Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.02.1956, Side 30

Skólablaðið - 01.02.1956, Side 30
FÉLAGSLiÍF, frh. af bls. 85. - 109 - JÓN JAKOBSSON, formaSur Baldurs : Það gjörðist hér einn morguninn, er ég vildi tygja mig til heimferðar, að maður nokkur sveif á mig og bað mig pistil að semja. Var sá ritstjóri þessa blaðs, og bað hann mig skrifa fáein orð um starfsemi og starfsháttu hins nýstofn- aða félags hér í skóla,myndlistarfélagsins Baldurs. Er mér þetta bæði ljúft og skylt, því að ýmislegt liggur mér þungt á hjarta og satt að segja stend ég á önd- inni af heift og fyrirlitningu á svonefnd- um studiosi artium liberalium. Einn kaldan votviðrisdag í desember, tókum vér fáeinir menntlingar oss sam- an, fullir eldlegum áhuga, og vildum stofna myndlistarfélag. Að vísu voru mörg félög fyrir í skólanum, og höfðu sum allvítt starfssvið, en svo einkenni- lega hefur viljað til í mörg ár, að alger- lega hefur verið gengið framhjá einni elztu og virðingarverðustu list mannkyns- ins, myndlistinni, þeirri grein listar, sem hefur fylgt mannkyninu frá frumbernsku, þroskazt og þróazt eftir því sem árin liðu, hnignað og risið upp á ný, tekið sí- felldum breytingum allt fram á miðja 20. öld, þeirri er vér nú lifum á. Og þar eð enginn rækt var lögð við þessa "listanna dásömu drottningu, " þótti oss eigi annað fært en að bæta að einhverju leyti úr því. Þá var gróðursett ung og veikbyggð jurt í skrúðgarði listanna í Menntaskólanum. Myndlistarfélagið Bald- ur var stofnað. Áður hafði undirskrifta- söfnun farið fram með menntlingum, og rituðu þar færri en vildu nöfn sín stór- um stöfum. Voru menn áfjáðir mjög í að rita heiti sín skýrt og greinilega á undirskriftaskjalið. Hugðum vér nú gott til, er svo mikill áhugi ríkti með fólki og var stofnfundur félagsins haldinn skömmu fyrir jólaleyfi. Gekk upp með hríðaréljum þann dag, en stilltist veður þó, er líða tók að aftni. Fundur var haldinn í íþöku, en nú þótti oss heldur farinn að dofna áhugi menntlinga. RÚm- lega 20 manns sýndu sig. Ja, mikill var áhugi menntlinga. Mikill var áhugi þeirra manna, er kenna sig við frjálsar listir. Bara heilir tuttugu af 500 ungum studiosi artium liberalium! Reyndum vér af fremsta megni að afsaka afganginn af þessum 500 og kenndum vér prófum, veðurfari o.m.fl., er oss í hug datt. En þrátt fyrir fámenni var félagið löglega stofnað, heiti þess valið, stjórn kosin og því sett lög. Á fundi þessum gaf og hin eðla kerling "Framtíðin" hinum unga sveini tannfé, sparisjóðsbók innihaldandi fé, sem ég að vísu eigi veit enn, hve mikið er, þar eð ég hefi enn eigi fengið hana í hendur. Vil ég þakka þessa gjöf, þar eð hinum unga sveini veitir eigi af að hafa eitthvað sér til vaxtar og við- halds á þessum fyrstu skrefum strangrar líf sbaráttu. Jól líða, og árið 1956 gengur í garð með sama ófagnaði og við öll önnur ára- mót. Og er skóli hefst, fara menn að renna hýru auga til náms og lista. Háværar raddir taka að heyrast og vilja æra vesælan formann hins unga félags. Heimta þær, að félagið fari að hefja starfsemi sína. Ekki var nema gott um það að segja og var leitað til hins þjóð- fræga listfræðings, Björns Th„ Björns- sonar, sem löngu er kunnur fyrir skemmtileg og fróðleg erindi flutt í út- varp. Brást hann mjög vel við, og aug- lýstum vér þegar komu hans á auglys- ingatöflu skólans. Auglýsingu þessa gerði Arnþór Garðarsson, 5. bekkjarfulltrúi í stjórn Baldurs. Auglýsing þessi var listi- lega vel gerð, svo góð, að aldrei hefur önnur betri sézt hér á veggjum skolans x minni tíð. Björn Th. Björnsson birtist og flytur skemmtilegt og fróðlegt erindi um íslenzka myndlist. Erindi Björns Th. var það fróðlegt, að þeir 25 menn, er erindi þetta sóttu, féllust á, að vart hefði betra heyrzt á sal. Athugið það, þér sem nefnið yður studiosi artium liberalium, þér sem sitjið á hörðum tré- stólum innan fornra timburveggja Menntá- skólans og stærið ykkur af, þér sem ímyndið yður vera unga guði þjóðfélags- ins og fullir eruð af gorgeir og mennta- hroka, þér menntlingar 20„ aldar, að aðeins 25 af ykkur 500 komuð til að setjast við fótstall listajryðjunnar eina kvöldstxmd í janúar. Þa sátuð þér og spiluðuð bridge, fylltuð herbergi yðar ódauni nikotíns og alkóhóls og huj; yðar og hjarta gáfuð þér á vald spilafysnar. Aðrir veltust um götur og hús, rauð- þrútnir af drykkju, óvitandi athafna sinna eður ráða. Eigi mun ég fjölyrða frekar um móral menntlinga, en það skulu þeir vita, að alls ekki er unnt að bjóða hverj-

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.