi annar kalla einlægt, ég læt vera að kveða upp úr með það en finnst rétt að geta þess að textarnir eru vel yfir því meðallagi sem gengur og gerist í íslensku dægurpoppi. Ívar ýtir úr vör með laginu „Enginn bíður“ og hefði betur stungið því aftar á skífuna. Þetta er meinleysislegt lag sem hefur sig aldrei almennilega til flugs og plat- an dettur því ekki í gír fyrr en í lagi tvö, „Nesti og nýir skór“, sem keyrir á snotru Rhodes-píanó- „grúvi“ og nýtur góðs af prýðilegri bakrödd Ingu Lísu. Þetta er tví- mælalaust eitt besta lag plötunnar. Hið tregafulla „Fyrr en þig grun- ar“ siglir í kjölfarið og ljær Orri því sterkan karakter með góðum gítarleik; flottum „slide“-sprettum og fallegri melódíu í viðlagi. Næst kemur eiginlegt titillag plötunnar, „Ég þarf að komast á flug“, sem fyrir mína parta nær því ekki. Hvort sem um er að kenna texta sem missir marks (brot úr honum er að finna hér ofar) eða tuggulegu kjúklingaplokki á gítar – ég get ekki sett á það fingur, en ég fíla lagið ekki. Að því sögðu vil ég árétta að Orri stendur sig heilt yf- ir mjög vel, það er fjarri því að vera auðvelt að spila inn lungann af heilli plötu og halda góðum þræði út í gegn. Þeir félagar ná enda upp dampi aftur og vil ég til- taka lögin „Þú ert regnið“ og „Endalok“ sem bæði eru prýðileg. Gagnrýnandi Morgunblaðsins tilgreindi sönginn sem akkiles- arhæl á fyrri plötu Ívars. Söng- urinn hér er heilt yfir prýðilegur sem og raddanir. Ívar tekur ekki mikla áhættu í þeim lagasmíðum sem eru til umfjöllunar en gerir þetta vel. Mýkra en mjúkt Geisladiskur Ívar Bjarklind – Tíu fingur og tær bbbmn KRISTJÁN MÁR ÓLAFSSON TÓNLIST Morgunblaðið/Eyþór Ívar „Söngurinn hér er heilt yfir prýðilegur sem og raddanir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.