Skólablaðið - 01.05.1951, Blaðsíða 17
ENGINN VEIT SÍNA ÆVINA, FYRR EN ..
Rvk 20. apríl ’51.
Þessi dagur hefur tvímælalaust verið merkilegasti
dagur lífs míns, og ætla ég að skýra frá atburðum
þeim, sem fyrir mig hafa komið, meðan þeir eru mér
enn í fersku minni.
Ég var alveg nýkominn til borgarinnar, ofan úr
sveit með nokkur málverk, sem ég ætlaði að selja. Ég
var á gangi í Austurstræti, reikaði milli búðarglugg-
anna, og virti fyrir mér hinar fögru spánsku vörur,
sem hvarvetna blöstu við, og mér varð hugsað til sög-
unnar um........
En allt í einu hrökk ég upp úr þessum hugleiðing-
um mínum, er kallað var: „Þér misstuð töskuna yðar.“
Ég sneri mér við og tók við töskunni, sem bréfberi
nokkur rétti mér. Hann virti mig fyrir sér rannsak-
andi og allt að því óhugnanlega, leit því næst á nafn-
miðann á tösku minni og sagði: „Þér eruð Jón Þor-
steinsson frá Vík, ekki satt?“ Jú, ekki gat ég neitað því.
..Það er einskær tilviljun, að ég skyldi rekast á yður,
því að ég er með óskilabréf í töskunni minni, og utan-
áskriftin á því er: Jón Þorsteinsson, Vík á Landi undir
Fjöllum"'. Mér fannst það nú harla einkennilegt, að
einhver ætti svo brýnt erindi við mig, að hann þyrfti
endilega að skrifa mér. Þó tók ég við bréfinu og stakk
því í vasann. Ég fór síðan inn á Hressingarskálann, og
á meðan ég beið eftir afgreiðslu, reif ég up]) bréfið
og las:
Helgað minningu
Jóns Þorsteinssonar,
sem fæddur var 1. maí 1933
og dó mjög skyndilega 20. apríl 1951.
„Jafnvel í blóma lífsins er dauðinn í nánd.“
.... Og það leið yfir mig.
Er ég rankaði aftur við mér, lá ég á legubekk í
stóru — afarstóru herbergi. Mjög var tekið að rökkva.
Ég leit á klukkuna, — hún var tuttugu mínútur geng-
in í ellefu. Skyndilega heyrði ég einhvern hávaða fyr-
ir aftan mig. Ég leit við og sá dökkan, ókennilegan
skugga líða inn um dyrnar. Brátt sá ég, að þetta var
maður. Hann var gífurlega feitur, holdhvaparnir héngu
í fellingum utan á skrokk hans, hárið var rytjulegt,
gráýrótt og kollvik há. Þarna stóð hann, greip sílspik-
uðum fingrunum um stólbak og einblíndi á mig. Hvar
hafði ég séð þennan mann áður? Allt í einu varð mér
það ljóst. Það var.... og ég rak upp örvæntingar-
fullt hræðsluóp. Hvað eiginlega er þetta? Kvurskonar
mannasiðir eru þetta, má ég spyrja? Þér hljótið að
vera draugfullur. Þegar ég hafði náð mér eftir þá
skelfingu, sem hafði gripið mig, útskýrði ég fyrir hon-
um alla málavöxtu. Ég hafði komið með nokkrar
myndir til borgarinnar, og hann var lifandi eftirmynd
einnar þeirra. Ennfremur rétti ég honum bréfið. Hann
varð afar undrandi, en sagði síðan: „Við hljótum að
hafa hitzt áður. Voruð þér ekki á þjóðhátíðinni í Vest-
mannaeyjum í fyrra?“ Nei, ég hafði ekki verið þar.
„En þér blátt áfram verðið að hafa verið þar,“ og ég
tók eftir því, að nú var grátklökkvi í rödd hans. Nei,
því miður; það hafði ekki verið svo vel. Hann titraði
og þurrkaði sér um augun með rauðum vasaklút, fitl-
aði vandræðalega við úrfestina sína og sagði loks:
..Það er víst ekki um annað að ræða, en að þér bíðið
hérna, þangað til klukkan er orðin tólf. Ekki getið
þér farið, það gæti verið ekið yfir yður.“ Honum óx
styrkur ineð hverju orði. Þarna stóð hann alvarlegur
og myndugleikinn sjálfur, og ef til vill dálítið spaugi-
legur. Mér hefði líka fundist hann hlægilegur fyriri
lítilli stundu. En ég hló ekki. ískaldur hrollur fór um
mig, hræðsla læsti sig um mig eins og hryllilegar rán-
dýrsgreijiar. Óttinn nagaði mig og lamaði. Viljið þér
reykja? Ég rétti fram hendina sem í leiðslu....
.... Og nú sitjum við og reykjum. Reykjarhringir,
gusur og mekkir flögra um loftið í hinni hverfandi og
reikulu birtu. Við sitjum þungt hugsandi, og hrökkv-
um upp og skimum flóttalega í kringum okkur, ef við
heyrum einhver óvænt hljóð. Þögnin er tilbreytingar-
laus og drepandi, og loftið er lævi blandið, en þó eru
þessi hljóð ennþá verri. Þey, þey, — þarna var eitt-
hvað að hreyfa sig. Eða var það ekki? Ég hef ekki
mátt til þess að athuga það — þessi skelfilegi ótti
hefur gagntekið mig. Ég er núna að skrifa þetta við
borðið hérna undir glugganum. Klukkan er nú langt
gengin í tólf. Mínúturnar seiglast áfram, og líf mitt
styttist óðum, þverr, deyr út sem flöktandi kertis-
skar. — Nei, það getur ekki verið. Má ekki vera svo,
— Ég vil ekki deyja, — ég er ungur og vil lifa og
leika mér, ég er enn of ungur. Nei. — Ég vil ekki
deyja. Ég má það ekki. Nei, nei-nei, það er ómögu-
lega ... Vitleysa, auðvitað var þetta bara tilvísun, og
þó . . . Óttinn ásækir mig. — 9 mínútur etfir. Memento
mori. Oh. — Þetta latínurugl — til helvítis með
það. Eitthvað innra með mér brestur — já, ég finn
það. Mók sígur yfir mig. Skynjunin brenglast, ég er
að hætta að geta grillt línurnar á blaðinu. Ótti gríp-
ur mig. Er ég að verða sturlaður. Já. — Nei! ótti,
sennilega ótti, á ég að æpa, öskra, veina? Nei, — nei-
nei. Þögn. Þögn. Þögn. Ó, fagra líf, miskunnarlausa
líf. Einungis tikk-takka-takka-tikk-takk-tikk-takk. .. .
E.
SKÓLABLAÐIÐ 17