Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.02.1956, Page 20

Skólablaðið - 01.02.1956, Page 20
99 - ekki einhlít, og hef ég þá fyrst og fremst íslenzkar aðstæður í huga. Ef íslenzku þjoðinni hefur orðið það á, að láta sérhelzti fátt um finnast sum skáld sín í hopi yngri kynsloðarinnar - og þau eru ekki ýkjamörg - þá er mér það ekki til efs, að þau bera ærna sök á því sjálf. Skáldin hafa mörg hver í list sinni fjarlægst raunveruleikann í lífsstríði þjoðar sinnar og afleiðingin orðið sú, að fjöldinn fjar- lægist list þeirra meir og meir. Þjóðin verður þá ekki lengur vör við þá lífæð ald- arinnar í list skáldsins, sem þó er ein fær um að veita henni næringu, frjóan sköpun- armátt og eilíft líf. Þegar svo er komið, er hætt við að skáldið dagi uppi, að það verði að bráð fáránlegum leik með inni- haldslaust form eða lífvana stælingum á list liðinna tíma. Mikið djup verður stað- fest milli skáldsins og þjóðarinnar. Þar með er þráðurinn að ofan, tengsl skáldsins við þjóð sína og vandamál hennar, rofinn, listin orðin einangrað og óskynrænt fyrir- bæri, er aldrei öðlast almennt gildi, og á það eitt fyrir höndum að fyrnast og deyja. Annars var það upphaflega ekki mín meining að halda neina líkræðu yfir ís- lenzkri lista- og bókmenntastarfsemi. Þvert á móti virðist mér sem mikilla tíð- inda sé að vænta úr þeirri átt á næstunni, eftir öllum sólarmerkjum að dæma. En fyrst ég á annað borð hef gerst svo djarfur, að draga í efa sum viðhorf Ólafs skálds til listar, þá ber mér reyndar skylda til að gera einhverja grein fyrir eigin viðhorfum, hversu ómerkileg sem þau annars kunna að vera. Það verður þó að bíða betri tíma, því ég þykist vita, að mér mundi þá aldrei fyrirgefinn langhundur þessi og "á skal að ósi stemma". Þo get ég ekki stillt mig um, að minnast á þessi ummæli Ó. J. , því þau eru eins og töluð út úr mínu hjarta: "Áhuga- leysi í listum er óþolandi af menntuðum manni. " Og því vildi ég mega bæta við, að hver sá, er einhverra hluta vegna hefur farið á mis við list og mennt, hefur haft vafasaman ábata af viðdvöl sinni á þessum hnetti. Og hvert það þjóðfélag, sem þannig er úr garði gert, að einungis fámenn yfirstétt fær notið listarinnar, má fara veg allrar veraldar fyrir mér, og mun ég þess vegna gráta þurrum tárum. Á meðan einhverri yfirstétt helzt uppi óátalið að misnota listina í afrurhaldssöm- um tilgangi, er hún lífvana list„ Blóma- skeið listarinnar hefst því ekki fyrr en hún er orðin sameign fólksins í hinu stétt- lausa samfélagi sósíalismans. 5. Eftir nokkrar vangaveltur um notagildi kristindóms fyrir mannfólk 20. aldar, kemst Ólafur jónsson að þeirri skynsamlegu nið- urstöðu, að það muni harla lítið vera. Er þá merkum áfanga náð, en þó er viðbúið, að sú gamla spurning leiti enn á hugann: hvað nú, ungi maður ? Og ekki stendur á svari: "Mér er næst að halda, að vér trúum á manninn sjálfan„„„„ hinn einskisverða mann; lífið sjálft. " Mikil er trú þín maður. Og mér er spurn: Er unnt að leggja átrúnað á slíkt goð, sem homo spiens 20. aldar, nema með því að gera jafnframt annað tve^gja: Að loka augunum fyrir þeim umsnuningi mannlegs eðlis og umturnun heilbrigðar skynsemi, sem er fylgifiskur ríkjandi þjóðfélagshátta eða að öðrum kosti, sjá manninum einhvers staðar undankomu auðið burt frá þessu tilverustigi mann- legrar smæðar? Nei, sannleikurinn er sá, það er ekki hægt. En nú vill svo heppilega til, að mann- fólkið á eina undankomuleið, en því mið- ur aðeins eina : Leið sósíalismans„ íslenzkri þjóð er nú sá vandi á hönd- um að heyja tvísýna baráttu fyrir til- verurétti í stórum heimi. Su baratta verður aldrei háð, meðan synir þjóðar- innar veslast upp í svartnætti efasemda og hugarvíls. Efinn er fyrsta lífsmark og andlátsstuna þeirrar þjóðfélagsstéttar, sem nú er að syngja sitt síðasta vers, og sem lífsskoðun er hann vargur í véum íslenzku þjóðarinnar. Á okkar dögum er hið eina sem gildir, að vera - eða vera ekki. "Og járnið skaltu hamra heitt, að hika er sama og tapa." J. B. H.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.