Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1956, Síða 17

Skólablaðið - 01.02.1956, Síða 17
- 96 - / RÁ mugga lá yfir öllu. Það var auðsjáanlega bræla. Það skrjáfaði von- leysislega í nokkrum sementspokum, sem fuku eftir götunni niður að sjónum. Þeir voru skelfing hrörlegir eins og flest á þessum slóðums enda hlaut innihald þeirra að vera löngu notað. Það voru mörg ár, síðan nokkuð hafði verið byggt her í þorpinu. Rigningarvatn gærdags- ins og allra hinna rigningardaganna seytlaði eftir götunum, rann fyrst í litlum lækjum, síðan mynduðu litlu lækirnir stóran læk, sem varð að mó- rauðum fossi með eldspýtnastokkabraki og bréfum utan af fiskibolludósum, áður en hann varð aftur að mörgum litlum lækjum. Einsi litli reifst við börnin í götunni um það, hver lækurinn væri stærstur og hvert hann rynni. Þau léku sér hjá stóra pollinum framan við gömlu buðina hans Kjartans - þar sem opið var 10-11 og 3-4 og selt svitakrem, sokkar, rusínur og filmur - fimm horuð börn, sem léku að sígarettustubbar væru síldir ; það var um að gera að fá sem flestar síldir. Þau veiddu í net, það var svaka mikill vandi, og svo þurfti líka að passa að hinir svindl- uðu ekki. Inn í húsunum sat fullorðna fólkið. Svipurinn var horfinn af andliti þess, það minnti helzt á síld og sinnti fáum verkum. Folkið hugsaði aðeins um síldina, bless- aða síldina, bölvaða síldina, sem ætlaði víst að bregðast einu sinni enn. Þó trúði það því, að hun hlyti að koma. Að hætta að trúa á síldina var að hætta að trúa á lífið. Síldin var guð þorpsbúa, og hennar vegna höfðu þeir byggt hér hús sín á góðu árunum. Einsa litla í pollinum langaði ekkert heim, þótt hann væri svangur, litlu krakk- arnir væru kannske ekki sofnaðir, og svo var líka alveg eins gott að vera bara úti í polli. En nú kom jóna út á tröppurnar að kalla á hann. - Djöfull, að eiga heima svona rétt hjá pollinum. JÓna var systir hans, hún hafði verið í Reykjavík í vetur, og nú var hún komin heim til að eignast barn. - Þar var nú fínt að vera, sagði Jóna. Kannske ætluðu pabbi og mamma að flytja til Reykjavíkur, en það vildi víst enginn kaupa húsið þeirra og fjósið. Það voru svo margir að flytja. Nú var víst ekki um annað að gera en fara inn. Einsi var orðinn dálítið skít- ugur, og kannske yrði hann skammaður, en honum var andskotans sama. Hann ætlaði

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.