Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 11
131 OTTÓ SCHOPKA : I Fölt aftanskinið varpaði daufri birtu yfir aflíðandi fjallshlíðina og víðáttu- mikla, groðurlausa sandana. Niður hlíð- ina seitlaði lítill lækur og rann ut á flatneskjuna, en skammt frá honum stóð kofahreysi. Umhverfis kofann var lítill groðurreitur, eini groðurinn sem sást svo langt sem augað eygði. í kofanum bjo gamall maður. Hann hafði buið þarna lengi, aleinn og fjarri menningunni. Hann var hættur að hugsa um.af hverju hann var þarna, hann leit á það sem óumflýjanlega staðreynd, sem hann varð að sætta sig við. í nöktum sandinum við lækinn lágu tvær beinagrindur. Gamli maðurinn hafði fyrir löngu gleymt.hversu lengi og hvers- vegna þær lágu þarna og af hverjum þær voru. Þær lágu bara í rauðbrunum sand- ávaxtatréð hans stóð við kofann. Honum varð oft reikað til beinagrindanna, eink- um ef honum fannst hann þurfa á ráðum að halda, og svo var honum líka fróun í því að finna nálægð einhverra, það létti einveruna. II Gamli maðurinn lá í fleti sínu í koían- um, milli svefns og vöku. Hann hafði verið að hugsa um litlu stjörnuna, sem hann hafði séð hrapa ofan af himninum um kvöldið, og nu var hann næstum sofnað ur. . . . inum alveg eins og í skjóli sólarmegin Allt í einu hrökk hann upp. Hann hafði heyrt eitthvað. Lágur þytur heyrðist uti fyrir og fór vaxandi. Gamli maðurinn reis upp við dogg og hlustaði út í rökkr- ið. í fyrstu lét hann sér detta í hug, að þetta væri stormurinn, sem væri kominn og tilhugsunin um síðasta storminn, sem hann mundi eftir, skelfdi hann. Þá hafði hann fluið litla kofann sinn og leitað skjóls í litlum hellisskuta uppi í fjalls- hlíðinni á meðan eldingarnar flugu um himininn, og þrumurnar skóku jörðina, en regnið steyptist niður ur skýjunum og vökvaði skraufþurran sandinn. En að lokum brutust sólargeislarnir í gegnum skýin og veðrinu slotaði, en gamli mað- urinn gladdist hið innra með ser, að stormurinn hefði ekki eyðilagt kofann hans, en samt saknaði hann regnsins, sem breiddi ut blöð ávaxtatrésins og lífgaði lit sandsins. . . . Hann var hrifinn upp ur þessum hugs- unum af snöggum kipp, - svo snöggum, að kannan féll ofan af ofninum og brotn- aði. Nei, þetta gat ekki verið stormur- inn. Þetta hlaut að vera eitthvað annað og meira. Eldfjallið ! Honum flaug í hug, að nú væri hið löngu útkulnaða eld- fjall, sem var langt handan við ásinn.að gjósa aftur. Eldfjallið hafði ekki gosið í marga mannsaldra, en hann vissi þó vel, hvílíkar ógnir og skelfingar mundu fylgja eldgosinu. Á einni svipstundu var hann kominn út. Það var stillilogn en ískalt. Handan við ásinn sló rauðum bjarma á himininn. Hann starði á roðann sem

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.