Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.05.1951, Page 21

Skólablaðið - 01.05.1951, Page 21
BLEKSLETTUR Það er gömul venja, að skýra hér í þessum þætti frá helztu skemmtunum, sem haldnar hafa verið í skól- anum. Vill það oft verða allþarflaust hjal um efni, sem flestum er áður kunnugt, enda verður nú hrugðið út af þeim sið. Þó skal geta þess, að skemmtiskrá aðal- dansleiks skólans var mjög til fyrirmyndar, og ber sér- staklega að gefa gaum hinum bráðsnjalla gamanþætti 6. bekkjar „Quo vadis?“ Sýndu skopstælingar þeirra, að 6. bekkur hefur náð gífurlegri tækni í þeirri göf- ugu list að herma eftir kennurum. Hér skal aðeins getið hins nýstofnaða Eisperantó- félags Mennttiskólans. Hefur starfsemi þess verið með miklum blóma, og nú í vor eru hafin námskeið fyrir félagsmenn. Ætlunin mun þó, að hefja aðalstarfið í haust, og er þess að vænta, að menn grípi nú tækifærið að kynnast málinu og baráttu Esperantista fyrir hug- sjónum sínum. Málfundafélagið E'ramtíðin hefnr starfað af miklu fjöri. Meðal annars var rætt um kennslu og námsefni skólans og skorað á kennara að koma á fund með nem- endum og lýsa skoðunum sínum á vandamáli þessu. Ekki er oss kunnugt, hvort viljaleysi þeirra hefur vald- ið því, að fundur sá hefur enn ekki verið haldinn. Hins vegar hafa nú heyrzt ýmsar raddir meðal nemenda, sem finnst nauðsyn umbóta í þessum efnum. og ætla mætti, að kennarar telji sér málið skylt. Að síðustu er vorið komið eftir strangan vetur lær- dóms og kúrisma. Menn tipla varlega út í sólskinið, depla sljóum lestraraugum við birtunni og undrast hjartagæzku og viðmótshlýju máttarvaldanna. Aðrir hafa lítið lesið, eru samt hressir í bragði og bera það með sér í hverju spori, að þeir hafi svo sem alltaf vit- að, að vorið mundi koma. Ekki sést ský á lofti allt upp- lestrarfríið, eins og venja er, og margir falla í snörur góðviðrisins, og gætir fullmikils hlutleysis í styrjöld- um þeirra við erkióvininn, sem sé námsbækurnar. Próf- in eru eins þrautleiðinleg og andlaus og áður og kenn- arar óskemmtilega naskir að geta sér til um götin á lærdómsflíkunum. í slíku andrúmslofti sveitast nokkr- ir fölir menn við að koma út síðasta tölublaði Skóla- blaðsins við þröngan fjárhag og nauman tíma. Er nú auðsætt, að gera verður einhverjar breytingar á útgáfu blaðsins, því að tekjur þess hrökkva ekki lengur fyrir kostnaði, sem aukizt hefur gífurlega í ár. Höfum vér orðið að lifa á bónbjörgum, þ. e. auglýsingabetli, og veitist æ erfiðara að kría út nægilegt fé til útgáfunnar. Nóg hefur blaðinu borizt af efni. Biðjum vér þá and- ans menn afsökunar, sem afskiptir hafa orðið í efnis- vali. Margir hafa lagt blaðinu lið í vetur, og samstarf innan ritnefndar hefur verið með ágætum. Auglýsinga- stjórar hafa lagt á sig mikla vinnu og verður seint fullþakkað. Ennfremur viljum vér þakka ábvrgðar- manni blaðsins, Ingvari Brynjólfssyni kennara, ánægju- legt samstarf og hinn mikla áhuga og velvild, sem hann hefur sýnt blaðinu. Að síðustu óskum vér ritstjóra og ritnefnd næsta árs góðs gengis í starfi þeirra. C. P. Hugleiðingar um heimsmálin Stjórnmálanna sterhi menn stríðin láta heyja. Þínir brœður þurfa enn þeim til geós oð deyja. Hatur er i heimi nóg. Hungur marga kvelur meftan illskeytt auSvaldskló ar'Si þeirra stelur. Þjakaó mannkyn þolir enn þrœlatökin hörSu. Rísa þó mun röSull senn réttlœtis á jörSu. Jón BöSvarsson. SKÓLABLAÐIÐ GefiS út í MENNTASKÓLANUM 1 REYKJAVÍK Ritstjórí: Guðmundur l’étursson. 5. X. Ritnejnd: \rni Björnsson, 4. B. Einar Laxness, 6. B. Eiríkur Haraldsson, 6. Y. Sveinn Kristinsson, 6. Y. A uglýsingastjórí: Vigfús Magnússon, 4. C. A byrgSarmaSur: Tngvar Brynjólfsson, kennari. SKÓLABLAÐIÐ 21

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.