Skólablaðið - 01.05.1951, Side 3
GEFIÐ Ú T í MENNTASKÓLANUM í REYKJAVÍK
Maí 1951
4. tölublað
26. árgangur
^rflæda oid Qimission 21. aprí/ /95/
Herra rektor, kennarar, skólasystkin!
Hjá því mun ekki fara, að ræður
við Dimission beri mjög svip hver
af annarri. Orsakir þess eru eðlileg-
ar og öllum kunnar. Hins vegar er
'það ýmsum erfiðleikum bundið fyr-
ir einn úr hópi þeirra, sem kveðja
skólann, að sameina allt, sem hver
og einn úr þessum hóp vildi sagt
hafa á slíkri stund. Auk þess hefur
svo hver sína skoðun á því, hvernig
þessi orð skuli sett fram. Einn vill
hjartnæma og grátklökka ræðu, ann-
ar háfleyga og skáldlega, helzt ó-
skiljanlega ræðu, hinn þriðji raun-
sæja og jafnvel hversdagslega og sá
fjórði ef til vill hvassyrta ádeilu-
ræðu. — Ég þykist þess þó fullviss,
að þeir, sem setið hafa skólann allt
frá 1. bekk, beri jafnan enn meiri
hlýhug til hans en aðrir. — Ef til vill mæli ég ekki
sízt fyrir munn þessara nemenda.
Loks er þá hinn langþráði lausnardagur okkar 6.
bekkinga runninn upp með alla sína dýrð, söknuð sinn
og ef til vill kvíða. Á fyrstu árum okkar í þessum
skóla var Dimission svo órafjarlæg. Varla flaug okk-
ur Iþá í hug, að eftir örfá ár stæðum við í sporum
þeirra, sem þá komu saman hér í salnum í hinzta sinn.
Þá furðaði okkur á öllum þeim hátíðleik, þeim klökkva
og söknuði þrungna andrúmslofti, sem fyllti þennan
sal vor hvert við' Dimission. — En
árin liðu. Við sáum á bak hverjum
hópnum ó fætur öðrum, en þokuð-
umst um leið ofar og ofar. Okkur
skildist smám saman, hvað það var.
sem hinir horfnu hópar höfðu sakn-
að, og við vorum fegin því að fá að
vera hér áfram.
Sama tilfinningin hefur gripið
okkur, þótt við látum hana ekki í
I jós fyrr en nú, fremur en þeir, sem
á undan eru gengnir. Öll okkar
fyrstu skólasystkin hafa yfirgefið
skólann, síðasti hópurinn kvaddi
hann fyrir réttu ári. Eftir það vor-
um við í vissum skilningi orðin ein.
Svo hefur og farið, að við höfum
mænt á þennan dag mest allra daga,
ekki með einskærri tilhlökkun og
óþreyju, heldur einnig trega og jafn-
fram kvíða.. — Að vísu eru þeir menn til, sem brosa
að hátíðleik stundarinnar, meðan aðrir sjá til, en ekki
er ég í vafa um, að þeir finna til sömu tilfinninga og
hinir.
6. bekkingar! Dimission er í dag. Það er okkar
Dimission, nú eru það við, sem kveðjum. Gefið ykkur
tima til að hugleiða það, að í dag yfirgefum við þenn-
an skóla, — í dag erum við í síðasta skipti öll saman
komin í þessum sal sem nemendur skólans, — í dag
höldum við brott frá þessari fóstmóður, — eftir þenn-
Afiahteinn Gutijohnscn.
SKÓLABLAÐIÐ 3