Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.02.1956, Qupperneq 4

Skólablaðið - 01.02.1956, Qupperneq 4
- 83 - koma íormenn allra félaga allt niður í íþróttafelag. Bindindisfélag er því miður ekki með, þar eð tilvera þess ágæta fyr- irtækis liggur nokkuð á huldu, og tókst oss ekki, þrátt fyrir mikla leit, að hafa upp á formanni þess. En í þeirri von, að slíkt komi ekki að mikilli sök og fátt fari þessvegna forgörðum, leiðum vér stór- gripina fram á völlinn og gefum þeim lausan tauminn. SVEINBJÖRN BJÖRNSSON, inspector scholae : Hverjum skóla er nauðsyn að halda uppi félagslífi meðal nemenda til þess að auka tilbreytni og stuðla að nánari kynnum þeirra í milli. Til þess að fullnægja þessum þörfum hafa nemendur flestra skóla stofnað með sér skólafélög, sem borið hafa uppi slíka starfsemi. Hér í skóla hafa menn ekki látið sér nægja eitt félag, heldur lengst af þrjú og nu að lok- um fimm félög, sem öll hafa að markmiði að fullnægja felagsþörf nemenda. Skóla- félagið er víðtækast þessara félaga og í raun og veru svo víðtækt, að menn verða helzt ekki varir við það sem heild nema á skólafundum og í kosningum á vorin. Hinar einstöku nefndir félagsins eru í eðli sínu sjálfstæðar stjórnir og sjálfar ábyrgar gerða sinna. Sé þannig litið á málið, verða stjórnirnar 11 talsins og sé enn bætt við bekkjarráðum verða það alls 15 stjórnir og ráð, sem vinna að félags- málum menntlinga. Minna má nu gagn gera, mun margur segja og spyrja sjálfan sig, hvort ekki sé ókostur að hafa svo margar stjórnir, nefndir og ráð. En reynslan hefur sýnt, að því fer fjarri. Betur sjá augu en auga segir máltækið, og því fleiri einstaklingar sem eiga hlut að félagsmálum, þeim mun fj ölbreyttari verður starfsemin og tilbreytni meiri. Sé verkefnum dreift meðal einstaklinga, fær hver og einn meiri tíma til að sinna hlutverki sínu og vanda til þess sem bezt hann getur. Þarna mun einnig að finna ástæðu þess, að félagslíf hefur löngum staðið í miklum blóma hér og verið öðr- um skólum til fyrirmyndar. í vetur hefur verið óvenju mikill kraift- ur í félagslífi og það mun fjölbreyttara og líflegra en undanfarin ár. Liggja til þess margar ástæður, en veigamest verður að telja, að óvenju mikið val skemmtikrafta er nú í neðri bekkjum og það, sem enn betra er, þeir eru fús - ir að koma fram á skemmtunum. Dansnefnd og bekkjarráð í samráði við hana hafa það, sem af er vetrar, haldið 10 dans- og skemmtikvöld auk jólagleði. Kaffikvöldin, sem bekkjarráð gengust fyrir, tókust öll með ágætum, og væri vissulega vert að halda áfram á þeirri braut, en þar sem mjög erfitt er um veitin^ar innan skólans án þess að níðst sé a portnershjónum, er ólík- legt að fleiri slík kvöld verði haldin í vetur. Almennur söngur og speldi hafa ein- kennt samkomur vetrarins, en slíkt hef- ur ekki tíðkast áður. Söngur er ætíð prýði á samkomum og til gleðiauka, en speldi verður leiðigjarnt, sé það framið á sama máta í tíma og ótíma. Leiknefnd hefur unnið mikið og þarft verk við Herranótt ársins og er langt síðan skólaleikur hefur fengið jafn góða dóma og ágæta aðsókn. Tonlistarnefnd hefur haldið 4 tónlistar- kvöld við slælega sókn. Er það öldungis ómaklegt, en þar sannast sem áður, að menningin á erfitt uppdráttar nú á tímum. íþökunefnd hefur og barizt hatramm- lega og beitt öllum brögðum til að lokka fávísa menntlinga út í musteri bókmennt- anna og ginna þá til fylgis við menning- una en orðið lítið ágengt. Ritnefnd hefur aftur á móti miðað bet- ur við útgáfu Skólablaðsins, enda eru þar öndvegismenn í hverju sæti. Einni umferð selsferða er lokið. Var hegðan manna almennt góð í ferðum þessum og verður önnur umferð hafin á næstunni. Þá fór hluti ó.bekkjar í skíða- ferð á Hellisheiði og gisti í seli. Tokst sú ferð mun betur en búizt var við. Fleiri slíkar verða ekki farnar. Af framtíðarverkefnum er fátt enn ráðið annað en dansæfingar með reglu- legu millibili, aðaldansleikur, sem hald- inn verður í Sjálfstæðishúsinu 11. apríl, dimission um 20. apríl o. s.frv. Auk þessa hefur mikið verið vætt, að menntlingar önnuðust dagskrá í útvarpi

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.