Skólablaðið - 01.02.1956, Qupperneq 13
- 92 -
legt en heimila verði Ó. J. að gera ýms-
ar breytingar á einu og öðru er aflaga
fer í þjóðfélagskenningum Marx og
Leníns, "samkvæmt eigin lífsskoðun og
geðþótta", svo að þjóð vor verði ekki
jafnmeinlegum örlögum að bráð og Rúss-
ar og Kínverjar. En undarlegir eru þeir
duttlungar örlaganna, að ef við flettum
yfir á næstu síðu blaðsins, getur að líta,
hve ómjúkum höndum Ó. J. fer um sálar-
framleiðslustarfsemi í því þjóðfélagi, er
við Ó. J„ verðum báðir að una enn um
hríð. SÚ lýsing verðskuldar vissulega
alla athygli og er rúmi Skólablaðsins
ekki til annars betur varið en að endur-
prenta hana, svo að öllu réttlæti sé full-
nægt :
"Ef litið er á yfirborðið (þ„ e. menn-
ingarinnar) verður lágkúran mest áber-
andi. Alls staðar glymur flár og gjallandi
jazz : leirburðarstagl og holtaþokuvæl er
á hvers manns vörum, allt úir og grúir
af sorpritum og reyfurum, lélegum kvik-
myndum, sjónleikjum og söngleikjum og
hvers kyns omerkilegum skemmtunum,
sem of Langt yrði upp að telja. Hvergi
verður þverfótað fyrir alls konar gervi-
varningi, gervilist og ótrúlegustu gervi-
mennsku, sem virðist eiga hylli fjöidans
eina og óskipta. í fám orðum sagt:
á yfirborðinu ræður skríimenning, þar
sem dekrað er við úrkynjaðan smekk
iýðsins, og hann fóðraður á útvötnuðum
hégóma ár eftir ár. "
Svo mörg voru þau orð, en ekki er
þetta að sama skapi fögur drápa um vest-
ræna menningu á okkar dögum. Við því
er heidur ekki að búast, en þessi lýsing
uppfyllir þær kröfur, sem gera verður til
hennar - hún er sönn. Legg ég eindregið
til, að hún verði prentuð a viðhafnarstað
í Heimsmenningarsögu, ef við íslendingar
kynnum einhverntíma að eiga því láni að
fagna, að slíkt rit yrði þýtt úr norskri
ATHUGASEMDIR VIÐ JÓN HANNIBAL.SSON
ÓN B„ Hannibalsson ritar
allmikla grein hér í Skóla-
blaðið og deilir víða hart
á undirritaðan fyrir "sann-
færingarleysi og eilífan
nagandi efa" ásamt með
hoilustuleysi við sjálfan
sósíalismann, málsstað hins strit-
andi lýðs. Orðum sínum finnur hann stað
í jólahugleiðingu minni, þeirri er birtist
í síðasta blaði. NÚ fýsir mig ekki að
hvekkja lesendur með langhundi til and-
mæla jóni, en þó mun rétt að víkja
nokkrum orðum að þessari ritsmíð hans,
- um leið og ég tjái honum þakkir mínar
fyrir tilskrifið. Þess ber þó að geta þeg-
ar í upphafi, að ég svara honum ekki svo
ýtarlega sem grein hans gefur annars til-
efni til, heldur mun ég aðeins stikla á
meginatriðum máls hans. En girnist Jon
frekari umræður um ágreiningsefni skal
ég glaður ræða við hann privatim, hvort
sem sú ræða yrði háð yfir kaffibolla
eða annarri sterkari veig.
jón gerir sér allmikið far um að af-
neita því, að pólitískar skoðanir geti
verið mönnum trúaratriði og komið svo
í stað kristindóms og annarra afdankaðra
trúarbragða. Samt kemur það berlega í
ljós af grein hans, að sjálfur er hann
sannfærður kommúnistií hann álítur komm-
únisma einu leiðina, sem mannkyni sé fær
úr ógönjjum aldar vorrar. Skoðun Jons er
honum obifandi sannfæring, vissa hafin
yfir allan efa, - m„ ö„ o. trú. Og þessa trú
sína styður hann síðan "vísindalegum
kenningum um lögmál og þróun þjóðfe-
lagsins", svipað og bókstafsfastur biblíu-
trúarmaður styðstvið heilög orð drottins
síns. Þarna stingur hið politíska trúar-