Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1951, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.05.1951, Blaðsíða 7
unum, tófan er eina kvikindið, sem telur sér samboðið að halda kyrru fyrir á þessum slóðum. Þegar líður að hausti fer hún að gera vart við sig niður við tjöld- in um nætur og stelur í lymsku sinni einhverju frá lítt borubröttu matarfélaginu. — Eftir því sem sólin hækkar á lofti eykst hungur mitt. Þegar hún stendur yfir Heiðarhnjúk er ég í rauninni löngu þrotinn að kröftum, en berst á óskiljanlegan hátt framávið. Þeg. ar hún er beint yfir tindinum þrengi ég sultarólina í efsta gat, gat sem ég hef sjálfur borað með hníf mín- um, og gerist líklegur til að mæta þeim klukkutíma, sem enn er eftir fram að mat. Þá hef ég teymt í þrjá tíma ogenga næringu fengið, og hafragrauturinn löngu orðinn flugum að leik milli þúfna. Það Iiggur við, að ég kenni til ógleði af hungri, en sá er kosturinn, að úr því sólin fer að ganga vestur fyrir hnjúkinn förum við kúskarnir að ,,afhungrast“, sem er eitt af þeirri reynslu vegavinnunnar, sem enginn hugsar útí, óað- skiljanlegur hluti dagsins, eins og það að ganga örna sinna, svo að um hádegið er maður ekki tiltakanlega hungraður lengur. Kannski „veltir“ maður einu sinni fyrir mat; verður í grandaleysi var við grunsamlegan slink á kerrunni, lítur við, án þess að álykta nokkuð. og séff þá sólina skína á aurugan kvið klársins, sem tekur þessu með jafnaðargeði, hvað þýðir annað, hann er orðinn leiður á að fælast, auk þess liggur hann af- vælta. Þetta er dálítil tilbreyting, gott er nú það, ein- hver kemur og byrjar að röfla í skeggið, tala um sinnuleysi, klárinn er spenntur frá, hann bröltir á fætur, hristir sig ofurlítið, svo hengir hann hausinn og er búinn að gleyma þessu. — Um hádegið þvrpast menn að diskunum, sumir eru soltnir eins og úlfar, aðrir Iöngu ,.afhungraðir“. Þeir, sem á annað borð nenna að tala yfir borðinu, rífast, menn rífast alltaf í vegavinnu, ekki vegna þess, að þeir hafi skapað sér tvær ólíkar skoðanir, heldur af vana. Það er eins og með hlaupið til jálkanna í morgunþokunni, hefur raunar ekkert gildi, enginn gerir sér grein fyrir, hvers vegna hann rífst, einhvern tíma um vorið var byrjað að rífast, allir hafa gleymt tilefninu, og ennþá eru allar deilur bornar uppi af rifrildi, rifrildi og samtal stendur og fellur hvað með öðru. Rifizt er um flokka- pólitík, því greiddi þessi ekki atkvæði með þessari til- lögu, því er verð á brýnum hærra hjá kaupfélaginu en kaupmönnunum? Og röksemdafærslan er fyrir neð- an allar hellur, unz rifrildið dragnast niður við það, að menn slangra syfjulega út úr skúrnum, og loks er enginn eftir nema ráðskonan, sem fer að tína sam- an leirtauið. Hannes Pétursson. HAMLET „EitriS sigrar andann.“ Allt, sem lifir, rotnar. Innst í mannsins e'Sli órœð kvölin drottnar, RéSi þjáning ríkjum römm í þínu geSi. Senn mun beizkjan sára sigra mína gleSi. Söngur flakkarans Strengina slrýk ég og stefin mín gömlu ég raula um sœlu og yndi, því sólin á himninum brosir og glitvefur allt sem í gær virtist hismi og blekking. Eg reika um heiminn sem rekald, er hrekst fyrir straumi og tœli þig, vinur, sem tíbráin heillar — og svíkur. Ég syng, um sólbjörtu draumana mína, — og kalda þungbúna klettinn, sem rís yfir blómskrýddan völlinn. Þar tónbylgjur brotna, en bergmáliS varpar þeim ajtur út í undursamleikann. HlusliS á IjóSiS, sem logar á söngvarans tungu, því lífiS er fánýtt, flöktandi Ijósblik, sem gleymist, en blœfögur orS draga glitrandi traf yfir gráan sannleikann. Strengina strýk ég og stefin mín gömlu ég raula um fegurS og gleSi, en fólkiS aS söng mínum brosir. ÞdS hœSist aS öllu, sem heimska þess fær ekki skiliS. Jón BöSvarsson. SKÓLABLAÐIÐ 7

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.